SMS

21. apríl 2021

Kína: Tveimur frá Hong Kong haldið í einangrun

Quinn Moon og Tang Kai-yin, tveir af þeim tólf einstak­lingum frá Hong Kong sem hand­teknir voru í ágúst 2020 af kínversku strand­gæsl­unni, hafa verið í haldi í næstum átta mánuði án þess að hafa fengið að hitta fjöl­skyldu sína eða lögfræð­inga. Fjöl­skyldur þeirra hafa ítrekað óskað eftir að eiga við þau samskipti án árangurs. Ástand þeirra og heilsufar er mikið áhyggju­efni því bæði eru þau með undir­liggj­andi sjúk­dóma.

 

Eftir óréttlát rétt­ar­höld hlutu Quinn Moon og Tang Kai-yin tveggja og þriggja ára fang­els­isdóm fyrir að skipu­leggja hópferð yfir landa­mærin. Þau voru í kjöl­farið flutt í sitt­hvort fang­elsið. Átta einstak­lingar til viðbótar úr´ þessum tólf manna hópi voru dæmdir í sjö mánaða fang­elsi fyrir að fara yfir landa­mærin.

Síðan hópurinn var gripinn í ágúst 2020 hafa kínversk stjórn­völd neitað þeim um val á lögfræð­ingum.

Amnesty Internati­onal hefur skráð fjölda atvika þar sem einstak­lingum í haldi á megin­landi Kína, margir sem berjast fyrir mann­rétt­indum, er neitað um að hitta lögfræð­inga sem þeir eða fjöl­skyldur þeirra hafa valið.

Sms – félagar krefjast þess að Quinn Moon og Tang Kai-yin fái að hitta fjöl­skyldu sína og lögfræð­inga tafar­laust og að þau hljóti ótak­mark­aðan aðgang að lækn­is­þjón­ustu ef þau óska þess.

Lestu einnig