Danmörk

Danmörk: Ekki senda flóttafólk aftur til Sýrlands

Danmörk leggur hundruð flótta­fólks í hættu með því að senda það aftur til Sýrlands. Dönsk yfir­völd stað­hæfa að höfuð­borgin Damaskus og nágrenni hennar séu örugg svæði í Sýrlandi. Þrátt fyrir að loft­árásir og átök séu hætt á sumum svæðum, vofir enn hætta yfir þar sem sann­anir eru fyrir því að pynd­ingar, þvinguð manns­hvörf og varð­haldsvist eigi sér enn stað í landinu. Dönskum yfir­völdum er skylt að vernda sýrlenskt flótta­fólk og verða að hætta við endur­send­ingar flótta­fólks til Sýrlands.

Danmörk breytti stefnu sinni árið 2019 í málefnum flótta­fólks. Áður var stefnan sú að styðja aðlögun flótta­fólks en nú er mark­miðið að senda burt flótta­fólk með öllum tiltækum ráðum. Yfir­lýst markmið forsæt­is­ráð­herra Danmerkur, Mette Fredriksen er að losna við allt flótta­fólk úr landinu. Dönsk stjórn­völd hafa því á síðast­liðnum tveimur árum hraðað endur­skoðun á land­vist­ar­leyfi 900 einstak­linga frá Sýrlandi.

Þrjátíu og níu sýrlend­ingar hafa þegar verið sviptir land­vist­ar­leyfi og komið fyrir á miðstöð fyrir endur­send­ingar þar sem þeim er meinað að vinna eða sækja sér menntun. Þar bíður fólkið í mikilli óvissu fjarri fjöl­skyldum sínum, samfé­lagi, skólum eða vinna­stöðum, þangað til að mögu­legri brott­vísun kemur. Dönsk stjórn­völd geta ekki sent fólkið til Sýrlands þar sem ekkert stjórn­mála­sam­band er milli land­anna og er líf flótta­fólksins því í algjörri biðstöðu.

Sýrlend­ing­unum er haldið við óvið­un­andi aðstæður með það að mark­miði að þvinga fram samþykki þeirra til að flytja sjálf­viljug til baka. Þetta er ólögmæt þving­un­ar­að­gerð samkvæmt alþjóða­lögum.

Sýrland er langt frá því að vera öruggt land. Borg­arar sem snúa aftur á svæði undir stjórn sýrlenska ríkisins þurfa að fá heimild sem felur meðal annars í séryf­ir­heyrslu af hálfu sýrlensku örygg­is­sveit­ar­innar. Örygg­is­sveit Sýrlands ber ábyrgð á víðtækum og skipu­lögðum mann­rétt­inda­brotum, þar á meðal pynd­ingum, þving­uðum mann­hvörfum og aftökum án dóms og laga.

Sýrlenska flótta­fólkið flúði til Danmerkur til að forðast átök og ofsóknir. Það er ótækt að því sé skipað að snúa aftur í hættuna sem það flúði. Sýrlenska flótta­fólkið þarf á vernd að halda.

Þrýstu á utan­rík­is­ráð­herra Danmerkur, Mathias Tesfaye, um að snúa við ákvörð­unum um endur­send­ingar sýrlensks flótta­fólks og endur­nýja land­vist­ar­leyfi þeirra.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Danmörk

Danmörk: Ekki senda flóttafólk aftur til Sýrlands

Dönsk yfirvöld staðhæfa að höfuðborgin Damaskus og nágrenni hennar séu örugg svæði í Sýrlandi. Þrátt fyrir að loftárásir og átök séu hætt á sumum svæðum, vofir enn hætta yfir þar sem sannanir eru fyrir því að pyndingar, þvinguð mannshvörf og varðhaldsvist eigi sér enn stað í landinu. Dönskum yfirvöldum er skylt að vernda sýrlenskt flóttafólk og verða að hætta við endursendingar flóttafólks til Sýrlands. Sýrlenska flóttafólkið flúði til Danmerkur til að forðast átök og ofsóknir. Það er ótækt að því sé skipað að snúa aftur í hættuna sem það flúði. Sýrlenska flóttafólkið þarf á vernd að halda. Þrýstu á utanríkisráðherra Danmerkur, Mathias Tesfaye, um að snúa við ákvörðunum um endursendingar sýrlensks flóttafólks og endurnýja landvistarleyfi þeirra.

Bandaríkin

Bandaríkin: Fordæmið aðgerðir Ísraels

Bandaríkin verða að þrýsta á Ísrael að takast á við rót vandans og binda enda á mannréttindabrot og óréttlæti. Það er tími til kominn að þrýst sé á Ísrael að takast á við rót vandans á svæðinu, nú þegar heimurinn horfir á stigvaxandi átök milli Ísraels og hernumdu svæða Palestínu. Rót vandans á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað núna er kerfisbundin mismunun, eignarsvipting og nauðungarflutningar sem Palestínubúar hafa þurft að þola af hálfu Ísraels.

