Tæland

Tæland: Kærð fyrir að koma upp um brot á réttindum launþega

Baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, aðgerða­sinnar, blaða­menn og fyrrum starfs­fólk fyrir­tæk­isins Thammakaset Co. Ltd, kjúk­lingabú stað­sett í Mið-Tælandi, hafa verið kærð fyrir ærumeið­ingar eftir að þau upplýstu um brot á rétt­indum laun­þega fyrir­tæk­isins. Nan Win, fyrrum starfs­maður fyrir­tæk­isins og Sutharee Wannasiri baráttu­kona, fyrrum starfs­maður Amnesty Internati­onal í Tælandi og ráðgjafi mann­rétt­inda­sam­tak­anna Fortify Rights fóru fyrir rétt þann 24. maí síðast liðinn en Tun Tun Win, innflytj­andi frá Myanmar fór fyrir rétt þann 5. júní. Þau þrjú ásamt 22 öðrum einstak­lingum hafa verið kærð af fyrir­tækinu.

Í júní 2016 lögðu Nan Win, Tun Tun Win og tólf aðrir verka­menn frá Myanmar, allt starf­menn kjúk­linga­búsins Thammakaset Farm, fram kvörtun vegna brota á rétt­indum laun­þega. Ríkis­starfs­fólk komst að sömu niður­stöðu og verka­menn­irnir, þar á meðal hafði fyrir­tækið greitt minna en lágmarks­laun, ekki greitt fyrir yfir­vinnu og ekki veitt starfs­fólki leyfi frá vinnu. Dómstólar í Tælandi hafa skipað fyrir­tækinu að greiða starfs­fólkinu skaða­bætur fyrir óborguð laun.

Síðan þá hefur starfs­fólkið sem kvartaði ásamt mann­rétt­inda­bar­áttu­fólki og blaða­mönnum verið kært í refsiskyni í 16 aðgreindum kærum af hálfu fyrir­tæk­isins.

Nýjustu kærurnar eiga rætur að rekja frá október 2017 þegar mann­rétt­inda­sam­tökin Fortify Rights upplýstu almenning um kærur Thammakaset Co. Ltd’s á hendur þeirra 14 starfs­manna fyrir­tæk­isins sem kvörtuðu. Samtökun gáfu út stutt mynd­skeið þar sem Nan Win og fleiri starfs­menn tjáðu sig um brot á rétt­indum laun­þega og kærurnar um ærumeið­ingar sem þeir fengu í kjöl­farið. Samtökin héldu blaða­manna­fund sem var streymt beint á Face­book þar sem Nan Win talaði. Sutharee Wannasiri fyrrum sérfræð­ingur í mann­rétt­inda­málum hjá Fortify Rights samtök­unum deildi mynd­bandinu af fund­inum á Twitter.

Þrýstu á tælensk stjórn­völd að standa vörð um rétt­indi laun­þega í landinu, sérstak­lega þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu gagn­vart stór­fyr­ir­tækjum. Einnig að fólk sem upplýsir um glæpi stór­fyr­ir­tækja fái vernd og njóti tján­ing­ar­frelsis.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Afnema verður ritskoðunarlög sem kæfa andóf

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Ísrael

Tryggja þarf mannúðaraðstoð til Gaza

Skrifaðu undir og krefstu þess að forsætisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að mannúðarneyðin aukist enn frekar og framfylgi úrskurði Alþjóðadómstólsins með því  að tryggja mannúðaraðstoð og læknisaðstoð fyrir alla íbúa Gaza í samræmi við alþjóðalög.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.