Fréttir

20. júní 2021

Fræðslu­mynd­bönd fyrir flótta­fólk og aðra innflytj­endur

Íslands­deild Amnesty Internati­onal og Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands hafa gefið út þrjú fræðslu­mynd­bönd um mann­rétt­indi á sex tungu­málum (íslensku, ensku, pólsku, spænsku, pers­nesku og arab­ísku). Mynd­böndin þrjú fjalla um jafn­rétti, rétt­indi á vinnu­markaði og rétt­indi barna. Mark­miðið með mynd­bönd­unum er að veita flótta­fólki og öðrum innflytj­endum gagn­legar grunnupp­lýs­ingar um rétt­indi í þessum þremur mála­flokkum í tengslum við íslenskt samfélag.

Mynd­böndin eru hluti verk­efnis Íslands­deildar Amnesty Internati­onal Gagn­kvæm aðlögun flótta­fólks og verk­efnis Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands um gerð fræðslu­efnis fyrir flótta­menn og innflytj­endur út frá sjón­ar­hóli mann­rétt­inda.

Fræðslu­mynd­böndin voru unnin í samvinnu við fram­leiðslu­fyr­ir­tækið KIWI, Alþýðu­sam­band Ísland, sérfræð­inga á sviði mann­rétt­inda og síðast en ekki síst fólk sem hingað hefur komið til lands á flótta og deilir sinni reynslu. Á næstu miss­erum stefna Íslands­deild Amnesty Internati­onal og Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands að fram­leiðslu fleiri fræðslu­mynd­banda er snerta á mikil­vægum.

Mynd­böndin, ásamt upplýs­ingum má nálgast á heima­síðu Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands og á heima­síðu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.

Það er von Íslands­deildar Amnesty Internati­onal og Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands að fræðslu­mynd­böndin nái sem mestri dreif­ingu til að fræða sem flesta einstak­linga sem hafa flutt til Íslands. Það er mikil­vægt að fólk þekki íslenskt samfé­laga og rétt­indi sín sér og öðrum til gagns.

+ Lesa meira

Lestu einnig