SMS

5. febrúar 2020

Venesúela: Samviskufangi í lífs­hættu

Rubén González, aðgerðasinni sem barist hefur fyrir rétt­indum laun­þega, var hand­tekinn að geðþótta þann 29. nóvember 2018. Heilsu hans hans hefur hrakað í fang­elsi og hann ekki fengið þá lækn­is­að­stoð sem hann þarfnast. Hann er samviskufangi sem þarf að leysa úr haldi umsvifa­laust án skil­yrða.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Mynd er frá 2017 mótmælum gegn stjórn­völdum í Venesúela

Síðan 19. janúar 2020 hefur Rubén verið í lífs­hættu vegna óeðli­legrar hækk­unar á blóð­þrýst­ingi og því bráðnauð­syn­legt að hann fái lækn­is­að­stoð.

Mál Rubén González sem hefur þurft að þola hand­töku að geðþótta, refs­ingu og órétt­láta sakfell­ingu er eitt af fjöl­mörgum þar í landi en póli­tískar hand­tökur og aftökur án dóms og laga gagn­rýn­enda ríkis­stjórn­ar­innar eru einkenn­andi fyrir kerf­is­bundna kúgun stjórn­valda í Venesúela.

Mann­rétt­inda­sinnar hafa einnig orðið fyrir mark­vissum árásum og rógs­her­ferðum í augljósri tilraun stjórn­valda til að kæfa mann­rétt­ind­astarf þeirra.

SMS-félagar krefjast þess að Rubén González verði leystur úr haldi umsvifa­laust án skil­yrða. Þess er einnig krafist að meðan hann er í haldi fái hann þá lækn­is­með­ferð sem hann þarfnast.

Lestu einnig