Hvíta-Rússland

Hvíta-Rússland: Raman Pratasevich og Sofia Sapega handtekin af öryggissveit Hvíta-Rússlands

Raman Prata­sevich, blaða­maður á flótta sem hefur gagn­rýnt ríkis­stjórnina, var hand­tekinn án dóms og laga 23. maí af stjórn­völdum í Hvíta-Rússlandi ásamt maka sínum Sofiu Sapega. Þau voru í flugi frá Aþenu til Vilníus þegar vélinni var beint í aðra átt og gert að lenda í Minsk.

Raman Prata­sevich var eftir­lýstur vegna „hryðju­verka“ fyrir vinnu sína sem blaða­maður. Ef dæmdur sekur getur hann átt yfir höfði sér 20 ára fang­elsis­vist.

Ásamt því að vera blaða­maður er Raman meðstofn­andi NEXTA, sjón­varps­stöðvar sem upplýsti áhorf­endur um friðsæl mótmæli gegn spilltum niður­stöðum í forseta­kosn­ingum í ágúst 2020. Síðan 2019 hefur hann búið erlendis vegna ótta um öryggi sitt. Hann var ákærður fyrir að skipu­leggja óreiðu meðal almenn­ings og að hvetja til haturs.

Hann var settur á lista landsins yfir hryðju­verka­fólk og varð þá fyrsti ríkis­borgari Hvíta-Rúss­lands til að vera á þeim lista. Þegar hann flaug yfir Hvíta-Rússlandi á leið sinni til Vilníus var vélinni gert að lenda vegna sprengju­hót­unar um borð. Eftir að vélin lenti þá voru Raman og Sofia hand­tekin af örygg­is­sveit Hvíta-Rúss­lands en vélin hélt svo leið sinni áfram fimm klst síðar. Prata­sevich á yfir höfði sér 20 ára fang­elsi og er einnig í mikilli hættu á að vera pynd­aður og hljóta illa meðferð.

Ákærur á hendur Sofiu eru óþekktar en engin gögn eru um að parið hafi fengið að hitta lögfræð­inga. Mynd­band hefur lekið þar sem Raman sést í herbergi með bólgið andlit og mar á enni. Þar segir hann að honum sé haldið í SIZO-1 fang­elsinu í Minsk en komið sé vel fram við hann og hann vinni með rann­sak­endum. Svona mynd­bönd eru vel þekkt í Hvíta-Rússlandi, þar sem játn­ingu er náð fram með pynd­ingum og þau birt til að ógna andstæð­ingum ríkis­stjórn­ar­innar.

Pynd­ingar og ill meðferð eru útbreidd í landinu og notuð gegn andstæð­ingum Alyaks­andr Lukashenka, sem segist hafa unnið kosn­ing­arnar í ágúst 2020. Eftir mótmæli sem brutust út eftir kosn­ing­arnar voru yfir 30 þúsund einstak­lingar hand­teknir eða sekt­aðir. Hundruð sögðu frá því að hafa verið pynduð. Nokkur hundruð hafa verið ákærð og mörg hafa hlotið langa fang­els­is­dóma í kjölfar órétt­látra rétt­ar­halda.

Krefstu þess að Raman og Sofia verði leyst úr haldi skil­yrð­is­laust og án tafa og að gripið verði til aðgerða til að stöðva illa meðferð þeirra.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Nígería

Nígería: Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórnvöld í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjónustufyrirtækjum að loka fyrir Twitter. Fjölmiðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikningum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tjáningarfrelsinu, fjölmiðlafrelsi og skerða aðgengi að upplýsingum. Friðsamir mótmælendur hafa mætt ofbeldisfullum aðgerðum af hálfu nígerískra yfirvalda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Hong Kong

Hong Kong: 64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðaröryggislög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skilgreiningin á „þjóðaröryggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tjáningar-og fundafrelsið og bæla niður alla stjórnarandstöðu. Nú þegar hafa 118 einstaklingar verið handteknir á grundvelli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi.

Alsír

Alsír: Verjum réttinn til að mótmæla

Alsírsk stjórnvöld nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að herja á aðgerðasinna, fangelsa stjórnarandstæðinga og þagga niður í fjölmiðlum. Það verður að leysa úr haldi alla einstaklinga sem er haldið fyrir það eitt að nýta sér rétt til tjáningar og friðsamlegra mótmæla. Það verður einnig að fella niður ákærur á hendur þeim. Skrifaðu undir ákall Amnesty International til verndar tjáningarfrelsinu í Alsír og krefstu þess að alsírsk stjórnvöld stöðvi varðhöld að geðþótta á Hirak-mómælendum og leysi friðsamlega mótmælendur tafarlaust úr haldi án skilyrða.