Baráttukona fyrir mannréttindum í Venesúela


Ofsótt fyrir að valdefla ungt fólk

Geraldine Chacón hefur ávallt viljað verja aðra. Þegar hún var níu ára dreymdi hana um að verða lögfræð­ingur. Fjórtán ára studdi hún ungl­iða­hreyf­ingu á vegum yfir­valda í heima­byggð sinni og á háskóla­árum sínum stofnaði hún aðgerðahóp innan Amnesty Internati­onal sem barðist fyrir breyt­ingum. Eins og móðir hennar segir, „hún [Geraldine] barðist gegn öllu órétt­læti sem varð á vegi hennar“.

Þessi ástríða Geraldine varð hvatinn að vinnu hennar fyrir samtök sem vald­efla ungt fólk á nokkrum af fátæk­ustu svæðum Karakas, heima­byggðar hennar. Í febrúar 2018 hand­tóku vopn­aðir embætt­is­menn þessa ungu baráttu­konu á heimili hennar.

Yfir­völd bendluðu hana rang­lega við „andspyrnu­hópa“ sem þau ásaka um að skipu­leggja ofbeld­is­fullar kröfu­göngur gegn stjórn­völdum. Ofsóknir yfir­valda á hendur Geraldine eru í reynd hluti af viða­mik­illi herferð stjórn­valda gegn öllum þeim sem gagn­rýna þau og reyna að verja mann­rétt­indi lands­manna í því kreppu­ástandi sem nú ríkir í Venesúela.

Að lokinni fjög­urra mánaða fanga­vist við skelfi­legar aðstæður var Geraldine skil­orðs­bundið leyst úr haldi í júní árið 2018. Hún getur ekki farið úr landi og mál hennar er enn opið svo hún á á hættu að vera hand­tekin hvenær sem er án nokk­urrar ástæðu. Geraldine, ásamt fjölda annarra aðgerða­sinna, sætir daglegum ógnunum fyrir það eitt að reyna að bæta lífið í landi sínu.

Krefðu stjórn­völd í Venesúela um að hætta án tafar að áreita Geraldine

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kirgistan

Berst fyrir réttindum fólks með fötlun

Gulzar Duishenova er baráttukona. Drifkraftur hennar er að tryggja að fólk með fötlun fái að lifa lífinu með reisn. Hún verður daglega fyrir mismunun í samfélagi þar sem konur eiga ekki að hafa hátt og litið er á fólk með fötlun sem „ónytjunga“.

Indland

Hrelld fyrir að standa upp í hárinu á stórfyrirtækjum

Pavitri Manjhi tilheyrir samfélagi frumbyggja sem á það á hættu að verða rekið af landi sínu til að rýma til fyrir 2 orkuverum. Pavitri stofnaði samtök sem lögðu fram næstum 100 kvartanir. Nú verður hún fyrir hótunum.

Venesúela

Ofsótt fyrir að valdefla ungt fólk

Geraldine Chacón aðstoðar við valdeflingu ungs fólks í heimabyggð sinni og hvetur það til að verja réttindi sín. Hún er hins vegar hundelt af yfirvöldum fyrir það eitt að reyna að bæta lífið í landi sínu.

Kenía

Rekin með valdi af landi forfeðra sinna

Skógarverðir hafa kveikt í heimilum og neytt þúsundir af landi forfeðra Sengwer-fólksins. Einn karlmaður hefur verið skotinn til bana og annar særðist alvarlega.

Suður-Afríka

Áreitt fyrir að vernda land forfeðra sinna

Nonhle Mbuthuma leiðir baráttu fyrir samfélag sitt gegn námufyrirtæki sem vill vinna títaníum á landi forfeðra hennar. Hún er áreitt, henni hótað og hefur lifað af morðtilræði.

Marokkó

Hundelt fyrir að krefjast betra lífs!

Nawal Benaissa berst fyrir bættum mannréttindum í Marokkó, þar sem margir íbúar upplifa afskiptaleysi af hálfu stjórnvalda. Hún hefur sætt árásum af hálfu stjórnvalda og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að „hvetja til lögbrota“

Íran

Fangelsuð fyrir að berjast gegn dauðarefsingunni

Atena Daemi hefur verið ötul í baráttunni gegn dauðarefsingunni í Íran. Hún skrifaði stöðufærslur á samfélagsmiðlum, dreifði bæklingum og tók þátt í friðsamlegum mótmælum. Hún var dæmd í sjö ára fangelsi.

Egyptaland

Handtekin fyrir að tjá sig um kynferðisáreitni

Þann 9. maí síðastliðinn birti Amal Fathy vídeó á Facebook þar sem hún deildi reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, vakti athygli á umfangi vandans í Egyptalandi og gagnrýndi stjórnvöld fyrir að vernda ekki konur. Hún var handtekin í kjölfarið.