Björguðu flóttafólki á Grikklandi

Ákærð fyrir að bjarga mannslífum

Í Grikklandi getur fólk átt yfir höfði sér fang­els­isdóm fyrir að bjarga manns­lífum. Slíkt henti Söruh Mardini 24 ára og Seán Binder 25 ára þegar þau buðu fram krafta sína sem björg­un­ar­fólk í þágu samtaka á Lesvos.

Vinna þeirra fólst í því að koma auga á báta í háska á hafi úti og aðstoða flótta­fólk. Þau eru sökuð um njósnir, smygl á fólki og að tilheyra glæpa­sam­tökum. Ef Sarah og Seán verða dæmd sek eiga þau yfir höfði sér 25 ára fang­elsi.

Þau höfðu þegar varið rúmlega 100 dögum á bak við lás og slá áður en þau voru leyst úr haldi gegn trygg­ingu í desember 2018.

Seán, sem nú er búsettur á Írlandi, segir að það sem veki honum mestan óhug sé „ekki það að ég var settur í fang­elsi heldur að slíkt geti hent hvern sem er“.

Það gerist þegar stjórn­völd gera borgara, sem eru að reyna að bjarga flótta­fólki, að glæpa­mönnum í stað þess að stjórn­völdin sjálf geri meira til að vernda rétt flótta­fólks til að finna öruggan stað. Þegar fólk neyðist til að flýja stríðs­átök, pynd­ingar og aðra illa meðferð í heima­löndum sínum á það oft engan annan kost en að leggja í hættuför til að komast í öruggt skjól.

Sarah, sem nú býr í Þýskalandi, þekkir slíkar hættur mjög vel. Árið 2015 flúði hún stríðið í Sýrlandi með því að halda yfir Eyja­hafið á gúmmíbát sem nærri sökk. Hún og systir hennar drógu bátinn að landi á Lesvos og björguðu þannig öllum um borð.

Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórn­völd í Grikklandi um að fella niður allar ákærur gegn Söruh og Seán.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti illri meðferð í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazonsvæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni er blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled átti yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm en í september 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi.