Löggæsla á mótmælum

Mótmælum hefur lengi verið mætt með kúgun, refs­ingu og hindr­unum og á það víða við enn í dag.

Ótal­mörg dæmi eru um slíka kúgun. Skýr og nýleg dæmi má nefna frá Íran og Síle á árunum 2019 til 2020, þar sem mótmæl­endum var mætt með lögreglu­of­beldi. Fjöldi mótmæla braust út í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að aðgerðasinninn og stjórn­ar­and­stæð­ing­urinn Alexei Navalny var hand­tekinn á flug­vell­inum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmæl­endur kröfðust lausnar Alexei. Rúss­nesk stjórn­völd brugðust við af mikilli hörku. Að minnsta kosti 12.000 mótmæl­endur voru hand­teknir á viku­tíma og óeirða­lög­regla landsins beitti mótmæl­endur miklu ofbeldi, þeirra á meðal börn, konur og eldri borgara.

 

Refsing

Stjórn­völd grípa oft til refs­ingar og fjölda­hand­takna, oft með ólög­mætum hætti þegar þeim tekst ekki að koma í veg fyrir mótmæli. Stundum hóta stjórn­völd fólki refs­ingu áður en mótmæli eiga sér stað. Slíkar hótanir geta fælt mótmæl­endur frá þátt­töku í frekari mótmælum. Fyrir rúmri öld sættu konur sem börðust fyrir kosn­inga­rétti fjölda­hand­tökum fyrir það eitt að krefjast réttar síns í frið­samri kröfu­göngu. Fjölda­hand­tökur hafa nýverið átt sér stað í Egyptalandi og Hvíta-Rússlandi til að refsa mótmæl­endum og í Taílandi eiga margir mótmæl­endur yfir höfði sér lífs­tíð­ardóm án þess að yfir­völd rökstyðji ákær­urnar á hendur þeim. Í Alsír eru aðgerða­sinnar, póli­tískir leið­togar og blað­menn settir í varð­hald af geðþótta­ástæðum fyrir það eitt að tjá sig um rétt sinn til að mótmæla og fyrir að tjá skoðun sína almennt, hvort sem það er á netinu eða annars staðar. Allt er þetta hluti af herferð stjórn­valda sem miðar að því að ógna og þagga niður í gagn­rýn­is­röddum með því að refsi­væða friðsöm mótmæli og tján­ingu.

Hindr­anir

Nú á dögum leitast yfir­völd eftir því að koma í veg fyrir mótmæli með laga­setn­ingum eða grípa til ráðstafana sem gera tilteknar mótmæla­að­gerðir ólög­legar. Sem dæmi má nefna settu stjórn­völd í Taílandi ótíma­bundið bann í október 2020 við samkomum fimm einstak­linga eða fleiri í Bangkok til að stöðva stig­vax­andi og aukin mótmæli. Einnig var lagt bann við birt­ingu frétta og skila­boða á netinu sem „geta valdið ótta“, haft áhrif á þjóðarör­yggi eða skaðleg áhrif á siðferð­is­þrek þjóð­ar­innar.

Löggæsla á mótmælum

Lögreglu ber skylda til að greiða fyrir opin­beru samkomu­haldi ásamt því að vernda rétt einstak­lingsins til að mótmæla. Almennt séð skal gera ráð fyrir frið­sam­legri samkomu.

Fleiri megin­reglur löggæslu á mótmælum:

 • Lögreglan skal gæta fyllsta hlut­leysis á mótmælum og aldrei taka afstöðu með eða á móti mótmælum.
 • Lögreglan skal auðvelda fyrir svo mótmæl­endur sjáist vel og að greini­lega heyrist í þeim (til að ná athygli opin­berra full­trúa, almenn­ings, ljós­myndara, andmót­mæl­enda og annarra).
 • Lögreglan skal ætíð sýna af sér vingjarn­legt viðmót svo ekki skapist spenna.
 • Lögreglan skal gera allt sem í sínu valdi stendur til að draga úr og stoppa átök á frið­sam­legan hátt.
 • Vopn skulu einungis notuð þar sem laga­heimild er til staðar, í algjörri nauðsyn, og meðal­hófs skal ávallt gætt.
 • Þetta þýðir einnig að aðeins skal beita eins litlu valdi og mögu­legt er.
 • Skylda lögregl­unnar til að auðvelda fyrir opin­berum samkomum gildir einnig um fyrir­vara­laus mótmæli. Jafnvel þó svo að tilkynna þurfi, samkvæmt lögum, um samkomur með fyrir­vara þá er það skylda lögregl­unnar að greiða fyrir fyrir­vara­lausum frið­sam­legum samkomum.
 • Söfnun og úrvinnsla persónu­legra upplýs­inga, svo sem upptökur, leynileg löggæsla eða eftirlit skulu fylgja persónu­vernd­ar­lögum.

Beiting valds

Beiting valds nær yfir hvers konar líkam­legar aðgerðir lögreglu. Það getur verið allt frá snert­ingu til beit­ingar banvænna vopna af ásettu ráði. Hótun um vald­beit­ingu telst einnig með hér.

Til þess að fylgja mann­rétt­inda­lögum þarf beiting valds að uppfylla sömu þrjú skil­yrði og takmark­anir á rétt­inum til að mótmæla gera þ.e. þær verða að vera að byggja á lögum, uppfylla skil­yrði um meðalhóf og nauðsyn og fylgja lögmætum mark­miðum.

Beiting valds getur verið nauð­synleg í löggæslu. En aðeins í undan­tekn­ing­ar­til­vikum! Notkun valds er ekki gagnleg leið til að leysa upp átök og ætti aðeins að nota sem neyð­ar­úr­ræði.

Jafnvel í aðstæðum þar sem beiting valds gegn ofbeld­is­fullum einstak­lingi telst lögmæt gætu aðrir vegfar­endur verið í hættu. Lögreglan skal ætíð meta aðstæður og ganga fram af mestu varfærni. Sérstakrar aðgátar er krafist hvað varðar hópa sem eru berskjald­aðir fyrir skaða eða áverkum, eins og til dæmis börn eða eldra fólk.

ALDREI má þagga niður í mótmæl­endum með vald­beit­ingu.

Dæmi um farsæla löggæslu fyrir alla aðila

 • Gvatemala 2011
  Þegar 150 félagar úr samtökum heil­brigð­is­starfs­fólks mótmæltu fyrir­vara­laust og settu upp vegatálma til að teppa umferð kom lögreglan til aðstoðar og miðlaði málum þannig að venjuleg umferð kæmist um veginn og að hópurinn fengi lögreglu­fylgd á áfanga­stað. Í þessu tilviki fór fram samtal við mótmæl­endur og lögreglan greiddi leið fyrir­vara­lausra mótmæla
 • Úkraína 2019
  Lögreglan kom í veg fyrir að andmót­mæl­endur réðust að þátt­tak­endum í gleði­göngu þar í landi en veittu frið­sam­legum andmót­mæl­endum leyfi til að vera áfram á staðnum. Á þennan hátt verndaði lögreglan rétt einstak­lingsins til að taka þátt í gleði­göng­unni á sama tíma og andmót­mæl­endur fengu rými til að koma sínum mótmælum frið­sam­lega á fram­færi.

Þegar lögreglan bregst skyldum sínum

Allt of oft fylgir lögreglan ekki þeim reglum sem hún á að fylgja og brýtur á rétti einstak­lingsins til að mótmæla með því að beita valdi. Í mörgum tilfellum standa stjórn­völd að baki þessum aðgerðum til að bæla niður óvin­sælar skoð­anir. Hér má lesa um nokkur nýleg dæmi þar sem lögreglan hefur brugðist skyldu sinni við löggæslu á mótmælum:

Tveir létust og nokkrir slös­uðust á mótmælum gegn námugrefti í suður­hluta Perú árið 2015. Henry Checlla Chura, 35 ára, lést þegar lögreglan að sögn hóf skot­hríð á mótmæl­endur sem settu upp vegatálma á hrað­braut. Aðeins nokkrum dögum fyrr var hinn 61 árs gamli Victoriano Huayna Nina skotinn til bana á mótmælum. Þessi dæmi sýna skýrt óhóf­lega beit­ingu valds af hendi lögregl­unnar sem leiðir til dauða.

Beiting banvænna vopna

Árið 2019, var tára­gasi og gúmmí­skotum beitt gegn mótmæl­endum á lest­ar­stöð í Hong Kong. Þar sem mótmælin voru þá þegar byrjuð að leysast upp og fóru fram í lokuðu rými voru viðbrögð lögreglu ónauð­synleg og úr öllu hófi.

Á mótmælum vegna morðs á súdönsku barni í Kaíró í Egyptalandi árið 2020 notuðu egypskar örygg­is­sveitir táragas og vatns­byssutrukka gegn mótmæl­endum ásamt því að beita súdönsku flótta- og farand­fólki geðþótta­hand­tök­unum fyrir mótmæli. Mótmæl­endur sættu barsmíðum með kylfum og annarri illri meðferð og sátu undir kynþátta­for­dómum.

of lítil vernd

Yfir­völd í Białystok í Póllandi, veittu þátt­tak­endum í mann­rétt­inda­göngu sem haldin var í júlí 2019 ekki nægi­lega vernd. Í kringum eitt þúsund manns tók þátt í göng­unni en á sama tíma voru um fjögur þúsund andmót­mæl­endur á staðnum sem köstuðu púður­kerl­ingum, steinum og eggjum að þátt­tak­endum göng­unnar. Um 700 lögreglu­menn voru á staðnum en gátu þó ekki komið í veg fyrir árásir andmót­mæl­enda á þátt­tak­endur. Af þeim sökum er alveg ljóst að lögreglan brást skyldum sínum um vernd og öryggi mótmæl­enda.

Varð­hald af geðþótta­ástæðum 

Þann 26. febrúar 2016 skipu­lögðu palestínskir aðgerða­sinnar frið­sam­lega kröfu­göngu á Vest­ur­bakk­anum til að mótmæla hersetu Ísraela og skertu ferða­frelsi. Mann­rétt­inda­sinn­arnir Issa Amro og Farid al-Atrash voru hand­teknir og sóttir til saka í ísra­elskum herrétti. Amro var hand­tekinn fyrir hlut­verk sitt í skipu­lagn­ingu göng­unnar og al-Atrash var hand­tekinn með valdi af hermönnum í frið­sömum mótmælum.

Tengt efni