Tilkynning

11. júní 2020

Ungl­iðar afhentu 2342 undir­skriftir vegna mann­rétt­inda­ástandsins í Íran

Í gær afhenti Snædís Lilja Kára­dóttir, fyrir hönd ungl­iða­hreyf­ingar Íslands­deildar Amnesty Internati­onal, Guðlaugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra undir­skriftir 2342 einstak­linga sem skrifuðu undir ákall þar sem krafist er þess að íslensk stjórn­völd veki athygli á stöðu mann­rétt­inda í Íran á alþjóða­vett­vangi.

Einnig er þess krafist að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir því að tryggja ábyrgð­ar­skyldu íranskra stjórn­valda vegna grimmi­legra aðgerða þeirra gegn friðsamlegum mótmælum sem brutust út þar í landi 15. – 19. nóvember 2019. Að minnsta kosti 304 voru myrtir, þar af 23 börn, og þúsundir særðust.  

Í febrúar síðast­liðinn stóð ungl­iða­hreyf­ingin fyrir tákn­rænni aðgerð sem fór fram á Lækj­ar­torgi þar sem teikn­aðar voru útlínur fjölda þeirra sem létust í aðgerðum íranskra stjórn­valda í nóvember síðast­liðnum.

Eftir afhend­ingu undir­skrift­anna ræddu Snædís og starfs­fólk Íslands­deildar Amnesty Internati­onal frekar við utan­rík­is­ráð­herra og Davíð Loga Sigurðsson, deild­ar­stjóra alþjóða- og þróun­ar­sam­vinnu­skrif­stofu, um mann­rétt­inda­ástandið í Íran.

Þar voru kröfur Amnesty Internati­onal árétt­aðartil að mynda að íslensk stjórn­völd veki athygli á stöðu mann­rétt­inda í Íran og beiti sér fyrir því innan mann­rétt­inda­ráðs Sameinuðu þjóð­anna að rann­sókn verði gerð á ólög­mætum aftökum á mótmæl­endum, hand­tökum, þving­uðum manns­hvörfum og pynd­ingum fanga sem hafa átt sér stað þar í landi síðan 15. nóvember, með það fyrir augum að tryggja ábyrgð­ar­skyldu íranskra stjórn­valda.  

Ísland og Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna

Ráðherra tók við ákallinu og tjáði Íslands­deild og ungl­iða­hreyf­ing­unni að Ísland hefði nýverið gerst aðili að svoköll­uðum ,,kjarna­hópi” ríkja á vett­vangi mann­rétt­inda­ráðs Sameinuðu Þjóð­anna um ályktun vegna stöðu mann­rétt­inda­mála í Íran. Í fund­ar­lotu ráðsins í mars tók Ísland einnig virkan þátt í umræðum þar sem fordæmd var fram­ganga stjórn­valda Írans gagn­vart mótmæl­unum í nóvember.  

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar því að Ísland hafi gerst aðili að umræddum kjarna­hópi.

Fram­ganga Íslands í Mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna hefur verið gríð­ar­lega mikilvæg og hefur Ísland sýnt leið­toga­færni sína í verki. Bæði hafði Ísland frum­kvæði að því að flutt var sameig­in­legt ávarp um bágt ástand mann­rétt­inda í Sádi-Arabíu á síðasta ári og að samþykkt var ályktun um alvar­lega stöðu mann­rétt­inda á Filipps­eyjum.

Afrakstur þeirra vinnu er ný skýrsla Mann­rétt­inda­skrif­stofu Sameinuðu
þjóð­anna
um Filipps­eyjar sem kom út 4. júní síðast­liðinn. 

Lestu einnig