Gríptu til aðgerða — bréf þitt bjargar lífi!

Það er erfitt að hunsa milljónir bréfa

Kaupa frímerki

Bréf til bjargar lífi

Alþjóðleg herferð þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim

Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríð­andi mál einstak­linga sem beittir eru alvar­legum órétti. Þannig söfnum við millj­ónum undir­skrifta og mögnum saman þrýsting á stjórn­völd víða um heim sem brjóta mann­rétt­indi.

Látum ljós okkar skína á þolendur mann­rétt­inda­brota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstak­linga og heiminn allan, hver undir­skrift skiptir máli!

86%
  • Bréf send 60,057
  • Markmið 70.000

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Egyptaland

Numinn brott á götu og hvarf

Ibrahim Ezz El-Din rannsakar mannréttindabrot í Kaíró í Egyptalandi. Fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn umkringdu hann og handtóku í júní 2019. Fjölskylda Ibrahim hefur engar upplýsingar um hvað varð um hann.

Filippseyjar

Berst fyrir samfélag sitt

Marinel lifði af fellibylinn Yolanda sem reið yfir Filippseyjar þann 13. nóvember árið 2013. Marinel, fjölskylda hennar og þúsundir annarra sem misstu heimili sín í fellibylnum, þurfa nægilegt fæði, vatn, húsnæði, rafmagn og salernisaðstöðu.

Grikkland

Ákærð fyrir að bjarga mannslífum

Sarah Mardini og Seán Binder eiga yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm fyrir að bjarga flóttafólki við strendur Grikklands. Þau eru sökuð um njósnir, smygl á fólki og að tilheyra glæpasamtökum.

Hvíta-Rússland

Unglingur í fangelsi þráir frelsið

Emil Ostrovko var 17 ára gamall þegar hann var dæmdur í tíu ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi. Hann var handtekinn við sendlastörf árið 2018 en vinnuveitandi hans fól honum að afhenda pakka sem að hans sögn innihélt aðeins löglega reyktóbaksblöndu.

Kína

Slitinn frá fjölskyldu sinni

Yiliyasijiang Reheman og kona hans Mairinisha Abuduaini áttu von á sínu öðru barni þegar hans var saknað. Mairinisha telur að eiginmaður hennar sé á meðal milljón múslima sem er haldið í leynilegum búðum í Kína.

Mexíkó

Frumbyggjastrákur pyndaður

José Adrián var á heimleið úr skólanum þegar lögreglan réðst á hann og handtók. Hann var aðeins 14 ára. Lögreglan lét José Adrián hanga í handjárnum á lögreglustöðinni og barði hann. Hann var aðeins leystur úr haldi eftir að foreldrar hans voru þvingaðir til að borga sekt.

Nígería

Skotinn fyrir að verja heimili sitt

Nasu Abdulaziz berst fyrir rétti sínum til heimilis í Nígeríu. Vopnaðir menn með jarðýtur mættu fyrirvaralaust inn í hverfið hans í Lagos árið 2017. Hús voru brennd og rifin, byssuskotum hleypt af og lífsviðurværi íbúanna lagt í rúst.

Suður-Súdan

Dæmdur til dauða 15 ára

Magai Matiop Ngong var 15 ára gagnfræðaskólanemi þegar hann var dæmdur til dauða með hengingu. Hann fékk ekki lögfræðing sér til aðstoðar fyrr en eftir réttarhöldin. Hann heldur í vonina um áfrýjun dauðadómsins og að halda skólagöngu sinni áfram.

»Fyrir hönd Istanbúl 10-hópsins vil ég þakka ykkur öllum fyrir aðgerðir ykkar til að kalla eftir lausn okkar. Ég er svo innilega þakklát. Án aðgerða ykkar værum við ekki hér í dag. Takk fyrir, takk fyrir, takk fyrir.«

Idil Eser
Framkvæmdastjóri Amnesty International í Tyrklandi. Hún var ein af 10 mannréttindafrömuðum, Istanbúl 10, sem voru handteknir í júlí 2017. Öll úr hópnum eru nú laus úr fangelsi.

»Mínar innilegustu þakkir til allra sem sendu mér fjöldann allan af bréfum hvaðanæva úr heiminum. Þessar aðgerðir veittu mér styrk í fangelsinu.«

Taner Kılıç
Formaður Amnesty International í Tyrklandi. Hann sat í rúmt ár í fangelsi vegna mannréttindastarfa sinna en var leystur úr haldi í ágúst 2018.

»Vegna alþjóðlegrar athygli hefur dregið úr árásum, svívirðingum og mannréttindabrotum af hálfu lögreglunnar í minn garð. Þakkir til ykkar allra sem skrifuðu mér til stuðnings. Ötull stuðningur ykkar hefur ekki aðeins kom mér til hjálpar heldur einnig eflt mannréttindi í Kína.«

Ni Yulan
Baráttukona fyrir mannréttindum í Kína.

