Nígería

Nígería: Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórn­völd í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjón­ustu­fyr­ir­tækjum að loka fyrir Twitter. Fjöl­miðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikn­ingum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tján­ing­ar­frelsinu, fjöl­miðla­frelsi og skerða aðgengi að upplýs­ingum.  

Bannið kom í kjölfar þess að Twitter fjar­lægði umdeilt tíst frá Muhamadu Buhari, forseta Nígeríu. Í tístinu hótaði forsetinn því að vand­ræða­seggir í landinu myndu fá að finna fyrir því „á tungu­máli sem þeir skilja ásamt vísun í borg­ara­stríðið í Nígeríu á árunum 1967-1970 þar sem millj­ónir Níger­íubúa létu lífið. 

Nígerísk yfir­völd áforma einnig að þvinga samfé­lags­miðla­fyr­ir­tæki til að skrá sig og fylgja níger­ískum lands­lögum áður en þeir fá leyfi fyrir starf­semi sinni.

Þessar aðgerðir eru dæmi um hríð­versn­andi ástand mann­rétt­inda í landinu. Samfé­lags­miðlar hafa gegnt mikil­vægu hlut­verki fyrir almenning í Nígeríu fyrir upplýs­inga­öflun, samskipti, samræður og til að krefjast þess að nígerísk stjórn­völd sæti ábyrgð, sérstak­lega vegna #EndSARS mótmæl­anna sem fóru fram í landinu árið 2020.

Frið­samir mótmæl­endur hafa mætt ofbeld­is­fullum aðgerðum af hálfu níger­ískra yfir­valda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Frum­vörp í níger­íska þinginu þekkt sem „hatursorð­ræðu­frum­varpið“ og „samfé­lags­miðla­frum­varpið“ inni­halda ákvæði um harða refs­ingu t.d. dauðarefs­ingu og sýna skýrt alvar­lega aðför að tján­ing­ar­frelsinu, aðgengi að upplýs­ingum og fjöl­miðla­frelsi.

Það er tími til kominn að ólög­legt bann við Twitter í Nígeríu verði fellt úr gildi.

Krefstu þess að forseti og ríkis­sak­sóknari í Nígeríu felli Twitter-bannið úr gildi og verndi tján­ing­ar­frelsið í landinu.

Nánar um stöðu tján­ing­ar­frels­isins í Nígeríu má lesa hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Nígería

Nígería: Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórnvöld í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjónustufyrirtækjum að loka fyrir Twitter. Fjölmiðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikningum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tjáningarfrelsinu, fjölmiðlafrelsi og skerða aðgengi að upplýsingum. Friðsamir mótmælendur hafa mætt ofbeldisfullum aðgerðum af hálfu nígerískra yfirvalda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Hong Kong

Hong Kong: 64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðaröryggislög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skilgreiningin á „þjóðaröryggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tjáningar-og fundafrelsið og bæla niður alla stjórnarandstöðu. Nú þegar hafa 118 einstaklingar verið handteknir á grundvelli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi.

Alsír

Alsír: Verjum réttinn til að mótmæla

Alsírsk stjórnvöld nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að herja á aðgerðasinna, fangelsa stjórnarandstæðinga og þagga niður í fjölmiðlum. Það verður að leysa úr haldi alla einstaklinga sem er haldið fyrir það eitt að nýta sér rétt til tjáningar og friðsamlegra mótmæla. Það verður einnig að fella niður ákærur á hendur þeim. Skrifaðu undir ákall Amnesty International til verndar tjáningarfrelsinu í Alsír og krefstu þess að alsírsk stjórnvöld stöðvi varðhöld að geðþótta á Hirak-mómælendum og leysi friðsamlega mótmælendur tafarlaust úr haldi án skilyrða.