SMS

27. júní 2019

Verndum rétt­indi íbúa Hong Kong

Íbúar Hong Kong hafa af hugrekki mótmælt fyrir­huguðu laga­frum­varpi þrátt fyrir ofbeldi lögreglu. Verði frum­varpið samþykkti eiga íbúar Hong Kong á hættu að verða fram­seldir til megin­lands Kína og sæta þar illri meðferð.

Ef fyrir­hug­aðar breyt­ingar á laga­frum­varpinu verða samþykktar verður heimilt að fram­selja einstak­linga frá Hong Kong til megin­lands Kína. Laga­frum­varpið myndi auðvelda kínverskum yfir­völdum að herja á gagn­rýn­endur stjórn­valda, mann­rétt­inda­sinna, blaða­menn, starfs­menn frjálsra félaga­sam­taka og almenna borgara í Hong Kong. Í rétt­ar­kerfi megin­lands Kína eru pynd­ingar, óréttlát máls­með­ferð, manns­hvörf og ólögmæt einangrun algengar.

Frá 9. júní hafa yfir milljón einstak­lingar tekið þátt í mótmælum. Ríkis­stjórnin hefur neitað að draga frum­varpið til baka og svarað mótmæl­unum með lögreglu­of­beldi.

Í frið­sam­legum mótmælum þann 12. júní síðast­liðinn beitti lögreglan tára­gasi og piparúða og í sumum tilfellum skaut hún bauna­pokum og gúmmí­kúlum úr byssum. Ríkis­stjórnin hefur gefið út að 81 einstak­lingur hefur særst vegna mótmæl­anna. Samkvæmt rann­sókn Amnesty Internati­onal hefur lögreglan í Hong Kong brotið alþjóðalög um mann­rétt­indi.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið og styddu við íbúa Hong Kong með því að svara AKALL í 1900.

Ríkis­stjórn Hong Kong hefur frestað laga­frum­varpinu en ekki dregið það til baka og því gæti það verið lagt fram að nýju hvenær sem er.

Við krefj­umst þess að ríkis­stjórn Hong Kong dragi laga­frum­varpið umsvifa­laust til baka, tryggi rétt til frið­sam­legra mótmæla­funda og leyfi sjálf­stæða, hlut­lausa og fljót­virka rann­sókn á ofbeldi lögregl­unnar í Hong Kong gegn mótmæl­endum.

Lestu einnig