Rússland

BINDUM ENDA Á OFSÓKNIR GEGN HINSEGIN FÓLKI Í TÉTSNÍU

Hinsegin fólk í Tétsníu sætir ofsóknum og skipu­lögðum árásum af hálfu yfir­valda. Fólk er sett í nauð­ung­ar­vist og pyndað og að minnsta kosti tveir hafa látist.

Þann 1. apríl 2017 birtist frétt í Novaya Gazeta, dagblaði í Rússlandi, að yfir 100 manns sem allir eru taldir vera samkyn­hneigðir, höfðu verið hand­sam­aðir í Tétsníu, Rússlandi og lék grunur á að þetta væri hluti af skipu­lögðum árásum yfir­valda. Fang­arnir voru pynd­aðir og sættu almennt illri meðferð og voru neyddir til að uppljóstra um annað hinsegin fólk.

Í Novaya Gazeta var því haldið fram að stað­festar heim­ildir hefðu verið fyrir því að, að minnsta kosti þrír menn höfðu verið myrtir. Grunur er um að talan sé enn hærri. Yfir­völd harð­neituðu þessum fréttum og rann­sókn á máli Maxim Lapunov, eina fórna­lambsins sem steig fram, hefur verið lokið.

Þann 30. ágúst 2018, fóru 15 ríki Öryggis- og samvinnu­stofn­unar Evrópu (ÖSE) fram á rann­sókn á þessum brotum. Þann 1. nóvember 2018 höfðu ekki fengist almennnileg svör frá yfir­völdum í Rússlandi. ÖSE fékk prófessor að nafni Wolfgang Benedek til að skrifa skýrslu um mann­rétt­inda­brotin og sinnu­leysi rúss­neskra yfir­valda. Skýrslan, sem kom út 20. desember 2018, stað­festi ásak­anir um alvarleg mann­rétt­inda­brot í Tétsníu, þá sér í lagi áreitni og ofsóknir, handa­hófs­kenndar hand­tökur, pynd­ingar, manns­hvörf og aftökur á hinsegin fólki, mann­rétt­inda­bar­áttu­fólki, lögfræð­ingum, sjálf­stæðu fjöl­miðla­fólki o.fl.

Einnig kom fram í skýrsl­unni að það ríki refsi­leysi í þessum málum í Tétsníu. Átta dögum eftir að skýrslan kom út hófu yfir­völd aftur aðfarir að hinsegin fólki í Tétsníu.

Hvetjum til frekari rann­sókna og að tryggt verði að þeir sem bera ábyrgð á árás­unum verði dregnir til ábyrgðar. Einnig að öryggi hinsegin fólks verði tryggt.

Við biðlum til netákalls­fé­laga að sýna hinsegin fólki í Tétsníu samstöðu í verki með því að senda okkur mynd líkt og meðfylgj­andi myndir sýna með slag­orð­unum:

End homoph­obia in Chechnya!

#EyesOnChechnya

Iceland has its #EyesOnChechnya.

Mynd­irnar verða birtar á Insta­gram síðu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal (amnestyice­land) og má senda þær í innhólfið þar eða á netfangið hera@amnesty.is.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Afnema verður ritskoðunarlög sem kæfa andóf

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Ísrael

Tryggja þarf mannúðaraðstoð til Gaza

Skrifaðu undir og krefstu þess að forsætisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að mannúðarneyðin aukist enn frekar og framfylgi úrskurði Alþjóðadómstólsins með því  að tryggja mannúðaraðstoð og læknisaðstoð fyrir alla íbúa Gaza í samræmi við alþjóðalög.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.