Tæland

Tæland: Kærð fyrir að koma upp um brot á réttindum launþega

Baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, aðgerða­sinnar, blaða­menn og fyrrum starfs­fólk fyrir­tæk­isins Thammakaset Co. Ltd, kjúk­lingabú stað­sett í Mið-Tælandi, hafa verið kærð fyrir ærumeið­ingar eftir að þau upplýstu um brot á rétt­indum laun­þega fyrir­tæk­isins. Nan Win, fyrrum starfs­maður fyrir­tæk­isins og Sutharee Wannasiri baráttu­kona, fyrrum starfs­maður Amnesty Internati­onal í Tælandi og ráðgjafi mann­rétt­inda­sam­tak­anna Fortify Rights fóru fyrir rétt þann 24. maí síðast liðinn en Tun Tun Win, innflytj­andi frá Myanmar fór fyrir rétt þann 5. júní. Þau þrjú ásamt 22 öðrum einstak­lingum hafa verið kærð af fyrir­tækinu.

Í júní 2016 lögðu Nan Win, Tun Tun Win og tólf aðrir verka­menn frá Myanmar, allt starf­menn kjúk­linga­búsins Thammakaset Farm, fram kvörtun vegna brota á rétt­indum laun­þega. Ríkis­starfs­fólk komst að sömu niður­stöðu og verka­menn­irnir, þar á meðal hafði fyrir­tækið greitt minna en lágmarks­laun, ekki greitt fyrir yfir­vinnu og ekki veitt starfs­fólki leyfi frá vinnu. Dómstólar í Tælandi hafa skipað fyrir­tækinu að greiða starfs­fólkinu skaða­bætur fyrir óborguð laun.

Síðan þá hefur starfs­fólkið sem kvartaði ásamt mann­rétt­inda­bar­áttu­fólki og blaða­mönnum verið kært í refsiskyni í 16 aðgreindum kærum af hálfu fyrir­tæk­isins.

Nýjustu kærurnar eiga rætur að rekja frá október 2017 þegar mann­rétt­inda­sam­tökin Fortify Rights upplýstu almenning um kærur Thammakaset Co. Ltd’s á hendur þeirra 14 starfs­manna fyrir­tæk­isins sem kvörtuðu. Samtökun gáfu út stutt mynd­skeið þar sem Nan Win og fleiri starfs­menn tjáðu sig um brot á rétt­indum laun­þega og kærurnar um ærumeið­ingar sem þeir fengu í kjöl­farið. Samtökin héldu blaða­manna­fund sem var streymt beint á Face­book þar sem Nan Win talaði. Sutharee Wannasiri fyrrum sérfræð­ingur í mann­rétt­inda­málum hjá Fortify Rights samtök­unum deildi mynd­bandinu af fund­inum á Twitter.

Þrýstu á tælensk stjórn­völd að standa vörð um rétt­indi laun­þega í landinu, sérstak­lega þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu gagn­vart stór­fyr­ir­tækjum. Einnig að fólk sem upplýsir um glæpi stór­fyr­ir­tækja fái vernd og njóti tján­ing­ar­frelsis.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magombeyi, læknir og forseti Félags sjúkrahúslækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að næturlagi af þremur vopnuðum mönnum þann 14. september síðastliðinn. Aðilar grunaðir um að starfa fyrir leyniþjónustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa sporlaust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verkfalli lækna.

Indland

Skert tjáningarfrelsi í Kasmír

Frá 5. ágúst síðastliðnum hefur ríkt fjarskiptabann í Kasmír-héraði, fyrirskipað af indverskum stjórnvöldum. Þá hefur íbúum héraðsins einnig verið sett útgöngubann sem kemur í veg fyrir að fólk geti farið út af heimili sínu eða átt samskipti hvort við annað og umheiminn.

Suður-Afríka

Menntakerfi sem viðheldur ójöfnuði

Þó að 25 ár séu liðin frá því að lög um aðskilnaðarstefnu voru afnumin í Suður-Afríku gætir enn mikils ójöfnuðar í menntakerfi landsins. Arfleifð kynþáttamismununar í menntakerfinu einkennist meðal annars af slæmum árangri nemenda í grunn- og framhaldsskóla, yfirfullum kennslustofum, ófullnægjandi aðstöðu og námsgögnum tug þúsunda nemenda.

Grikkland

Krefjumst réttlætis fyrir Zak

Zak Kostopoulos, grískur samkynhneigður aðgerða- og mannréttindasinni lést þann 21. september 2018 í kjölfar fólskulegrar líkamsárásar. Zak, einnig þekktur undir drag-sviðsnafninu Zackie Oh, var baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og HIV- smitaðra.

Ekvador

Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Íran

Bresk-írönsk kona sökuð um njósnir

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er fertug bresk-írönsk kona. Hún hefur nú setið í meira en þúsund daga í írönsku fangelsi þar sem hún afplánar dóm en hún var sakfelld fyrir njósnir vorið 2016. Írönsk stjórnvöld búa ekki yfir neinum sönnunum sem styðja þessar ásakanir.

Danmörk

Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Filippseyjar

Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.