SMS

30. janúar 2019

Kína: Kanadískur maður hlýtur dauðadóm eftir eins dags endurupp­töku

Robert Schell­en­berg, kanadískur ríkis­borgari, hlaut dauðadóm í Kína eftir að hafa verið hand­tekinn fyrir smygl á vímu­efnum. Hann var fyrst hand­tekinn árið 2014 og dæmdur í 15 ára fang­elsi af milli­dóm­stól í Dalian, Kína, þann 20. nóvember 2018. Schell­en­berg áfrýjaði og þann 14. janúar 2019 við endurupp­töku á málinu, var hann fundinn sekur um enn alvar­legri brot á vímu­efna­lög­gjöf landsins og dæmdur til dauða. Samkvæmt einum af lögfræð­ingum Schell­en­berg, Mo Shaoping, er sakfell­ingin fordæm­is­laus.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

+ Lesa meira

Lestu einnig