Tæland

Tæland: Kærð fyrir að koma upp um brot á réttindum launþega

Baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, aðgerða­sinnar, blaða­menn og fyrrum starfs­fólk fyrir­tæk­isins Thammakaset Co. Ltd, kjúk­lingabú stað­sett í Mið-Tælandi, hafa verið kærð fyrir ærumeið­ingar eftir að þau upplýstu um brot á rétt­indum laun­þega fyrir­tæk­isins. Nan Win, fyrrum starfs­maður fyrir­tæk­isins og Sutharee Wannasiri baráttu­kona, fyrrum starfs­maður Amnesty Internati­onal í Tælandi og ráðgjafi mann­rétt­inda­sam­tak­anna Fortify Rights fóru fyrir rétt þann 24. maí síðast liðinn en Tun Tun Win, innflytj­andi frá Myanmar fór fyrir rétt þann 5. júní. Þau þrjú ásamt 22 öðrum einstak­lingum hafa verið kærð af fyrir­tækinu.

Í júní 2016 lögðu Nan Win, Tun Tun Win og tólf aðrir verka­menn frá Myanmar, allt starf­menn kjúk­linga­búsins Thammakaset Farm, fram kvörtun vegna brota á rétt­indum laun­þega. Ríkis­starfs­fólk komst að sömu niður­stöðu og verka­menn­irnir, þar á meðal hafði fyrir­tækið greitt minna en lágmarks­laun, ekki greitt fyrir yfir­vinnu og ekki veitt starfs­fólki leyfi frá vinnu. Dómstólar í Tælandi hafa skipað fyrir­tækinu að greiða starfs­fólkinu skaða­bætur fyrir óborguð laun.

Síðan þá hefur starfs­fólkið sem kvartaði ásamt mann­rétt­inda­bar­áttu­fólki og blaða­mönnum verið kært í refsiskyni í 16 aðgreindum kærum af hálfu fyrir­tæk­isins.

Nýjustu kærurnar eiga rætur að rekja frá október 2017 þegar mann­rétt­inda­sam­tökin Fortify Rights upplýstu almenning um kærur Thammakaset Co. Ltd’s á hendur þeirra 14 starfs­manna fyrir­tæk­isins sem kvörtuðu. Samtökun gáfu út stutt mynd­skeið þar sem Nan Win og fleiri starfs­menn tjáðu sig um brot á rétt­indum laun­þega og kærurnar um ærumeið­ingar sem þeir fengu í kjöl­farið. Samtökin héldu blaða­manna­fund sem var streymt beint á Face­book þar sem Nan Win talaði. Sutharee Wannasiri fyrrum sérfræð­ingur í mann­rétt­inda­málum hjá Fortify Rights samtök­unum deildi mynd­bandinu af fund­inum á Twitter.

Þrýstu á tælensk stjórn­völd að standa vörð um rétt­indi laun­þega í landinu, sérstak­lega þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu gagn­vart stór­fyr­ir­tækjum. Einnig að fólk sem upplýsir um glæpi stór­fyr­ir­tækja fái vernd og njóti tján­ing­ar­frelsis.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Danmörk

Danmörk: Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Kína

Kína: Mannréttindalögfræðingur í haldi

Wang Quanzhang er kínverskur mannréttindalögfræðingur sem hefur hætt lífi sínu til að verja mannréttindi. Þann 28. janúar 2019 hlaut hann fjögurra og hálfs árs dóm fyrir að „grafa undan valdi ríkisins“. Lengi vel fengust engar upplýsingar um hvar Wang Quanzhang var haldið en nú hefur komið í ljós að hann var nýlega fluttur í Linyi-fangelsið í Shandong-héraði.

Dóminíska lýðveldið

Krefjumst verndar vændisfólks í Dóminíska lýðveldinu

Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu nauðgar, ber og niðurlægir vændisfólk – oft miðandi með byssum. Þetta eru pyndingar. Krefjumst verndar þeirra og að þær fái notið réttinda sinna!

Rússland

Rússland: Heilsu Tatara í haldi hrakar

Edem Bekirov Tatari frá Krímskaga, hefur setið í varðhaldi í borginni Simferopol frá því að rússneskar öryggissveitir handtóku hann þann 12. desember 2018. Edem Bekirov notast við hjólastól og glímir við alvarleg heilsufarsvandamál og krefst sérhæfðrar læknisaðstoðar sem stendur honum ekki til boða í varðhaldinu. Eftir síðustu heimsóknina, 24. maí s.l. lýsti lögfræðingur Edem áhyggjum yfir heilsu hans sem færi verulega hrakandi.

Filippseyjar

Filippseyjar: Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.

Ekvador

Ekvador: Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gualinga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjölskyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóginum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regnskóg heims með því að berjast gegn pólitískum og efnahagslegum öflum sem tengjast jarðefnavinnslu á landsvæðum frumbyggja í Amason.

Bandaríkin

Bandaríkin: Fjölskyldur þurfa samkennd, ekki meira ofbeldi

Þúsundir einstaklinga frá Mið-Ameríku, fjölskyldur þar á meðal, neyðast til að flýja heimkynni sín og allt það sem er þeim kunnulegt og kært í leit að öryggi og betra lífi fyrir sig og börnin sín.