Baráttukona á Filippseyjum

Berst fyrir samfélag sitt

Marinel Sumook Ubaldo var 16 ára þegar hún vissi að hún yrði að finna leið til að verja sjálfa sig og samfélag sitt gegn hörmu­legum áhrifum lofts­lags­breyt­inga.

Marinel lifði af felli­bylinn Yolanda sem reið yfir Filipps­eyjar í nóvember árið 2013 en hann er sá mann­skæð­asti sem náð hefur landi og heim­ildir eru um. Felli­byl­urinn jafnaði þorp á eyjunni Samar, þar sem Marinel bjó, við jörðu. Rúmlega 6000 manns létu lífið á Filipps­eyjum í kjölfar felli­bylsins og millj­ónir misstu heimili sín.

Sex árum síðar lauk Marinel gráðu í félags­ráð­gjöf. Hún er vel þekktur aðgerðasinni meðal ungs fólks og ver frítíma sínum í baráttuna fyrir félags­legum rétt­indum.

Í sept­ember 2018 hélt hún til New York til að bera vitni í rann­sókn um lofts­lags­breyt­ingar og hvernig jarð­efna­eldsneyt­is­iðn­aður ýtir undir þær. „Ég er ekki bara einhver tölfræðileg stærð um lofts­lagsmál. Saga mín er aðeins ein af mörgum og ég er hér til að tala fyrir hönd jaðar­sam­fé­laga sem eiga undir högg að sækja. Megi rödd okkar heyrast.“

Marinel, fjöl­skylda hennar og þúsundir annarra sem misstu heimili sín í felli­bylnum, þurfa nægi­legt fæði, vatn, húsnæði, rafmagn og salern­is­að­stöðu. Stjórn­völd á Filipps­eyjum hafa ekki gert nóg og margir neyðast til að búa við óhollar aðstæður þar sem nánast ómögu­legt er að fram­fleyta sér.

Marinel helgar sig barátt­unni fyrir því að stjórn­völd um heim allan horfist í augu við þá vá sem fylgir lofts­lags­breyt­ingum og takist á við afleið­ingar þeirra, hvort sem þær bitna á hennar eigin samfé­lagi eða öðrum sambæri­legum.

Krefjist stuðn­ings við þolendur lofts­lags­breyt­inga.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Fangavist fyrir að yrkja ljóð um herinn

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi Í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti pyndingum í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazon-svæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tíu ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni starfar sem blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled á tíu ára fangelsisdóm yfir höfði sér.