Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Aukning er á staf­rænum árásum gegn mann­rétt­inda­sinnum, fjöl­miðla­fólki og almennum borg­urum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstak­linga. Þessari aðför verður að linna.

Í löndum víðs­vegar um heiminn reiða yfir­völd sig sífellt meira á staf­rænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða hand­taka einstak­linga sem tjá sig til varnar mann­rétt­indum eða afhjúpa viðkvæmar upplýs­ingar. Á alþjóða­vísu eru yfir­völd að kaupa og heimila sölu á háþró­uðum njósna­búnaði sem gerir þeim kleift að nýta stafræn tæki einstak­linga til að stunda persón­unjósnir. Einka­fyr­ir­tæki hanna og selja þennan búnað til ríkis­stjórna um heim allan sem nýta tæknina til að fremja mann­rétt­inda­brot.

Í útskýr­ingum stjórn­valda og fyrir­tækja sem fram­leiða þennan njósna­búnað kemur fram að honum sé einungis beint gegn einstak­lingum sem brotið hafa af sér eða framið hryðju­verk. En sann­leik­urinn er sá að einstak­lingar sem berjast fyrir mann­rétt­indum, þar með talið starfs­fólk Amnesty Internati­onal hafa sætt sams­konar eftir­liti.

Stjórn­völd í Marokkó, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum hafa stundað njósnir með ólög­mætum hætti um aðgerða­sinna og almenna borgara. Þrátt fyrir að þetta sé vitað heldur alþjóða­sam­fé­lagið áfram að leyfa viðskipti á tækni­búnaði af þessu tagi til landa sem notað hafa njósna­búnað til mann­rét­inda­brota.

Stöðva verður útflutning á njósna­búnaði til yfir­valda sem nota hann með ólög­mætum hætti.

Fyrrum sérfræð­ingur Sameinuðu þjóð­anna um skoðana- og tján­ing­ar­frelsi hefur kallað eftir alþjóð­legu banni á sölu og notkun njósna­bún­aðar af þessu tagi þar til almennur alþjóð­legur lagarammi verður að veru­leika sem verndar mann­rétt­inda­sinna og almenna borgara gegn misbeit­ingu þess­arar tækni.

Nú reynir á samtaka­mátt alþjóða­sam­fé­lagsins að vernda mann­rétt­inda­sinna gegn ólög­mætu eftir­liti.

Krefstu þess að:

• Yfir­völd tryggi að þessari tækni verði ekki beitt með ólög­mætum hætti gegn mann­rétt­inda­sinnum og almennum borg­urum.
• hætt sé að selja eftir­lits­búnað til ríkja eins og Marokkó þar sem mikil hætta er á að búnað­urinn sé notaður til að fremja mann­rétt­inda­brot.
• ríkis­stjórnir víða um heim beiti sér fyrir tíma­bundnu banni á sölu, flutn­ingi og notkun njósna­bún­aðar.

Með undir­skrift þinni þrýstir þú á stjórn­völd á heimsvísu að bregðast við þessum kröfum og vernda mann­rétt­inda­sinna um heim allan.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.

Kína

Fjöldahandtökur í Xinjiang

Í Xinjiang, sem er kínverskt sjálfstjórnarhérað Úígúra, eru að minnsta kosti 120 einstaklingar úr múslímskum minnihlutahópum í fangelsi án réttlátrar málsmeðferðar eða í fangabúðum. Skrifaðu undir og krefstu þess að kínversk stjórnvöld leysi þennan hóp fólks í Xinjiang-héraði úr haldi.

Sri Lanka

Stöðvum aðför að friðsömum mótmælendum í Srí Lanka

Á meðan efnahagskreppa og erfiðleikar dynja yfir Srí Lanka hafa yfirvöld þar í landi beitt harkalegum aðgerðum gegn mótmælum og skrímslavætt mótmælendur. Ranil Wickremesinghe, forseti Sri Lanka, verður samstundis að hætta að kúga, ógna og refsa friðsömum mótmælendum.

Rússland

Mannréttindalögfræðingar sviptir málflutningsleyfi

Rússnesk yfirvöld afturkölluðu málflutningsleyfi Lilya Gemedzhi, Rustem Kyamilev og Nazim Sheikhmambetov í refsingarskyni vegna mannréttindastarfa lögfræðinganna í þágu aðgerðasinna af þjóðarbroti Tatara á Krímskaganum. Skrifaðu undir ákall um að svipting málflutningsleyfi þeirra verði afturkölluð.

Bandaríkin

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs. 

Katar

Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandverkafólks

Fyrir tilstuðlan farandverkafólks getur draumur Katar um að halda heimsmeistaramótið í fótbolta orðið að veruleika. FIFA ber skylda til að bregðast við og nota áhrif sín til að hvetja Katar til að vernda farandverkafólk. Þrátt fyrir að einhver árangur hefur náðst er enn langt í land. Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandsverkafólks!

Rússland

Stöðvið árásina og verndið almenning í Úkraínu

Hörmungar og mannréttindaneyð dynur á Úkraínubúum. Nú þegar hafa fullorðnir og börn látið lífið og líf fleiri þúsunda eru í hættu. Krefstu þess að rússnesk yfirvöld stöðvi þessa árás og verndi almenna borgara núna strax!

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.