Filippseyjar

Filippseyjar: Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mann­rétt­indasinninn Christina Palabay texta­skilaboð frá nafn­lausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mann­rétt­inda­sam­tök­unum Karapatan á Filipps­eyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukku­stundum áður var meðlimur Karapatan, Berna­dino Patigas, skotinn til bana í borg­inni Escal­ante í Negros-héraðinu í norðu­hluta Filipps­eyja.

Árið 2018 á að hafa verið gefinn út listi yfir mann­rétt­inda­sinna sem taka ætti af lífi og var Berna­dino Patigas annar mann­rétt­indasinninn sem hefur verið myrtur af þessm lista. Morðið á Patigas og hótanir í garð Palabay sýna fram á aukna hættu á því að berjast fyrir mann­rétt­indum á Filipps­eyjum.

Samkvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­unum Karapatan hafa að minnsta kosti fimmtíu bændur og mann­rétt­inda­sinnar verið myrtir í Negros-héraðinu frá því að Rodrigo Duerte var kjörinn forseti landsins í júlí 2016.

Stjórn­völd á Filipps­eyjum hafa mark­visst unnið að því að koma óorði á mann­rétt­inda­samtök þar í landi, þar á meðal Karapatan og hafa slík samtök sögð vera í forsvari fyrir Komm­ún­ista­flokk Filipps­eyja. Slíkur áróður og auknar hótanir stjórn­valda í garð mann­rétt­inda­sam­taka hafa leitt til þess að einstak­lingar verða fyrir áreitni, árásum og eru jafnvel myrt af óþekktum aðilum.

Mörg þessara mann­rétt­inda­sam­taka sem stjórn­völd tengja við Komm­ún­ista­flokk Filipps­eyja hafa verið gagn­rýnin á stefnu Duerte forseta í hinu svokallaða „stríði gegn eitur­lyfjum“ þar sem aftökur án dóms og laga hafa átt sér stað í þúsunda­tali á fólki grunað um neyslu eða sölu á vímu­efnum. Þessi ómann­úð­lega stefna bitnar verst á þeim fátæk­ustu í samfé­laginu.

Netákalls­fé­lagar krefjast þess að morð og morð­hót­anir á mann­rétt­inda­sinnum verði rann­sökuð strax og að mann­rétt­inda­sinnar séu vernd­aðir við störf sín á Filipps­eyjum!

Skrifaðu undir ákallið strax!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Palestína: Þrýstu á ísraelsk stjórnvöld að aflétta herkvínni á Gaza!

Alaa, sem er 21 árs, átti sér draum um að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar í alþjóðlegri hjólakeppni en hann á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Alaa hefur ekki tækifæri á að vera fulltrúi síns lands á alþjóðavettvangi vegna ástandsins á Gaza sem skerðir ferðafrelsi fólks eins og Alaa. Hann er einn af tveimur milljónum Palestínumanna sem hefur í 11 ár búið í herkví Ísraels á Gaza.

Filippseyjar

Filippseyjar: Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.

Sri Lanka

Sri Lanka: Aftaka þrettán fanga yfirvofandi!

Dauðarefsingu hefur ekki verið beitt á Sri Lanka í 43 ár en fréttir herma að forseti landsins Maithripala Sirisena sé að leggja drög að aftökum fanga á dauðadeild. Ekki er vitað hvort þessir einstaklingar hafi hlotið sanngjörn réttarhöld, haft aðgang að lögfræðingum eða átt kost á náðunaráfrýjun.

Danmörk

Danmörk: Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Bandaríkin

Bandaríkin: Fjölskyldur þurfa samkennd, ekki meira ofbeldi

Þúsundir einstaklinga frá Mið-Ameríku, fjölskyldur þar á meðal, neyðast til að flýja heimkynni sín og allt það sem er þeim kunnulegt og kært í leit að öryggi og betra lífi fyrir sig og börnin sín.