Mannréttindafrömuður í fangelsi

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er eigin­maður og faðir þriggja drengja sem eru þriggja, sex og sjö ára gamlir.

Snemma morguns í júlí 2017 voru Germain og eigin­kona hans Emelyne vakin með látum þegar tylft örygg­is­sveit­ar­manna bankaði á dyr þeirra og ruddist að endingu inn á heim­ilið. Emelyne gekk með þriðja barn þeirra hjóna og átti aðeins nokkrar vikur eftir fram að fæðingu. Liðs­for­ingjar yfir­heyrðu hjónin á heimili þeirra en þau störfuðu bæði hjá frjálsum félaga­sam­tökum. Germain var hand­tekinn og seinna færður í Ngozi-fang­elsið í Norður-Búrúndí þar sem hann situr enn á bak við lás og slá.

Þann 26. apríl 2018 var Germain fundinn sekur á grund­velli fjölda upplog­inna sakargifta, þeirra á meðal „andspyrnu“ og að „ógna öryggi ríkisins“. Undan­gengin tengsl hans við frjálsu félaga­sam­tökin Action by Christians for Abolition of Torture, sem berjast gegn pynd­ingum í Búrúndí, voru notuð gegn honum. Félaga­sam­tökin voru lögð niður árið 2016 en að sögn var þeim gefið að sök að „flekka ímynd landsins“. Eitt „sönn­un­ar­gagn­anna“ sem saksóknari notaði gegn Germain í rétt­ar­höld­unum var tölvu­póstur sem hann hafði sent félaga­sam­tök­unum meðan þau voru enn lögleg.

Germain hlaut 32 ára fang­els­isdóm. Hann hefur aldrei litið þriggja ára son sinn augum. „Hversu lengi þarf eigin­maður minn að þola þetta órétt­læti?“ spyr Emelyne eigin­kona hans.

Krefstu þess að stjórn­völd í Búrúndí leysi Germain tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti illri meðferð í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazonsvæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni er blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled átti yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm en í september 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi.