Baráttukona fyrir mannréttindum í Egyptalandi

Handtekin fyrir að tjá sig um kynferðisáreitni

Þann 9. maí síðast­liðinn birti Amal Fathy mynd­band á Face­book þar sem hún deildi reynslu sinni af kynferð­is­legri áreitni, vakti athygli á umfangi vandans í Egyptalandi og gagn­rýndi stjórn­völd fyrir að vernda ekki konur. Hún gagn­rýndi einnig stjórn­völd fyrir atlögu þeirra að mann­rétt­indum, bág kjör í landinu og lélega opin­bera þjón­ustu.

Í kjöl­farið var hún hand­tekin. Lögreglan réðst inn á heimili hennar að nóttu til þann 11. maí, handtók Amal og færði á lögreglu­stöð í Kaíró ásamt með manni hennar, Mohamed Lofty, og þriggja ára barni þeirra. Hann er fyrr­ver­andi  rann­sak­andi hjá Amnesty Internati­onal og núver­andi fram­kvæmda­stjóri Egypsku mann­rétt­inda­nefnd­ar­innar. Mohamed og barnið voru látin laus úr haldi þremur klukku­stundum síðar.

Saksókn­arar skoðuðu mál hennar samdægurs og úrskurðuðu að henni skyldi haldið í varð­haldi í fimmtán daga í tengslum við rann­sókn á ákæru fyrir að „birta  mynd­band sem inni­heldur falskar fréttir og gæti raskað almanna­reglu“. Daginn eftir var hún yfir­heyrð vegna meintra tengsla við ungmenna­hreyf­inguna 6. apríl og úrskurðuð í frekara varð­hald vegna meintra tengsla við bann­aðan hóp í Egyptalandi.

Amnesty Internati­onal telur hana samviskufanga, sem haldið sé eingöngu vegna frið­sam­legrar tján­ingar skoðana sinna.

Krefðu stjórn­völd í Egyptalandi um að leysa Amal Fathy úr haldi strax

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kirgistan

Berst fyrir réttindum fólks með fötlun

Gulzar Duishenova er baráttukona. Drifkraftur hennar er að tryggja að fólk með fötlun fái að lifa lífinu með reisn. Hún verður daglega fyrir mismunun í samfélagi þar sem konur eiga ekki að hafa hátt og litið er á fólk með fötlun sem „ónytjunga“.

Indland

Hrelld fyrir að standa upp í hárinu á stórfyrirtækjum

Pavitri Manjhi tilheyrir samfélagi frumbyggja sem á það á hættu að verða rekið af landi sínu til að rýma til fyrir 2 orkuverum. Pavitri stofnaði samtök sem lögðu fram næstum 100 kvartanir. Nú verður hún fyrir hótunum.

Venesúela

Ofsótt fyrir að valdefla ungt fólk

Geraldine Chacón aðstoðar við valdeflingu ungs fólks í heimabyggð sinni og hvetur það til að verja réttindi sín. Hún er hins vegar hundelt af yfirvöldum fyrir það eitt að reyna að bæta lífið í landi sínu.

Kenía

Rekin með valdi af landi forfeðra sinna

Skógarverðir hafa kveikt í heimilum og neytt þúsundir af landi forfeðra Sengwer-fólksins. Einn karlmaður hefur verið skotinn til bana og annar særðist alvarlega.

Suður-Afríka

Áreitt fyrir að vernda land forfeðra sinna

Nonhle Mbuthuma leiðir baráttu fyrir samfélag sitt gegn námufyrirtæki sem vill vinna títaníum á landi forfeðra hennar. Hún er áreitt, henni hótað og hefur lifað af morðtilræði.

Marokkó

Hundelt fyrir að krefjast betra lífs!

Nawal Benaissa berst fyrir bættum mannréttindum í Marokkó, þar sem margir íbúar upplifa afskiptaleysi af hálfu stjórnvalda. Hún hefur sætt árásum af hálfu stjórnvalda og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að „hvetja til lögbrota“

Íran

Fangelsuð fyrir að berjast gegn dauðarefsingunni

Atena Daemi hefur verið ötul í baráttunni gegn dauðarefsingunni í Íran. Hún skrifaði stöðufærslur á samfélagsmiðlum, dreifði bæklingum og tók þátt í friðsamlegum mótmælum. Hún var dæmd í sjö ára fangelsi.

Egyptaland

Handtekin fyrir að tjá sig um kynferðisáreitni

Þann 9. maí síðastliðinn birti Amal Fathy vídeó á Facebook þar sem hún deildi reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, vakti athygli á umfangi vandans í Egyptalandi og gagnrýndi stjórnvöld fyrir að vernda ekki konur. Hún var handtekin í kjölfarið.