
Gvatemala
Fangelsaður fyrir að vernda landsvæði frumbyggja
Bernardo Caal hefur barist fyrir verndun landsvæðis Maya-frumbyggja. Hann mótmælti virkjanaframkvæmdum við ána Cahabón og var í kjölfarið dæmdur í átta ára fangelsi.
Mannréttindafrömuður í fangelsi
Germain Rukuku er eiginmaður og faðir þriggja drengja sem eru þriggja, sex og sjö ára gamlir.
Snemma morguns í júlí 2017 voru Germain og eiginkona hans Emelyne vakin með látum þegar tylft öryggissveitarmanna bankaði á dyr þeirra og ruddist að endingu inn á heimilið. Emelyne gekk með þriðja barn þeirra hjóna og átti aðeins nokkrar vikur eftir fram að fæðingu. Liðsforingjar yfirheyrðu hjónin á heimili þeirra en þau störfuðu bæði hjá frjálsum félagasamtökum. Germain var handtekinn og seinna færður í Ngozi-fangelsið í Norður-Búrúndí þar sem hann situr enn á bak við lás og slá.
Þann 26. apríl 2018 var Germain fundinn sekur á grundvelli fjölda upploginna sakargifta, þeirra á meðal „andspyrnu“ og að „ógna öryggi ríkisins“. Undangengin tengsl hans við frjálsu félagasamtökin Action by Christians for Abolition of Torture, sem berjast gegn pyndingum í Búrúndí, voru notuð gegn honum. Félagasamtökin voru lögð niður árið 2016 en að sögn var þeim gefið að sök að „flekka ímynd landsins“. Eitt „sönnunargagnanna“ sem saksóknari notaði gegn Germain í réttarhöldunum var tölvupóstur sem hann hafði sent félagasamtökunum meðan þau voru enn lögleg.
Germain hlaut 32 ára fangelsisdóm. Hann hefur aldrei litið þriggja ára son sinn augum. „Hversu lengi þarf eiginmaður minn að þola þetta óréttlæti?“ spyr Emelyne eiginkona hans.
Krefstu þess að stjórnvöld í Búrúndí leysi Germain tafarlaust úr haldi.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Gvatemala
Bernardo Caal hefur barist fyrir verndun landsvæðis Maya-frumbyggja. Hann mótmælti virkjanaframkvæmdum við ána Cahabón og var í kjölfarið dæmdur í átta ára fangelsi.
Kína
Zhang Zhan skýrði frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan-borg. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að yfirvöld hefðu tekið til fanga óháða blaðamenn og áreitt fjölskyldur smitaðra einstaklinga. Hún var síðar tekin til fanga og dæmd í fjögurra ára fangelsi.
Egyptaland
Mohamed Baker situr í fangelsi fyrir að verja réttindi jaðarhópa í Egyptalandi. Hann hefur sætt margvíslegu harðræði og grimmilegri meðferð í fangelsinu.
Palestína
Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vesturbakkanum, sem er hernuminn af Ísrael. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að taka upp á símann sinn mannréttindabrot ísraelska hersins. Janna hefur verið áreitt og henni hótað lífláti.
Nígería
Imoleayo Michael studdi mótmæli á samfélagsmiðlum gegn sérsveitinni SARS sem er alræmd fyrir ofbeldi. Í kjölfarið var hann læstur í neðanjarðarklefa í 41 dag. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum og margra ára fangelsisvist.
Úkraína
Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Á undanförnum árum hafa ofbeldisfullir andstöðuhópar gegn hinsegin fólki skipulagt tugi árása á starfs- og stuðningsfólk Sphere en enginn sætir ábyrgð.
Erítrea
Ciham Ali var aðeins 15 ára þegar stjórnvöld námu hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar. Níu ár eru nú liðin frá því að hún sætti þvinguðu mannshvarfi. Enginn veit hvar hún er í haldi.
Mexíkó
Wendy Galarza berst fyrir réttlátara samfélagi fyrir konur í heimalandi sínu. Þær sæta oft árásum, eru niðurlægðar og myrtar. Hún týndi næstum lífi sínu við að fordæma ofbeldið.
Taíland
Panusaya, kölluð Rung, kallar eftir jafnrétti og tjáningarfrelsi. Í mars 2021 var hún fangelsuð í 60 daga á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Nú stendur hún frammi fyrir fjölda ákæra og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Hvíta-Rússland
Mikita Zalatarou, sem er flogaveikur, var 16 ára þegar hann var handtekinn og ásakaður um að kasta bensínsprengju í átt að óeirðalögreglu. Hann var í kjölfarið fangelsaður, pyndaður og dæmdur í fimm ára fangelsi.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.