Hvíta-Rússland

Raman Pratasevich og Sofia Sapega handtekin af öryggissveit Hvíta-Rússlands

Raman Prata­sevich, blaða­maður á flótta sem hefur gagn­rýnt ríkis­stjórnina, var hand­tekinn án dóms og laga 23. maí af stjórn­völdum í Hvíta-Rússlandi ásamt maka sínum Sofiu Sapega. Þau voru í flugi frá Aþenu til Vilníus þegar vélinni var beint í aðra átt og gert að lenda í Minsk.

Raman Prata­sevich var eftir­lýstur vegna „hryðju­verka“ fyrir vinnu sína sem blaða­maður. Ef dæmdur sekur getur hann átt yfir höfði sér 20 ára fang­elsis­vist.

Ásamt því að vera blaða­maður er Raman meðstofn­andi NEXTA, sjón­varps­stöðvar sem upplýsti áhorf­endur um friðsæl mótmæli gegn spilltum niður­stöðum í forseta­kosn­ingum í ágúst 2020. Síðan 2019 hefur hann búið erlendis vegna ótta um öryggi sitt. Hann var ákærður fyrir að skipu­leggja óreiðu meðal almenn­ings og að hvetja til haturs.

Hann var settur á lista landsins yfir hryðju­verka­fólk og varð þá fyrsti ríkis­borgari Hvíta-Rúss­lands til að vera á þeim lista. Þegar hann flaug yfir Hvíta-Rússlandi á leið sinni til Vilníus var vélinni gert að lenda vegna sprengju­hót­unar um borð. Eftir að vélin lenti þá voru Raman og Sofia hand­tekin af örygg­is­sveit Hvíta-Rúss­lands en vélin hélt svo leið sinni áfram fimm klst síðar. Prata­sevich á yfir höfði sér 20 ára fang­elsi og er einnig í mikilli hættu á að vera pynd­aður og hljóta illa meðferð.

Ákærur á hendur Sofiu eru óþekktar en engin gögn eru um að parið hafi fengið að hitta lögfræð­inga. Mynd­band hefur lekið þar sem Raman sést í herbergi með bólgið andlit og mar á enni. Þar segir hann að honum sé haldið í SIZO-1 fang­elsinu í Minsk en komið sé vel fram við hann og hann vinni með rann­sak­endum. Svona mynd­bönd eru vel þekkt í Hvíta-Rússlandi, þar sem játn­ingu er náð fram með pynd­ingum og þau birt til að ógna andstæð­ingum ríkis­stjórn­ar­innar.

Pynd­ingar og ill meðferð eru útbreidd í landinu og notuð gegn andstæð­ingum Alyaks­andr Lukashenka, sem segist hafa unnið kosn­ing­arnar í ágúst 2020. Eftir mótmæli sem brutust út eftir kosn­ing­arnar voru yfir 30 þúsund einstak­lingar hand­teknir eða sekt­aðir. Hundruð sögðu frá því að hafa verið pynduð. Nokkur hundruð hafa verið ákærð og mörg hafa hlotið langa fang­els­is­dóma í kjölfar órétt­látra rétt­ar­halda.

Krefstu þess að Raman og Sofia verði leyst úr haldi skil­yrð­is­laust og án tafa og að gripið verði til aðgerða til að stöðva illa meðferð þeirra.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.