Björguðu flóttafólki á Grikklandi

Ákærð fyrir að bjarga mannslífum

Í Grikklandi getur fólk átt yfir höfði sér fang­els­isdóm fyrir að bjarga manns­lífum. Slíkt henti Söruh Mardini 24 ára og Seán Binder 25 ára þegar þau buðu fram krafta sína sem björg­un­ar­fólk í þágu samtaka á Lesvos.

Vinna þeirra fólst í því að koma auga á báta í háska á hafi úti og aðstoða flótta­fólk. Þau eru sökuð um njósnir, smygl á fólki og að tilheyra glæpa­sam­tökum. Ef Sarah og Seán verða dæmd sek eiga þau yfir höfði sér 25 ára fang­elsi.

Þau höfðu þegar varið rúmlega 100 dögum á bak við lás og slá áður en þau voru leyst úr haldi gegn trygg­ingu í desember 2018.

Seán, sem nú er búsettur á Írlandi, segir að það sem veki honum mestan óhug sé „ekki það að ég var settur í fang­elsi heldur að slíkt geti hent hvern sem er“.

Það gerist þegar stjórn­völd gera borgara, sem eru að reyna að bjarga flótta­fólki, að glæpa­mönnum í stað þess að stjórn­völdin sjálf geri meira til að vernda rétt flótta­fólks til að finna öruggan stað. Þegar fólk neyðist til að flýja stríðs­átök, pynd­ingar og aðra illa meðferð í heima­löndum sínum á það oft engan annan kost en að leggja í hættuför til að komast í öruggt skjól.

Sarah, sem nú býr í Þýskalandi, þekkir slíkar hættur mjög vel. Árið 2015 flúði hún stríðið í Sýrlandi með því að halda yfir Eyja­hafið á gúmmíbát sem nærri sökk. Hún og systir hennar drógu bátinn að landi á Lesvos og björguðu þannig öllum um borð.

Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórn­völd í Grikklandi um að fella niður allar ákærur gegn Söruh og Seán.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi