SMS

27. september 2019

Eþíópía: Leysa verður háskóla­kennara úr haldi

Þann 17. ágúst var háskóla­kenn­arinn Firew Bekele hand­tekinn og ákærður samkvæmt harka­legum hryðju­verka­lögum (e. Anti-Terr­orism Proclamation) Eþíópíu. Á sein­asta áratug hafa lögin verið notuð til að bæla niður andstöðu. Firew Bekele er ákærður fyrir að skrifa bók sem gagn­rýnir forsæt­is­ráð­herra Eþíópíu, Abiy Ahmeden, enhann neitar að hafa skrifað bókina. Firew Bekele er samviskufangi sem þarf að leysa tafar­laust úr haldi án skil­yrða.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Árið 2016, till­kynnti forsæt­is­ráð­herra Eþíópíu umbætur til að tækla mann­rétt­indamál og leysti hann þúsundir fanga úr haldi sem afplánuðu dóma af póli­tískum toga. Ungt fólk af þjóð­ar­brot­unum Amhara og Oromo í Eþíópíu mótmæltu efna­hags­legri og póli­tískri jaðar­set­ingu og skerð­ingu mann­rétt­inda á götum landsins til ársins 2018. Fjöldi mótmæl­enda var ákærður samkvæmt hryðju­verka­lögum landsins (e. Anti-Terr­orism Proclamation).

+ Lesa meira

Lestu einnig