»Ég er svo óendanlega þakklát öllu því fólki, hvaðanæva úr heiminum, sem hefur sýnt mér samkennd og góðvild og virkilega lagt sig fram um að styðja mig.«

Atena Daemi
Atena Daemi, sem var fangelsuð fyrir að dreifa bæklingum þar sem dauðarefsingin var harðlega gagnrýnd, hefur þurft að þola líkamlegt ofbeldi á meðan hún hefur setið í fangelsi. Hún þurfti nauðsynlega á sértækri læknisþjónustu að halda og þökk sé yfir 700 þúsund undirskriftum einstaklinga um heim allan hefur henni nú verið veitt sú meðferð sem á þurfti að halda.

»Ég er þakklát fyrir þann stuðning og samstöðu sem ég hef notið af hálfu aðgerðasinna Amnesty International, aðgerðasinnum sem stendur ekki á sama um réttindi okkar hér í Kirgistan þrátt fyrir að vera annars staðar frá«

Gulzar Duishenova
Gulzar Duishenova hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun í heimalandi sínu. Í mars 2019 fékk hún umbun erfiðis síns þegar Kirgistan undirritaði loks samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

»Vitandi af þessum mikla alþjóðlega hlýhug hjálpar mér að fara fram úr rúminu á morgnana. - Monica Benicio, sambýliskona Marielle.«

Marielle Franco
Í mars 2019 voru tveir fyrrum lögreglumenn handteknir fyrir morðið á Marielle Franco, stjórnmálakonu og málsvara þeirra allra fátækustu í Brasilíu. Handtökurnar marka lítið skref í átt að réttlæti.

Íran

16 ára fangelsisdómur fyrir að mótmæla löggjöf um höfuðslæðu

Yasaman Ayani storkaði lögum um höfuðslæðu í Íran með ögrandi gjörningi. Yasaman og móðir hennar gengu með hárið óhulið um lestarvagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman var dæmd í 16 ára fangelsi í kjölfarið.

Kanada

Kvikasilfurseitrun á uppvaxtarárum

Íbúar Grassy Narrows-samfélagsins urðu illa fyrir barðinu á kvikasilfurseitrun eftir að stjórnvöld á 7. áratugnum leyfðu verksmiðju að losa 10 tonn af úrgangi út í ána á svæðinu. Skaðlegra áhrifa þess á heilsu íbúanna gætir enn í dag.

30. nóvember til 2. desember

Ljósainnsetning við Hallgrímskirkju

Annað árið í röð stendur Íslands­deild Amnesty Internati­onal fyrir stærstu gagn­virku ljósainn­setn­ingu á Íslandi – Lýstu upp myrkrið í samstarfi við Serious Business Agency og lista­manninn Jamie Reyes frá Venesúela.

Í ár fer ljósainn­setn­ingin fram dagana 30. nóvember til 2. desember frá kl. 17 til 22. Markmið þessa einstaka viðburðar er að skapa víðtæka vitund­ar­vakn­ingu meðal almenn­ings á Íslandi um hvernig má með einföldum hætti tendra ljós gegn myrkrinu sem mann­rétt­inda­brot eru og dreifa boðskapnum.

Hér er á ferð­inni einstakt sjón­arspil töfr­andi ljósa­flaums í þágu þeirra sem beittir eru grófum órétti og þú getur tekið þátt í sjón­arspilinu með beinum hætti.

Ekki láta þennan viðburð framhjá þér fara!

Bréf til bjargar lífi dagana 3.-16. desember

Viðburðir um land allt

Á hverju ári á aðvent­unni tekur fjöldi einstak­linga höndum saman, og skipu­leggur viðburði í sínu sveita­fé­lagi til stuðn­ings þolendum mann­rétt­inda­brota.

Tilgang­urinn er að skapa nota­lega stund um jóla­leytið þar sem fólk kemur saman, kynnir sér mál einstak­linga sem sæta mann­rétt­inda­brotum og setur nafn sitt á aðgerða­kort til stjórn­valda til að þrýsta á umbætur.

Raun­veru­legar breyt­ingar á lífi þolenda mann­rétt­inda­brota eiga sér stað á hverju ári vegna þessara aðgerða. Samviskufangar eru leystir úr haldi, fangar hljóta mann­úð­legri meðferð, þolendur pynd­inga sjá rétt­lætinu full­nægt og fangar á dauða­deild eru náðaðir eða ómann­úð­legri löggjöf er breytt.

Vilt þú skipu­leggja viðburð? Íslands­deild Amnesty Internati­onal sendir skipu­leggj­endum allt aðgerð­ar­efni og stendur straum af send­ing­ar­kostnaði.

Skrá mig sem skipuleggjanda