Spánn

Skil­grein­ingin í ákvæði 578 í spænskum hegn­ing­ar­lögum á því að „vegsama“ og „hvetja til“ hryðju­verka er svo víðfeðm að spænskir borg­arar eiga á hættu saksókn fyrir lögmæta tján­ingu.

Ákvæðið var fyrst kynnt til sögunnar árið 2000 en árið 2015 var skil­grein­ingin á „vegsömum“ hryðju­verka víkkuð enn frekar út og felur nú í sér „að dreifa“ eða „breiða út á opin­berum vett­vangi skilaboð eða slagorð“, þeirra sem eru talin falla undir ákvæðið, þeirra á meðal á netinu. Refsing fyrir að „vegsama hryðju­verk“, rétt­læta þau eða gera lítið úr fórn­ar­lömbum hryðju­verka getur falið í sér allt frá eins árs til fimm ára fang­elsi. Dómara er að auki heimilt að leggja á fjár­sektir og lýsa má einstak­ling vanhæfan á opin­berum vett­vangi sem getur þýtt útilokun frá tilteknum starfs­vett­vangi, að gegna opin­berri stöðu o.s.frv.

Spænsk hegningarlög

Í febrúar 2015 lýstu fjórir sérfræð­ingar Sameinuðu þjóð­anna yfir miklum áhyggjum af því að breyt­ing­arnar sem gerðar voru á hegn­ing­ar­lög­gjöf­inni á Spáni brytu gegn tján­ingar- og funda­frelsi. Blaða­fólk, mann­rétt­inda­fröm­uðir, frið­samir mótmæl­endur, lista­fólk, stjórn­ar­and­stæð­ingar og aðgerða­sinnar hafa verið sérstakur skot­spónn stjórn­valda á Spáni.

Dómar sem fallið hafa á Spáni á grund­velli ákvæðis 578 eru mjög margir og ólíkir, allt frá dómum gegn póli­tískri háðs­ádeilu yfir í róttæka laga- og söng­texta.

Frá árinu 2015 til 2017 felldi spænskur lands­dóms­stóll 85 dóma á grund­velli laga­ákvæða 578 í spænskum hegn­ing­ar­lögum um „vegsömum hryðju­verka“.

Af þeim málum sem Amnesty Internati­onal hefur skoðað hafa ummæli, textar eða tíst ekki falið í sér beina hvatn­ingu til hryðju­verka, haturs eða ofbeldis og dómarnir því ekki í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög.

Í febrúar 2021 var Pablo Hasél, spænskur rappari, dæmdur í níu mánaða fang­elsi og sekt­aður um 30 þúsund evrur fyrir vegsömun hryðju­verka og róg og níð gegn krún­unni og stjórn­kerfi landsins. Dómurinn var byggður á 64 tístum og einu rapp­lagi.

Rapp­arinn Nyto Rukeli, meðlimur í tónlist­ar­hópnum La Insur­gencia, var dæmdur fyrir sömu ákæru­liði vegna laga­textans: „Jafnvel neðanjarðar verður ekki þaggað niður í mér, ekki er hægt að fang­elsa listina.“ (spænska:  „Ni bajo tierra me callarán, no puede encarcel­arse el arte”)

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að spænsk stjórn­völd felli niður ákvæði 578 í hegn­ing­ar­lögum. Brot fyrir vegsömun hryðju­verka, róg og níð gegn krún­unni og stjórn­kerfi landsins eða fyrir að misbjóða trú eiga ekki heima í hegn­ing­ar­lögum sem þurfa að virða og vernda mann­rétt­indi. Sjá ákall hér.

Sértækar aðgerðir lögreglu

Nokkrir þessara dóma voru runnir undan rifjum sérstakrar starfs­semi á vegum lögregl­unnar sem kallast „Operation Spider“ eða kóngu­ló­ar­að­gerðin sem byggir á því að leita að skila­boðum á samfé­lags­miðlum sem fallið gætu undir laga­lega skil­grein­ingu á „vegsömum hryðju­verka“.

César Montana Lehman, einnig þekktur sem César Straw­berry, aðal­söngvari í rapp-rokk hljóm­sveit sem nefnist Def con dos, var hand­tekinn í maí 2015 og settur í varð­hald í fram­haldi af þessari aðgerð sérsveitar lögregl­unnar. César var ákærður fyrir að „vegsama hryðju­verk“ og niður­lægja fórn­ar­lömb hryðju­verka í fram­haldi af tísti á Twitter sem hann birti á árunum 2013 og 2014.

„Hversu margir til viðbótar ætla að feta í fótspor Carrero Blanco og flýja?“

Tíst frá César í desember 2013

En með því var César að vísa til Luis Carrero Blanco, forsæt­is­ráð­herra á tímum Franco, sem var myrtur af ETA hryðju­verka­sam­tök­unum í Madríd árið 1973. Í öðru tísti frá janúar 2014 gerði César grín að því að afhenda Juan Carlos, fyrrum konungi Spánar, sprengju í afmæl­is­gjöf.

Saksókn­arar á Spáni héldu því fram að í tístinu hafi César haldið uppi málsvörn fyrir tvo vopnaða hópa þ.e. ETA og GRAPO. Í júlí 2016 sýknaði lands­réttur Spánar César af öllum ákærum. Málinu var áfrýjað til hæsta­réttar Spánar en í byrjun árs 2017 var hann dæmdur í árs fang­elsi fyrir að „upphefja hryðju­verk“ og „gera lítið úr fórn­ar­lömbum hryðju­verka­árása“ á Twitter.

Í febrúar 2020 snéri stjórn­laga­dóm­stóll Spánar dómi hæsta­réttar við á þeim forsendum að dómurinn bryti gegn tján­ing­ar­frelsi Césars.

