SMS

28. janúar 2021

Rúss­land: Leysið samviskufangann Alexei Navalny úr haldi

Þann 17. janúar síðast­liðinn var aðgerðasinninn og stjórn­ar­and­stæð­ing­urinn Alexei Navalny hand­tekinn á flug­vell­inum í Moskvu. Hann rétt komst lífs af í ágúst 2020 eftir að eitrað var fyrir honum en hann hefur verið að jafna sig í Þýskalandi síðustu 5 mánuði. Hann er samviskufangi og var hand­tekinn að geðþótta af póli­tískum ástæðum.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Alexei Navalny er rúss­neskur stjórn­mála­maður sem hefur barist gegn spill­ingu og verið áber­andi í gagn­rýni á rúss­nesk stjórn­völd. Hann stofnaði samtök gegn spill­ingu í Rússlandi árið 2011 (þekkt sem FBK) sem hafa leitt rann­sóknir og birt fjöl­margar skýrslur um spill­ingu þar í landi. Alexei og annað starfs­fólk samtak­anna hafa verið beitt ýmsum refsi­að­gerðum af hálfu stjórn­valda í tengslum við störf sín. Alexei hefur meðal annars verið hand­tekinn í fjölda skipta. Hann hefur setið 10 mánuði í stofufang­elsi. Amnesty Internati­onal hefur margoft skil­greint hann sem samviskufanga.

Alexei veiktist alvar­lega í ágúst 2020 í flugi frá Tomsk í Síberíu til Moskvu og þurfti að nauð­lenda vélinni til að flytja hann á sjúkrahús en þá var hann orðinn meðvit­und­ar­laus. Tveimur dögum síðar var hann fluttur, enn í dái, á spítala í Berlín og var hann í fimm mánuði í Þýskalandi að jafna sig. Sérfræð­ingar í Þýskalandi komust að þeirri niður­stöðu að honum hefði verið byrlað tauga­eitrið Novichok. Grunur er um að rúss­nesk stjórn­völd eigi þar hlut að máli.

SMS-félagar krefjast þess að Alexei Navalny verði látinn laus skiliyrð­is­laust og án tafar.

Lestu einnig