SMS

19. ágúst 2022

Banda­ríkin: Leysið fanga frá Guant­anamo

Varð­hald um óákveðinn tíma sem banda­rísk stjórn­völd hafa beitt í Guant­anamo-fang­elsinu í kjölfar sept­ember 2001 er ólög­mætt. Enn eru 19 fangar í haldi þrátt fyrir að búið sé að heimila lausn þeirra. Krefstu þess að ríkis­stjórn Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, loki Guant­anamo fang­elsinu fyrir fullt og allt.

Af þeim 36 mönnum sem enn eru í Guant­anamo-fang­elsinu á Kúbu eru 19 enn í haldi þrátt fyrir að búið sé að heimila lausn þeirra. Frá því fang­elsið var reist fyrir rúmum 20 árum hafa fleiri en 700 múslímskir menn og drengir setið þar inni. Margir þeirra hafa sætt pynd­ingum en allir voru fang­els­aðir að geðþótta yfir­valda. Enginn þeirra hefur hlotið sann­gjörn rétt­ar­höld.  

Einn þeirra, Toffiq Al-Bihani, var fang­els­aður árið 2003 án ákæru. Hann var pynd­aður og sætti illri meðferð af hálfu banda­rískra yfir­valda og honum var heimiluð lausn úr haldi árið 2010. Þrátt fyrir það er hann enn í haldi í Guant­anamo-fang­elsinu.  

Krefstu þess að ríkis­stjórn Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, loki Guant­anamo fang­elsinu fyrir fullt og allt.

Auk þess er krafist þess að: 

  • Allir fangar verði færðir til lands þar sem þeir geta fengið að njóta réttar síns eða að þeir fái sann­gjörn rétt­ar­höld.  
  • Fangar sem sætt hafa pynd­ingum fái m.a. endur­hæf­ingu og bætur.  
  • Þau sem bera ábyrgð á pynd­ingum og þvinguðu manns­hvarfi fang­anna verði dregin fyrir rétt í sann­gjörnum rétt­ar­höldum án beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar. 

Lestu einnig