Mannréttindafrömuður í fangelsi

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er eigin­maður og faðir þriggja drengja sem eru þriggja, sex og sjö ára gamlir.

Snemma morguns í júlí 2017 voru Germain og eigin­kona hans Emelyne vakin með látum þegar tylft örygg­is­sveit­ar­manna bankaði á dyr þeirra og ruddist að endingu inn á heim­ilið. Emelyne gekk með þriðja barn þeirra hjóna og átti aðeins nokkrar vikur eftir fram að fæðingu. Liðs­for­ingjar yfir­heyrðu hjónin á heimili þeirra en þau störfuðu bæði hjá frjálsum félaga­sam­tökum. Germain var hand­tekinn og seinna færður í Ngozi-fang­elsið í Norður-Búrúndí þar sem hann situr enn á bak við lás og slá.

Þann 26. apríl 2018 var Germain fundinn sekur á grund­velli fjölda upplog­inna sakargifta, þeirra á meðal „andspyrnu“ og að „ógna öryggi ríkisins“. Undan­gengin tengsl hans við frjálsu félaga­sam­tökin Action by Christians for Abolition of Torture, sem berjast gegn pynd­ingum í Búrúndí, voru notuð gegn honum. Félaga­sam­tökin voru lögð niður árið 2016 en að sögn var þeim gefið að sök að „flekka ímynd landsins“. Eitt „sönn­un­ar­gagn­anna“ sem saksóknari notaði gegn Germain í rétt­ar­höld­unum var tölvu­póstur sem hann hafði sent félaga­sam­tök­unum meðan þau voru enn lögleg.

Germain hlaut 32 ára fang­els­isdóm. Hann hefur aldrei litið þriggja ára son sinn augum. „Hversu lengi þarf eigin­maður minn að þola þetta órétt­læti?“ spyr Emelyne eigin­kona hans.

Krefstu þess að stjórn­völd í Búrúndí leysi Germain tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi