Nígería

Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórn­völd í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjón­ustu­fyr­ir­tækjum að loka fyrir Twitter. Fjöl­miðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikn­ingum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tján­ing­ar­frelsinu, fjöl­miðla­frelsi og skerða aðgengi að upplýs­ingum.  

Bannið kom í kjölfar þess að Twitter fjar­lægði umdeilt tíst frá Muhamadu Buhari, forseta Nígeríu. Í tístinu hótaði forsetinn því að vand­ræða­seggir í landinu myndu fá að finna fyrir því „á tungu­máli sem þeir skilja ásamt vísun í borg­ara­stríðið í Nígeríu á árunum 1967-1970 þar sem millj­ónir Níger­íubúa létu lífið. 

Nígerísk yfir­völd áforma einnig að þvinga samfé­lags­miðla­fyr­ir­tæki til að skrá sig og fylgja níger­ískum lands­lögum áður en þeir fá leyfi fyrir starf­semi sinni.

Þessar aðgerðir eru dæmi um hríð­versn­andi ástand mann­rétt­inda í landinu. Samfé­lags­miðlar hafa gegnt mikil­vægu hlut­verki fyrir almenning í Nígeríu fyrir upplýs­inga­öflun, samskipti, samræður og til að krefjast þess að nígerísk stjórn­völd sæti ábyrgð, sérstak­lega vegna #EndSARS mótmæl­anna sem fóru fram í landinu árið 2020.

Frið­samir mótmæl­endur hafa mætt ofbeld­is­fullum aðgerðum af hálfu níger­ískra yfir­valda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Frum­vörp í níger­íska þinginu þekkt sem „hatursorð­ræðu­frum­varpið“ og „samfé­lags­miðla­frum­varpið“ inni­halda ákvæði um harða refs­ingu t.d. dauðarefs­ingu og sýna skýrt alvar­lega aðför að tján­ing­ar­frelsinu, aðgengi að upplýs­ingum og fjöl­miðla­frelsi.

Það er tími til kominn að ólög­legt bann við Twitter í Nígeríu verði fellt úr gildi.

Krefstu þess að forseti og ríkis­sak­sóknari í Nígeríu felli Twitter-bannið úr gildi og verndi tján­ing­ar­frelsið í landinu.

Nánar um stöðu tján­ing­ar­frels­isins í Nígeríu má lesa hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kamerún

Kamerún: Krefjumst lausnar friðsamra mótmælenda og aðgerðasinna

Á enskumælandi svæðum Kamerún hefur verið herjað á stuðningsfólk stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins, mannréttindafrömuði, aðgerðasinna og mótmælendur fyrir það eitt að nýta sér tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla friðsamlega. Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið handteknir að geðþótta.

Kólumbía

Krefjumst rannsóknar á morði Kevin Agudelo í tengslum við mótmæli

Rannsaka þarf morðið á Kevin Agudelo sem átti sér stað í aðgerðum lögreglu. Þúsundir fólks fór út á götur í þjóðarverkfalli í mörgum borgum Kólumbíu árið 2021 til að krefjast réttar síns. Viðbrögð stjórnvalda var að ráðast á og refsa þeim einstaklingum sem létu í sér heyra. Flest mannréttindabrot í tengslum við mótmælin áttu sér stað í borginni Cali. 

Tansanía

Tansanía: Stöðvið þvingaða brottflutninga Masai-hirðingjasamfélagsins

Hætta er á þvinguðum brottflutningum Masai-hirðingjasamfélagsins til að greiða leið fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Um 70.000 einstaklingar eru í hættu í kjölfar þess að liðsafli lögreglu og hers kom í bæinn Loliondo í norðurhluta Tansaníu þar sem Masai-fólkið býr.

Bandaríkin

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs. 

Katar

Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandverkafólks

Fyrir tilstuðlan farandverkafólks getur draumur Katar um að halda heimsmeistaramótið í fótbolta orðið að veruleika. FIFA ber skylda til að bregðast við og nota áhrif sín til að hvetja Katar til að vernda farandverkafólk. Þrátt fyrir að einhver árangur hefur náðst er enn langt í land. Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandsverkafólks!

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.