Haldið neðanjarðar í 41 dag

Læstur í neðanjarðarklefa fyrir mótmæli

Imoleayo Michael, ungur forritari, gekk til liðs við ungt fólk sem fór út á götur í Abuja, höfuð­borg Nígeríu, til að mótmæla ofbeldi, kúgun og morðum sérsveitar lögreglu sem er þekkt sem SARS. Hann studdi mótmælin á Twitter og Face­book með því að nota vinsæla myllu­merkið #EndSARS.

Tveimur vikum síðar, snemma morguns hinn 13. nóvember 2020, réðust 20 vopn­aðir menn inn á heimili Imoleayos. Þeir brutu gluggann í svefn­her­bergi hans og beindu að honum byssu til að þvinga hann til að opna útidyrnar. Þegar þeir voru komnir inn á heimili hans tóku þeir símann hans og tölvu og lokuðu eigin­konu hans, aldraða móður og sjö mánaða son inni í herbergi auk þess sem þeir tóku rafmagnið af götu­ljós­unum við hús hans.

Imoleayo var færður á aðal­stöðvar ríkis­lög­regl­unnar þar sem honum var haldið neðanjarðar í 41 dag án aðgangs að lögfræð­ingi eða fjöl­skyldu sinni. Fyrstu nóttina var hann hand­járn­aður með bundið fyrir augu og hlekkj­aður við stál­skáp. Allan tímann þurfti hann að sofa á hörðu gólfinu og það eina sem hann fékk að borða var hafra­grautur með steinum í. Hann var yfir­heyrður samtals fimm sinnum þennan tíma.

Imoleayo þjáðist af lungna­bólgu og var á endanum leystur úr haldi gegn trygg­ingu í desember 2020. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum um „samsæri með öðrum um að spilla friði almenn­ings“ og fyrir að „spilla friði almenn­ings“.

Krefstu þess að stjórn­völd í Nígeríu felli niður allar ákærur.

 

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar um innrás Rússlands í Úkraínu í stórmarkað. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttatíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beit­ingu tára­gassprengju á mótmælum fyrir utan heimili hennar. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.