Nígería

Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórn­völd í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjón­ustu­fyr­ir­tækjum að loka fyrir Twitter. Fjöl­miðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikn­ingum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tján­ing­ar­frelsinu, fjöl­miðla­frelsi og skerða aðgengi að upplýs­ingum.  

Bannið kom í kjölfar þess að Twitter fjar­lægði umdeilt tíst frá Muhamadu Buhari, forseta Nígeríu. Í tístinu hótaði forsetinn því að vand­ræða­seggir í landinu myndu fá að finna fyrir því „á tungu­máli sem þeir skilja ásamt vísun í borg­ara­stríðið í Nígeríu á árunum 1967-1970 þar sem millj­ónir Níger­íubúa létu lífið. 

Nígerísk yfir­völd áforma einnig að þvinga samfé­lags­miðla­fyr­ir­tæki til að skrá sig og fylgja níger­ískum lands­lögum áður en þeir fá leyfi fyrir starf­semi sinni.

Þessar aðgerðir eru dæmi um hríð­versn­andi ástand mann­rétt­inda í landinu. Samfé­lags­miðlar hafa gegnt mikil­vægu hlut­verki fyrir almenning í Nígeríu fyrir upplýs­inga­öflun, samskipti, samræður og til að krefjast þess að nígerísk stjórn­völd sæti ábyrgð, sérstak­lega vegna #EndSARS mótmæl­anna sem fóru fram í landinu árið 2020.

Frið­samir mótmæl­endur hafa mætt ofbeld­is­fullum aðgerðum af hálfu níger­ískra yfir­valda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Frum­vörp í níger­íska þinginu þekkt sem „hatursorð­ræðu­frum­varpið“ og „samfé­lags­miðla­frum­varpið“ inni­halda ákvæði um harða refs­ingu t.d. dauðarefs­ingu og sýna skýrt alvar­lega aðför að tján­ing­ar­frelsinu, aðgengi að upplýs­ingum og fjöl­miðla­frelsi.

Það er tími til kominn að ólög­legt bann við Twitter í Nígeríu verði fellt úr gildi.

Krefstu þess að forseti og ríkis­sak­sóknari í Nígeríu felli Twitter-bannið úr gildi og verndi tján­ing­ar­frelsið í landinu.

Nánar um stöðu tján­ing­ar­frels­isins í Nígeríu má lesa hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.