Mál einstaklinga

Þann 13. apríl 2016 hand­tóku átta menn á vegum örygg­is­sveita Spánar Arikaitz Terrón, 31 árs Baska og lögfræðing, er hann var á leið til vinnu. Hann var settur í gæslu­varð­hald og ákærður fyrir „vegsömum hryðju­verka“ og fyrir að „niður­lægja fórn­ar­lömb hryðju­verka“ á samfé­lags­miðlum. Yfir­völd ákærðu Arkaitz fyrir að birta níu tíst á árunum 2010 til 2016. Til að mynda birtu fjöl­miðlar frétt í nóvember 2014 þess efnis að yfir­völd í Madríd hafi ákveðið að reisa Luis Carrero Blanco minn­is­varða.

Arkaitz brást við frétt­unum með því að tísta eftir­far­andi:

„Ég skil ekki af hverju fram­leið­endur Cava reisa ekki minn­is­varða fyrir Carrero. Daginn sem ETA skaut hann í loft upp voru margar flöskur opnaðar.“

Lands­réttur Spánar sýknaði Arkaitz þann 21. mars og byggði niður­stöðuna á þeim rökum að skilaboð hans hafi ekki hvatt neinn, hvorki beint eða óbeint, til að fremja hryðju­verk. Saksóknari áfrýjaði niður­stöð­unni til hæsta­réttar landsins sem stað­festi dóm lands­réttar þann 31. janúar 2018.

Arkaitz hélt því fram að raun­veruleg markmið stjórn­valda næðu lengra en að sakfella einstak­linga.

Hann sagði eftir­far­andi við Amnesty Internati­onal í október 2017:

„Í mínu tilfelli náðu þeir engu fram og skot­mark þeirra er í raun ekki þeir 60 eintak­lingar sem þeir sóttu til saka í fram­haldi af Kóngu­ló­ar­að­gerð­unum. Þessar aðgerðir og ákær­urnar fá mikla athygli fjöl­miðla. Markmið stjórn­valda er einfald­lega að fá fólk til að hugsa sig tvisar um áður en það tjáir skoð­anir sína á netinu, sérstak­lega gagn­rýni.”

Í febrúar 2016 voru brúðu­leik­ar­arnir Alfonso Lázaro de la Fuenta og Raúl García Pérez hand­teknir í kjölfar sýningar þeirra á hátíð á vegum borg­ar­stjórnar Madrídar. Stór hópur fólks var áhorf­andi að leik­brúðu­sýn­ingu þeirra félaga, þeirra á meðal börn, en ein brúðan bar skilti með slag­orði svipuðu því sem ETA hafði stuðst við. Einhverjir úr hópi áhorf­enda móðg­uðust við þetta og hringdu í lögregluna í kjöl­farið. Brúðu­leik­ar­arnir voru ákærðir og færðir í varð­hald þann 6. febrúar 2016 fyrir „vegsömum hryðju­verka“ og hvatn­ingu til haturs eða ofbeldis. Fjórum dögum síðar fór saksóknari, sem var ábyrgur fyrir rann­sókn málsins, fram á lausn þeirra. Ákærur á hendur Alfonso Lázaro de la Fuenta og Raúl García Pérez fyrir „vegsömum hryðju­verka“ voru felldar niður í sept­ember 2016 og í janúar 2017 voru ákærur um „hvatn­ingu til ofbeldis“ einnig felldar niður.

Andrúmsloft ótta

Þessi mál og mörg önnur sambærileg eru til vitnis um vaxandi og hættu­legt umburð­ar­leysi gagn­vart tján­ing­ar­frelsinu, þeirra á meðal list­rænni tján­ingu, sérstak­lega þeirri sem er talin ögrandi, trufl­andi eða jafnvel móðg­andi.

Það er hins vegar ekki glæpur að hneyksla fólk hvort sem það er með tísti eða söng. Að beita hegn­ing­ar­lögum gegn slíkri tján­ingu felur ekki aðeins í sér útskúfun og fordæm­ingu heldur getur haft í för með sér alvar­legar afleið­ingar, eins og fanga­vist, skrán­ingu á saka­skrá og brottrekstur úr starfi. Umfram þessar refsi­að­gerðir þá leiðir misbeiting stjórn­valda á ákvæðum hryðju­verka­laga til sjálfs­rit­skoð­unar af ótta við að verða skot­mark stjórn­valda.

Refsi­væðing tján­ingar af mjög víðtækum toga hefur hroll­vekj­andi áhrif og getur skapað andrúms­loft þar sem einstak­lingar óttast að tjá óvinsæl viðhorf eða jafnvel að segja umdeildan brandara á opin­berum vett­vangi.

Slíkar hömlur og minnk­andi svigrúm fyrir opna og frjálsa rökræðu, umræður og gagn­rýni, stofnar borg­ara­legu samfé­lagi í hættu til lengri tíma og getu þess til að standa vörð um ekki aðeins tján­ing­ar­frelsið heldur einnig önnur grund­vall­ar­rétt­indi.

Í upphafi árs 2017 voru spænsku hegn­ing­ar­lögin útvíkkuð enn meira, sem býður upp á frekari misbeit­ingu þeirra af hálfu stjórn­valda. Samkvæmt breyt­ing­unni úrskurðaði hæstiréttur Spánar að mögu­legt væri að fremja brot undir ákvæði 578 jafnvel þó að enginn ásetn­ingur um vegsömum hryðju­verka eða að gera lítið úr fórn­ar­lömbum hryðju­verka lægi að baki. Með því að beita ákvæði 578 með þessum hætti hunsa spænsk stjórn­völd alþjóðleg mann­rétt­indalög og viðmið.

Tengt efni