Fréttir

9. maí 2019

Veita þarf börnum með ódæmi­gerð kynein­kenni óskor­aðan rétt til sjálfræðis yfir eigin líkama

Formaður alls­herjar- og mennta­mála­nefndar, Páll Magnússon, tók í dag á móti ákalli Íslands­deildar Amnesty Internati­onal um verndun mann­rétt­inda intersex barna á Íslandi ásamt 3252 undir­skriftum einstak­linga víðs­vegar að úr heim­inum meðal annars frá Þýskalandi, Svíþjóð og Banda­ríkj­unum.

Við afhend­ingu undir­skrift­anna í dag sagði fram­kvæmda­stjóri Íslands­deildar Amnesty Internati­onal, Anna Lúðvíks­dóttir að gríð­ar­lega mikil­vægt sé að tryggt verði að börn og full­orðnir með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni njóti fullrar mann­rétt­inda­verndar. Íslensk stjórn­völd mega ekki láta þetta tæki­færi glatast til að koma þegar í stað í veg fyrir ónauð­syn­legar og inngrips­miklar aðgerðir á börnum sem geta haft langvar­andi neikvæðar afleið­ingar á líkam­lega og andlega heilsu þeirra.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar þeim skrefum sem ríkis­stjórn Íslands er nú að taka í átt að því að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með löggjöf um kynrænt sjálfræði.

Frum­varp til laga um kynrænt sjálfræði, sem nú er til umfjöll­unar í alls­herjar- og mennta­mála­nefnd, ætti einnig að skapa tæki­færi til að vernda rétt­indi intersex barna og full­orð­inna en í núver­andi drögum að frum­varpinu er vöntun á mikil­vægri vernd fyrir intersex börn.

Amnesty Internati­onal skorar á íslensk yfir­völd að tryggja og vernda jafna meðferð einstak­linga með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni bæði í lögum og fram­kvæmd. Frum­varpið veitir tæki­færi til þess að takast á við þessa áskorun en eins og drögin líta út í dag er tæki­færið ekki nýtt til að koma í veg fyrir ónauð­synleg og óaft­ur­kræf lækn­is­fræðileg inngrip sem miða að því að laga líkama barna að stöðl­uðum kynja­hug­myndum með skurð­að­gerðum, ófrjó­sem­is­að­gerðum og öðrum meðferðum á intersex börnum án upplýsts samþykkis þeirra, án þess að fela í sér hegn­ing­ar­á­kvæði.

Amnesty Internati­onal skorar einnig á íslensk yfir­völd að koma á sérhæfðri og þverfag­legri nálgun á meðferð einstak­linga með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni og móta og innleiða skýrt mann­rétt­inda­miðað verklag til að tryggja að börn og full­orðnir með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni njóti mann­rétt­inda­verndar sem tryggir frið­helgi líkama þeirra, sjálfræði og sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt. Yfir­völd skulu tryggja að ekkert barn með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni sæti skað­legum, óaft­ur­kræfum og ónauð­syn­legum inngripum í líkama þeirra.

Þá hvetur Amnesty Internati­onal íslenska þing­menn að standa með trans og intersex fólki og styðja frum­varp til laga um kynrænt sjálfræði.

„Við erum sann­ar­lega bjartsýn á að stjórn­völd sjái að í lögum um kynrænt sjálfræði án ákvæðis um vernd barna gegn ónauð­syn­legum lækn­is­fræði­legum inngripum misferst að veita börnum með ódæmi­gerð kynein­kenni óskor­aðan rétt til sjálfræðis yfir eigin líkama,“ sagði Anna að lokum.

Lestu einnig