Gríptu til aðgerða — bréf þitt bjargar lífi!

Það er erfitt að hunsa milljónir bréfa

Kaupa frímerki

Bréf til bjargar lífi

Alþjóðleg herferð þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim

Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríð­andi mál einstak­linga sem beittir eru alvar­legum órétti. Þannig söfnum við millj­ónum undir­skrifta og mögnum saman þrýsting á stjórn­völd víða um heim sem brjóta mann­rétt­indi.

Látum ljós okkar skína á þolendur mann­rétt­inda­brota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstak­linga og heiminn allan, hver undir­skrift skiptir máli!

86%
  • Bréf send 60,047
  • Markmið 70.000

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kirgistan

Berst fyrir réttindum fólks með fötlun

Gulzar Duishenova er baráttukona. Drifkraftur hennar er að tryggja að fólk með fötlun fái að lifa lífinu með reisn. Hún verður daglega fyrir mismunun í samfélagi þar sem konur eiga ekki að hafa hátt og litið er á fólk með fötlun sem „ónytjunga“.

Indland

Hrelld fyrir að standa upp í hárinu á stórfyrirtækjum

Pavitri Manjhi tilheyrir samfélagi frumbyggja sem á það á hættu að verða rekið af landi sínu til að rýma til fyrir 2 orkuverum. Pavitri stofnaði samtök sem lögðu fram næstum 100 kvartanir. Nú verður hún fyrir hótunum.

Venesúela

Ofsótt fyrir að valdefla ungt fólk

Geraldine Chacón aðstoðar við valdeflingu ungs fólks í heimabyggð sinni og hvetur það til að verja réttindi sín. Hún er hins vegar hundelt af yfirvöldum fyrir það eitt að reyna að bæta lífið í landi sínu.

Kenía

Rekin með valdi af landi forfeðra sinna

Skógarverðir hafa kveikt í heimilum og neytt þúsundir af landi forfeðra Sengwer-fólksins. Einn karlmaður hefur verið skotinn til bana og annar særðist alvarlega.

Suður-Afríka

Áreitt fyrir að vernda land forfeðra sinna

Nonhle Mbuthuma leiðir baráttu fyrir samfélag sitt gegn námufyrirtæki sem vill vinna títaníum á landi forfeðra hennar. Hún er áreitt, henni hótað og hefur lifað af morðtilræði.

Marokkó

Hundelt fyrir að krefjast betra lífs!

Nawal Benaissa berst fyrir bættum mannréttindum í Marokkó, þar sem margir íbúar upplifa afskiptaleysi af hálfu stjórnvalda. Hún hefur sætt árásum af hálfu stjórnvalda og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að „hvetja til lögbrota“

»Fyrir hönd Istanbúl 10-hópsins vil ég þakka ykkur öllum fyrir aðgerðir ykkar til að kalla eftir lausn okkar. Ég er svo innilega þakklát. Án aðgerða ykkar værum við ekki hér í dag. Takk fyrir, takk fyrir, takk fyrir.«

Idil Eser
Framkvæmdastjóri Amnesty International í Tyrklandi. Hún var ein af 10 mannréttindafrömuðum, Istanbúl 10, sem voru handteknir í júlí 2017. Öll úr hópnum eru nú laus úr fangelsi.

»Það er Amnesty International og öðrum alþjóðlegum samtökum að þakka að við erum enn á lífi. Við þökkum fyrir stuðninginn. Hann veitir okkur styrk og kjark til að halda áfram baráttu okkur til að verja mannréttindi og umhverfið.«

MILPAH, hreyfing frumbyggja í Hondúras
Hreyfingin berst fyrir því að verja land sitt gegn ágangi stórfyrirtækja

»Mínar innilegustu þakkir til allra sem sendu mér fjöldann allan af bréfum hvaðanæva úr heiminum. Þessar aðgerðir veittu mér styrk í fangelsinu.«

Taner Kılıç
Formaður Amnesty International í Tyrklandi. Hann sat í rúmt ár í fangelsi vegna mannréttindastarfa sinna en var leystur úr haldi í ágúst 2018.

»Það var mikill heiður fyrir mig að mál mitt var valið fyrir Bréf til bjargar lífi og að þekkja fólk eins og ykkur sem fordæmir óréttlæti af hálfu yfirvalda og stjórnvalda. Þið færðuð mér mikla gleði sem yljaði mér um hjartarætur. Kærar þakkir.«

Mahadine
Aðgerðasinni á netinu í Tsjad. Hann var 18 mánuði í fangelsi fyrir upplognar sakir. Hann var leystur úr haldi í apríl 2018.

»Vegna alþjóðlegrar athygli hefur dregið úr árásum, svívirðingum og mannréttindabrotum af hálfu lögreglunnar í minn garð. Þakkir til ykkar allra sem skrifuðu mér til stuðnings. Ötull stuðningur ykkar hefur ekki aðeins kom mér til hjálpar heldur einnig eflt mannréttindi í Kína.«

Ni Yulan
Baráttukona fyrir mannréttindum í Kína.

Íran

Fangelsuð fyrir að berjast gegn dauðarefsingunni

Atena Daemi hefur verið ötul í baráttunni gegn dauðarefsingunni í Íran. Hún skrifaði stöðufærslur á samfélagsmiðlum, dreifði bæklingum og tók þátt í friðsamlegum mótmælum. Hún var dæmd í sjö ára fangelsi.

Egyptaland

Handtekin fyrir að tjá sig um kynferðisáreitni

Þann 9. maí síðastliðinn birti Amal Fathy vídeó á Facebook þar sem hún deildi reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, vakti athygli á umfangi vandans í Egyptalandi og gagnrýndi stjórnvöld fyrir að vernda ekki konur. Hún var handtekin í kjölfarið.

30. nóvember til 2. desember

Ljósainnsetning við Hallgrímskirkju

Annað árið í röð stendur Íslands­deild Amnesty Internati­onal fyrir stærstu gagn­virku ljósainn­setn­ingu á Íslandi – Lýstu upp myrkrið í samstarfi við Serious Business Agency og lista­manninn Jamie Reyes frá Venesúela.

Í ár fer ljósainn­setn­ingin fram dagana 30. nóvember til 2. desember frá kl. 17 til 22. Markmið þessa einstaka viðburðar er að skapa víðtæka vitund­ar­vakn­ingu meðal almenn­ings á Íslandi um hvernig má með einföldum hætti tendra ljós gegn myrkrinu sem mann­rétt­inda­brot eru og dreifa boðskapnum.

Hér er á ferð­inni einstakt sjón­arspil töfr­andi ljósa­flaums í þágu þeirra sem beittir eru grófum órétti og þú getur tekið þátt í sjón­arspilinu með beinum hætti.

Ekki láta þennan viðburð framhjá þér fara!

Bréf til bjargar lífi dagana 3.-16. desember

Viðburðir um land allt

Á hverju ári á aðvent­unni tekur fjöldi einstak­linga höndum saman, og skipu­leggur viðburði í sínu sveita­fé­lagi til stuðn­ings þolendum mann­rétt­inda­brota.

Tilgang­urinn er að skapa nota­lega stund um jóla­leytið þar sem fólk kemur saman, kynnir sér mál einstak­linga sem sæta mann­rétt­inda­brotum og setur nafn sitt á aðgerða­kort til stjórn­valda til að þrýsta á umbætur.

Raun­veru­legar breyt­ingar á lífi þolenda mann­rétt­inda­brota eiga sér stað á hverju ári vegna þessara aðgerða. Samviskufangar eru leystir úr haldi, fangar hljóta mann­úð­legri meðferð, þolendur pynd­inga sjá rétt­lætinu full­nægt og fangar á dauða­deild eru náðaðir eða ómann­úð­legri löggjöf er breytt.

Vilt þú skipu­leggja viðburð? Íslands­deild Amnesty Internati­onal sendir skipu­leggj­endum allt aðgerð­ar­efni og stendur straum af send­ing­ar­kostnaði.

Skrá mig sem skipuleggjanda