Baráttukona á Filippseyjum

Berst fyrir samfélag sitt

Marinel Sumook Ubaldo var 16 ára þegar hún vissi að hún yrði að finna leið til að verja sjálfa sig og samfélag sitt gegn hörmu­legum áhrifum lofts­lags­breyt­inga.

Marinel lifði af felli­bylinn Yolanda sem reið yfir Filipps­eyjar í nóvember árið 2013 en hann er sá mann­skæð­asti sem náð hefur landi og heim­ildir eru um. Felli­byl­urinn jafnaði þorp á eyjunni Samar, þar sem Marinel bjó, við jörðu. Rúmlega 6000 manns létu lífið á Filipps­eyjum í kjölfar felli­bylsins og millj­ónir misstu heimili sín.

Sex árum síðar lauk Marinel gráðu í félags­ráð­gjöf. Hún er vel þekktur aðgerðasinni meðal ungs fólks og ver frítíma sínum í baráttuna fyrir félags­legum rétt­indum.

Í sept­ember 2018 hélt hún til New York til að bera vitni í rann­sókn um lofts­lags­breyt­ingar og hvernig jarð­efna­eldsneyt­is­iðn­aður ýtir undir þær. „Ég er ekki bara einhver tölfræðileg stærð um lofts­lagsmál. Saga mín er aðeins ein af mörgum og ég er hér til að tala fyrir hönd jaðar­sam­fé­laga sem eiga undir högg að sækja. Megi rödd okkar heyrast.“

Marinel, fjöl­skylda hennar og þúsundir annarra sem misstu heimili sín í felli­bylnum, þurfa nægi­legt fæði, vatn, húsnæði, rafmagn og salern­is­að­stöðu. Stjórn­völd á Filipps­eyjum hafa ekki gert nóg og margir neyðast til að búa við óhollar aðstæður þar sem nánast ómögu­legt er að fram­fleyta sér.

Marinel helgar sig barátt­unni fyrir því að stjórn­völd um heim allan horfist í augu við þá vá sem fylgir lofts­lags­breyt­ingum og takist á við afleið­ingar þeirra, hvort sem þær bitna á hennar eigin samfé­lagi eða öðrum sambæri­legum.

Krefjist stuðn­ings við þolendur lofts­lags­breyt­inga.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi