Fréttir

28. nóvember 2019

Þitt nafn bjargar lífi

Fjöldi fólks lagði leið sína í Hörpu fimmtu­daginn 21. nóvember síðast­liðinn til að ljá mann­rétt­inda­bar­átt­unni nafn sitt og upplifa tilkomu­mikla gagn­virka ljósainn­setn­ingu sem hönnuð var til að vekja athygli á árlegri, alþjóð­legri herferð Amnesty Internati­onal. Innsetn­ingin hefur nú verið flutt úr Hörpu í Kringluna.

Herferðin gengur nú undir nýju kjör­orði Þitt nafn bjargar lífi en er sem fyrr ætlað að styðja við þolendur mann­rétt­inda­brota víðs vegar um heiminn. Í ár beinir herferðin sjónum sínum að ungu fólki undir 25 ára sem beitt er hrika­legum órétti en rís engu að síður margt hvert upp gegn kúgun, ójöfnuði og ofbeldi og berst fyrir betri heimi. Málin í ár eru tíu talsins og lúta m.a. að lögreglu­of­beldi, þving­uðum manns­hvörfum, dauðarefs­ingu, fanga­vist vegna aðstoðar við flótta­fólk og tákn­rænum mótmælum fyrir rétt­indum kvenna.

3290 undir­skriftir söfn­uðust á fyrstu dögum ljósainn­setn­ing­ar­innar í Hörpu til stuðn­ings ungmenn­unum.

Gestum gafst kostur á að taka þátt í ljósainn­setn­ing­unni með því að skrifa undir málin á spjald­tölvu á staðnum, stíga inn í aðstæður þolenda mann­rétt­inda­brota og stöðva brotin á tákn­rænan hátt með undir­skrift sinni og skugga­mynd.

Þetta magnaða sjón­arspil hefur nú verið sett upp í Kringl­unni og getur fólk sem þar á leið um því lagt sitt lóð á vogar­skál mann­rétt­inda­bar­átt­unnar til stuðn­ings ungu fólki víðs vegar að úr heim­inum.

Ljósainn­setn­ingin stendur yfir í Kringl­unni, á annarri hæð á móti Bónus, frá 27. nóvember til 12. desember á eftir­far­andi tímum:

27.nóv 15:30-18:30
28.nóv 18:00-21:00
29.nóv 17:00-21:00
30.nóv 12:00-15:00
1.des 12:00-15:00
2.des 15:30-18:30
3.des 15:30-18:30
4.des 15:30-18:30
5.des 18:00-21:00
6.des 16:00-19:00
7.des 12:00-15:00
8.des 12:00-15:00
9.des 15:30-18:30
10.des 15:30-18:30
11.des 15:30-18:30
12.des 18:00-21:00

Ungt fólk telur til 3.1 millj­arðs mann­kyns eða 42% íbúa heimsins og er stór hluti þess í suður­hluta heimsins. Oftar en ekki verður það einna verst fyrir áhrifum órétt­lætis og upplifir af fyrstu hendi vægð­ar­laus mann­rétt­inda­brot. Ungt fólk horfir upp á samfélag sitt sund­ur­tætt vegna fátæktar, ójöfn­uðar, mismun­unar eða spill­ingar og finnur sig tilknúið að rísa upp gegn þessum öflum. Margt af þessu unga fólki er víða í forystu um að leiða fram breyt­ingar hvort sem það á við um lofts­lags­rétt­læti, bætt rétt­indi kvenna, baráttuna gegn húsnæð­is­leysi eða afhjúpun lögreglu­of­beldis.

Víða reyna vald­hafar að sópa þessu unga fólki í burtu með áreitni, árásum eða jafnvel fang­elsun.

Fylkjum okkur að baki ungu fólki, styðjum það og veitum því styrk til að halda áfram að bjóða vald­höfum birginn og krefjast rétt­lætis. Settu nafn þitt á bréf til stjórn­valda sem fótumtroða mann­rétt­indi þeirra.

Fáar þjóðir hafa sýnt herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi jafn mikinn stuðning og Íslend­ingar en nærri 3% þjóð­ar­innar tóku þátt árið 2017 og rúmlega 2% á síðasta ári.  Það er mun hærra hlut­fall miðað við höfða­tölu en annars staðar. Alls söfn­uðust tæplega 80.000 undir­skriftir fyrir tíu mál í fyrra og þar af rúmlega 60.000 á vefsíðu okkar. Í ár stefnum við að því að ná 100.000 undir­skriftum og þar af 70.000 á vefsíð­unni.

Jákvæðar breyt­ingar hafa orðið í tengslum við fimm af tíu málum sem tekin voru fyrir í fyrra til stuðn­ings baráttu­konum fyrir mann­rétt­indum. Hér má lesa um hvernig þátt­taka fólks hefur áhrif.

Lestu einnig