Gvatemala

Gvatemala: Frelsið umhverfisverndarsinnann Bernardo Caal

Bernardo Caal Xol var sviptur frelsi fyrir tveimur árum síðan. Hann er ranglega fangelsaður vegna friðsamlegra aðgerða hans til að vernda landsvæði í Alta Verapaz sem er í norðurhluta Gvatemala. Bernardo er samviskufangi og á ekki að vera sviptur frelsi sínu fyrir að mótmæla ágangi gegn náttúrunni með friðsömum hætti. Krefstu þess að ríkissaksóknari grípi til viðeigandi aðgerða til að leysa Bernardo úr haldi og rannsaka hverjir áttu þátt í ólögmætri handtöku hans.

Nígería

Nígería: Aðgerðasinnar í haldi 

Aðgerðasinnarnir Larry Emmanuel og Victor Anene Udoka mótmæltu spillingu og bágri stöðu mannréttinda í Nígeríu þann 5. apríl síðastliðinn og hafa verið í ólögmætu varðhaldi síðan. Þeir eru í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt og rétt sinn til að mótmæla með friðsömum hætti. Skrifaðu undir og krefstu þess að Larry Emmanuel og Victor Anene Udoka verði tafarlaust látnir lausir án skilyrða.

Rússland

Rússland: Frelsið Aleksei Navalny

Heilsu Aleksei Navalny fer hrakandi með hverjum degi á meðan hann er í fangelsi. Navalny hefur greint frá því að honum sé meinuð læknisaðstoð og meinaður svefn þar sem fangaverðir vekja hann á klukkutíma fresti á hverri nóttu. Rússlandi ber skylda til að virða og vernda rétt fanga til lífs og heilsu og vernda þá gegn pyndingum og annarri illri meðferð. Þrýstu á Vladimir Putin forseta Rússlands að leysa Aleksei Navalny tafarlaust úr haldi og tryggja að hann fái trausta læknisaðstoð á meðan hann er í fangelsi.

Alþjóðlegt

Amazon: Leyfið starfsfólki að ganga í stéttarfélag 

Í kórónuveirufaraldrinum hefur hagnaður netsölurisans Amazon aukist gríðarlega og forstjórinn Jeff Bezos telst nú með ríkustu mönnum heims. Á sama tíma er heilsu starfsfólks fyrirtækisins ógnað vegna óöruggra vinnuskilyrða á tímum faraldursins. Til að koma í veg fyrir að starfsfólki nýti rétt sinn til að mynda eða ganga í stéttarfélag hefur starfsfólk verið rekið eða ávítt í kjölfar kvartana út af skertum vinnuskilyrðum. Sýndu starfsfólki Amazon stuðning með undirskrift þinni. 

Bangladess

Bangladess: Gefum Róhingjum rödd

Kórónuveirufaraldurinn hefur gert aðstæður Róhingja í flóttamannabúðum Cox Bazar í Bangladess enn þungbærari. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert vegna tungumálaörðugleika, illrar meðferðar frá heilbrigðisstarfsfólki og ófullnægjandi aðgengi upplýsinga um þá heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða. Þrýstu á stjórnvöld í Bangladess og alþjóðasamfélagið að tryggja þátttöku Róhingja flóttafólks í ákvarðanatöku sem snýr að þeirra eigin lífi til að tryggt sé að mannréttindi þeirra séu vernduð.

Hondúras

Hondúras: Réttlætis krafist í morðmáli Bertu Cáceres

Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Intibucá í Hondúras. Berta Cáceres var hugrökk baráttukona fyrir mannréttindum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heimahaga sinna og náttúruauðlindanna sem þar finnast. Fyrir fjölskyldu Bertu verður réttlætinu ekki fullnægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sannleikurinn leiddur í ljós.

Kína

Kína: Leyfið fjölskyldusameiningu Úígúra

Aðför Kína gegn minnihlutahóp Úígúra í Xinjiang-héraði hefur leitt til þess að foreldrar hafa orðið viðskila við börn sín. Með þinni undirskrift getum við komið í veg fyrir aðskilnað barna frá foreldrum sínum. Saga þessarar fjölskyldu er ekki einstök. Foreldrar sem eru í minnihlutahóp Úígúra og búsettir erlendis þurftu mörg hver að skilja eitt eða fleiri börn eftir í umsjá ættingja í Xinjiang. Sumir þessara foreldra hafa svo komist að því að börnin hafa verið flutt nauðug á ríkisrekin munaðarleysingjahæli eða heimavistarskóla í kjölfarið af handtöku ættingjanna. Krefstu þess að kínversk stjórnvöld leyfi Úígúrum búsettum erlendis að fá börnin til sín.