Rússland

BINDUM ENDA Á OFSÓKNIR GEGN HINSEGIN FÓLKI Í TÉTSNÍU

Hinsegin fólk í Tétsníu sætir ofsóknum og skipu­lögðum árásum af hálfu yfir­valda. Fólk er sett í nauð­ung­ar­vist og pyndað og að minnsta kosti tveir hafa látist.

Þann 1. apríl 2017 birtist frétt í Novaya Gazeta, dagblaði í Rússlandi, að yfir 100 manns sem allir eru taldir vera samkyn­hneigðir, höfðu verið hand­sam­aðir í Tétsníu, Rússlandi og lék grunur á að þetta væri hluti af skipu­lögðum árásum yfir­valda. Fang­arnir voru pynd­aðir og sættu almennt illri meðferð og voru neyddir til að uppljóstra um annað hinsegin fólk.

Í Novaya Gazeta var því haldið fram að stað­festar heim­ildir hefðu verið fyrir því að, að minnsta kosti þrír menn höfðu verið myrtir. Grunur er um að talan sé enn hærri. Yfir­völd harð­neituðu þessum fréttum og rann­sókn á máli Maxim Lapunov, eina fórna­lambsins sem steig fram, hefur verið lokið.

Þann 30. ágúst 2018, fóru 15 ríki Öryggis- og samvinnu­stofn­unar Evrópu (ÖSE) fram á rann­sókn á þessum brotum. Þann 1. nóvember 2018 höfðu ekki fengist almennnileg svör frá yfir­völdum í Rússlandi. ÖSE fékk prófessor að nafni Wolfgang Benedek til að skrifa skýrslu um mann­rétt­inda­brotin og sinnu­leysi rúss­neskra yfir­valda. Skýrslan, sem kom út 20. desember 2018, stað­festi ásak­anir um alvarleg mann­rétt­inda­brot í Tétsníu, þá sér í lagi áreitni og ofsóknir, handa­hófs­kenndar hand­tökur, pynd­ingar, manns­hvörf og aftökur á hinsegin fólki, mann­rétt­inda­bar­áttu­fólki, lögfræð­ingum, sjálf­stæðu fjöl­miðla­fólki o.fl.

Einnig kom fram í skýrsl­unni að það ríki refsi­leysi í þessum málum í Tétsníu. Átta dögum eftir að skýrslan kom út hófu yfir­völd aftur aðfarir að hinsegin fólki í Tétsníu.

Hvetjum til frekari rann­sókna og að tryggt verði að þeir sem bera ábyrgð á árás­unum verði dregnir til ábyrgðar. Einnig að öryggi hinsegin fólks verði tryggt.

Við biðlum til netákalls­fé­laga að sýna hinsegin fólki í Tétsníu samstöðu í verki með því að senda okkur mynd líkt og meðfylgj­andi myndir sýna með slag­orð­unum:

End homoph­obia in Chechnya!

#EyesOnChechnya

Iceland has its #EyesOnChechnya.

Mynd­irnar verða birtar á Insta­gram síðu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal (amnestyice­land) og má senda þær í innhólfið þar eða á netfangið hera@amnesty.is.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Danmörk

Danmörk: Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Kína

Kína: Mannréttindalögfræðingur í haldi

Wang Quanzhang er kínverskur mannréttindalögfræðingur sem hefur hætt lífi sínu til að verja mannréttindi. Þann 28. janúar 2019 hlaut hann fjögurra og hálfs árs dóm fyrir að „grafa undan valdi ríkisins“. Lengi vel fengust engar upplýsingar um hvar Wang Quanzhang var haldið en nú hefur komið í ljós að hann var nýlega fluttur í Linyi-fangelsið í Shandong-héraði.

Dóminíska lýðveldið

Krefjumst verndar vændisfólks í Dóminíska lýðveldinu

Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu nauðgar, ber og niðurlægir vændisfólk – oft miðandi með byssum. Þetta eru pyndingar. Krefjumst verndar þeirra og að þær fái notið réttinda sinna!

Rússland

Rússland: Heilsu Tatara í haldi hrakar

Edem Bekirov Tatari frá Krímskaga, hefur setið í varðhaldi í borginni Simferopol frá því að rússneskar öryggissveitir handtóku hann þann 12. desember 2018. Edem Bekirov notast við hjólastól og glímir við alvarleg heilsufarsvandamál og krefst sérhæfðrar læknisaðstoðar sem stendur honum ekki til boða í varðhaldinu. Eftir síðustu heimsóknina, 24. maí s.l. lýsti lögfræðingur Edem áhyggjum yfir heilsu hans sem færi verulega hrakandi.

Filippseyjar

Filippseyjar: Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.

Ekvador

Ekvador: Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Bandaríkin

Bandaríkin: Fjölskyldur þurfa samkennd, ekki meira ofbeldi

Þúsundir einstaklinga frá Mið-Ameríku, fjölskyldur þar á meðal, neyðast til að flýja heimkynni sín og allt það sem er þeim kunnulegt og kært í leit að öryggi og betra lífi fyrir sig og börnin sín.