Tæland

Tæland: Kærð fyrir að koma upp um brot á réttindum launþega

Baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, aðgerða­sinnar, blaða­menn og fyrrum starfs­fólk fyrir­tæk­isins Thammakaset Co. Ltd, kjúk­lingabú stað­sett í Mið-Tælandi, hafa verið kærð fyrir ærumeið­ingar eftir að þau upplýstu um brot á rétt­indum laun­þega fyrir­tæk­isins. Nan Win, fyrrum starfs­maður fyrir­tæk­isins og Sutharee Wannasiri baráttu­kona, fyrrum starfs­maður Amnesty Internati­onal í Tælandi og ráðgjafi mann­rétt­inda­sam­tak­anna Fortify Rights fóru fyrir rétt þann 24. maí síðast liðinn en Tun Tun Win, innflytj­andi frá Myanmar fór fyrir rétt þann 5. júní. Þau þrjú ásamt 22 öðrum einstak­lingum hafa verið kærð af fyrir­tækinu.

Í júní 2016 lögðu Nan Win, Tun Tun Win og tólf aðrir verka­menn frá Myanmar, allt starf­menn kjúk­linga­búsins Thammakaset Farm, fram kvörtun vegna brota á rétt­indum laun­þega. Ríkis­starfs­fólk komst að sömu niður­stöðu og verka­menn­irnir, þar á meðal hafði fyrir­tækið greitt minna en lágmarks­laun, ekki greitt fyrir yfir­vinnu og ekki veitt starfs­fólki leyfi frá vinnu. Dómstólar í Tælandi hafa skipað fyrir­tækinu að greiða starfs­fólkinu skaða­bætur fyrir óborguð laun.

Síðan þá hefur starfs­fólkið sem kvartaði ásamt mann­rétt­inda­bar­áttu­fólki og blaða­mönnum verið kært í refsiskyni í 16 aðgreindum kærum af hálfu fyrir­tæk­isins.

Nýjustu kærurnar eiga rætur að rekja frá október 2017 þegar mann­rétt­inda­sam­tökin Fortify Rights upplýstu almenning um kærur Thammakaset Co. Ltd’s á hendur þeirra 14 starfs­manna fyrir­tæk­isins sem kvörtuðu. Samtökun gáfu út stutt mynd­skeið þar sem Nan Win og fleiri starfs­menn tjáðu sig um brot á rétt­indum laun­þega og kærurnar um ærumeið­ingar sem þeir fengu í kjöl­farið. Samtökin héldu blaða­manna­fund sem var streymt beint á Face­book þar sem Nan Win talaði. Sutharee Wannasiri fyrrum sérfræð­ingur í mann­rétt­inda­málum hjá Fortify Rights samtök­unum deildi mynd­bandinu af fund­inum á Twitter.

Þrýstu á tælensk stjórn­völd að standa vörð um rétt­indi laun­þega í landinu, sérstak­lega þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu gagn­vart stór­fyr­ir­tækjum. Einnig að fólk sem upplýsir um glæpi stór­fyr­ir­tækja fái vernd og njóti tján­ing­ar­frelsis.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Víetnam

Meðlimir sjálfstæðrar bókaútgáfu pyndaðir af lögreglu

Meðlimir bókaútgáfunnar Liberal Publishing House sem er sjálfstætt rekin bókaútgáfa og selur bækur sem stjórnvöld telja innihalda viðkvæmar upplýsingar hafa verið fangelsaðir og pyndaðir af lögreglu í borginni Ho Chi Minh í Víetnam. Frá því í október á síðasta ári hafa hundruð einstaklinga, bæði viðskiptavinir og starfsfólk, verið áreittir og ógnað af lögreglu vegna tengsla þeirra við Liberal Publishing House. Bókaútgáfan sem var stofnuð í febrúar 2019 gefur út fræðibækur um stjórnmál, stefnumál stjórnvalda og önnur samfélagsleg málefni.

Indland

Handtekin fyrir að mótmæla harðneskjulegum lögum

Aðgerðasinnarnir Meeran Haider, Shifa-Ur-Rehman og Safoora Zargar voru handtekin í apríyrir friðsöm mótmæli í febrúar gegn breytingum á lögum um ríkisborgararétt. Safoora er þunguð og komin þrjá mánuði á leið. Breytingarlögin heimila mismunun á grundvelli trúarbragða og ganga í berhögg við stjórnarskrá Indlands og alþjóðamannréttindalög.

Sri Lanka

Lögfræðingur í haldi

Hejaaz Hizbullah, þekktur lögfræðingur á Sri Lanka var handtekinn 14. apríl síðastliðinn og hefur setið í varðhaldi síðan án ákæru og aðgengis að lögfræðingi. Fjölskylda hans telur Hejaaz vera skotspón stjórnvalda vegna vinnu sinnar, ekki síst mannréttindabaráttu í þágu múslima sem eru minnihlutahópur í landinu.

Filippseyjar

Íbúar í leit að aðstoð vegna COVID-19 ákærðir

Lögregla leysti upp friðsöm mótmæli íbúa þorpsins San Roque í Quezon City á Filippseyjum með ofbeldi. Mótmælendur kröfðust aðstoðar borgaryfirvalda vegna  kórónuveirufaraldursins en allt samfélagið er í sóttkví. Tuttugu og einn mótmælandi var handtekinn og settur í varðhald í fimm daga þar til hópnum var sleppt gegn tryggingu.

Tyrkland

Ranglega fangelsaðir og í mestri hættu vegna COVID-19 verði leystir úr haldi

COVID-19 faraldurinn dreifist hratt í Tyrklandi um þessar mundir og líf þúsunda fanga og fangavarða í yfirfullum og óhreinum fangelsum eru í mikilli hættu. Nýlega greindu stjórnvöld frá fyrirhuguðum aðgerðum sínum um lagasetningu sem gæti leitt til þess að 100.000 fangar verði leystir úr haldi fyrr en áætlað var. Umræddar aðgerðir eru skref í rétta átt en ekki nóg.

Bandaríkin

Farandfólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd í hættu vegna covid-19

Á sama tíma og heimurinn bregst við fordæmalausum aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirunnar eru fullorðnir og börn, vistuð í varðhaldi á vegum innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna í yfirfullum rýmum, í mikilli smithættu og með takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Kína

Kína hætti ofsóknum gegn Úígúrum

Allt að ein milljón einstaklinga, aðallega minnihlutahópar múslima, hefur verið handtekin að geðþótta og komið fyrir í svokölluðum endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þeirra á meðal eru Úígúrar, Kasakar og önnur þjóðarbrot sem eiga sér sterkar trúarlegar og menningarlegar rætur.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.

Íran

Íslensk stjórnvöld beiti sér á alþjóðavettvangi

Í Íran fer ástand mannréttinda stöðugt versnandi. Stjórnvöld brjóta á rétti borgara sinna til tjáningarfrelsis, félaga- og fundafrelsis. Konur verða fyrir margvíslegri mismunun og þeim refsað fyrir að láta sjá sig opinberlega án höfuðslæðu. Baráttukonur fyrir mannréttindum eru fangelsaðar fyrir að mótmæla ástandinu með friðsömum hætti. Pyndingum og annarri illri meðferð er beitt án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar. Þá er dauðarefsingin enn lögleg í Íran, auk þess sem aftökur eru framkvæmdar án dóms og laga.