Grassy Narrows í Kanada

Kvikasilfurseitrun á uppvaxtarárum

Jianne Turtle er 13 ára Anis­hinaabe-frum­byggi í samfé­laginu Grassy Narrows í Ontario í Kanada sem berst fyrir betri framtíð ásamt öðrum ungmennum í samfé­laginu. Hún segir að stjórn­völd hafi rætt málin mikið en ekki gripið til neinna aðgerða.

Íbúar Grassy Narrows-samfé­lagsins urðu illa fyrir barðinu á kvikasilf­ur­seitrun eftir að stjórn­völd á 7. áratugnum leyfðu verk­smiðju að losa 10 tonn af úrgangi út í ána á svæðinu. Skað­legra áhrifa þess gætir enn í dag.

Fisk­veiðar eru mikil­vægur þáttur í lífi samfé­lagsins. Í rúm fimmtíu ár hefur kvikasilfur mengað fiskinn sem gerir hann hættu­legan til mann­eldis. Ástandið á svæðinu hefur haft slæm áhrif á heilsu íbúa Grassy Narrows og grafið undan arfleifð þeirra og menn­ingu. Stjórn­völd hafa lítið gert til að bæta úr ástandinu þrátt fyrir að um sé að ræða eitt alvar­leg­asta heil­brigð­ismál landsins. Árið 2017 lofuðu stjórn­völd að takast á við vandann „í eitt skipti fyrir öll“. Til að standa við það þarf að hreinsa ána, veita sérhæfða heil­brigð­is­þjón­ustu og greiða samfé­laginu skaða­bætur.

Ungmenni Grassy Narrows-samfé­lagsins gefast ekki upp fyrr en stjórn­völd standa við loforð sín. Kanada verður að bæta það sem kvikasilfrið hefur rænt íbúa Grassy Narrows.

Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórn­völd í Kanada um að vernda heilsu Grassy Narrows-samfé­lagsins.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi