Fréttir

10. september 2020

Amnesty Internati­onal afhenti banda­ríska sendi­ráðinu undir­skriftir hátt í 3600 einstak­linga

Magnús Davíð Norð­dahl formaður Íslands­deildar Amnesty Internati­onal og Anna Lúðvíks­dóttir fram­kvæmda­stjóri deild­ar­innar afhentu í dag full­trúum banda­ríska sendi­ráðsins 3581 undir­skrift einstak­linga sem krefjast þess að Banda­ríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange en hann er í haldi í Bretlandi á grund­velli framsals­beiðni Banda­ríkj­anna.

Julian Assange gæti átt á hættu varð­haldsvist við aðstæður sem teljast til pynd­inga og annarrar illrar meðferðar, t.d. einangr­un­ar­vist. Í ljósi háværrar opin­berrar umræðu embætt­is­fólks í efstu lögum stjórn­sýsl­unnar gegn honum er mikil hætta á ósann­gjörnum rétt­ar­höldum sem grefur alvar­lega undan rétti Julian Assange til að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð.

Julian Assange birti trún­að­ar­gögn í tengslum við störf sín hjá Wiki­leaks. Slík birting á ekki að vera refis­verð og svipar til starfa fjöl­miðla­fólks sem reglu­lega rann­sakar mál í starfi sínu. Þessar ákærur gætu haft hroll­vekj­andi afleið­ingar fyrir tján­ing­ar­frelsið og leitt til þess að fjöl­miðla­fólk ritskoði sjálft sig af ótta við málsókn.

Lestu nánar um málið hér.

Lestu einnig