
Gvatemala
Fangelsaður fyrir að vernda landsvæði frumbyggja
Bernardo Caal hefur barist fyrir verndun landsvæðis Maya-frumbyggja. Hann mótmælti virkjanaframkvæmdum við ána Cahabón og var í kjölfarið dæmdur í átta ára fangelsi.
Haldið neðanjarðar í 41 dag
Imoleayo Michael, ungur forritari, gekk til liðs við ungt fólk sem fór út á götur í Abuja, höfuðborg Nígeríu, til að mótmæla ofbeldi, kúgun og morðum sérsveitar lögreglu sem er þekkt sem SARS. Hann studdi mótmælin á Twitter og Facebook með því að nota vinsæla myllumerkið #EndSARS.
Tveimur vikum síðar, snemma morguns hinn 13. nóvember 2020, réðust 20 vopnaðir menn inn á heimili Imoleayos. Þeir brutu gluggann í svefnherbergi hans og beindu að honum byssu til að þvinga hann til að opna útidyrnar. Þegar þeir voru komnir inn á heimili hans tóku þeir símann hans og tölvu og lokuðu eiginkonu hans, aldraða móður og sjö mánaða son inni í herbergi auk þess sem þeir tóku rafmagnið af götuljósunum við hús hans.
Imoleayo var færður á aðalstöðvar ríkislögreglunnar þar sem honum var haldið neðanjarðar í 41 dag án aðgangs að lögfræðingi eða fjölskyldu sinni. Fyrstu nóttina var hann handjárnaður með bundið fyrir augu og hlekkjaður við stálskáp. Allan tímann þurfti hann að sofa á hörðu gólfinu og það eina sem hann fékk að borða var hafragrautur með steinum í. Hann var yfirheyrður samtals fimm sinnum þennan tíma.
Imoleayo þjáðist af lungnabólgu og var á endanum leystur úr haldi gegn tryggingu í desember 2020. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum um „samsæri með öðrum um að spilla friði almennings“ og fyrir að „spilla friði almennings“.
Krefstu þess að stjórnvöld í Nígeríu felli niður allar ákærur.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Gvatemala
Bernardo Caal hefur barist fyrir verndun landsvæðis Maya-frumbyggja. Hann mótmælti virkjanaframkvæmdum við ána Cahabón og var í kjölfarið dæmdur í átta ára fangelsi.
Kína
Zhang Zhan skýrði frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan-borg. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að yfirvöld hefðu tekið til fanga óháða blaðamenn og áreitt fjölskyldur smitaðra einstaklinga. Hún var síðar tekin til fanga og dæmd í fjögurra ára fangelsi.
Egyptaland
Mohamed Baker situr í fangelsi fyrir að verja réttindi jaðarhópa í Egyptalandi. Hann hefur sætt margvíslegu harðræði og grimmilegri meðferð í fangelsinu.
Palestína
Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vesturbakkanum, sem er hernuminn af Ísrael. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að taka upp á símann sinn mannréttindabrot ísraelska hersins. Janna hefur verið áreitt og henni hótað lífláti.
Nígería
Imoleayo Michael studdi mótmæli á samfélagsmiðlum gegn sérsveitinni SARS sem er alræmd fyrir ofbeldi. Í kjölfarið var hann læstur í neðanjarðarklefa í 41 dag. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum og margra ára fangelsisvist.
Úkraína
Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Á undanförnum árum hafa ofbeldisfullir andstöðuhópar gegn hinsegin fólki skipulagt tugi árása á starfs- og stuðningsfólk Sphere en enginn sætir ábyrgð.
Erítrea
Ciham Ali var aðeins 15 ára þegar stjórnvöld námu hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar. Níu ár eru nú liðin frá því að hún sætti þvinguðu mannshvarfi. Enginn veit hvar hún er í haldi.
Mexíkó
Wendy Galarza berst fyrir réttlátara samfélagi fyrir konur í heimalandi sínu. Þær sæta oft árásum, eru niðurlægðar og myrtar. Hún týndi næstum lífi sínu við að fordæma ofbeldið.
Taíland
Panusaya, kölluð Rung, kallar eftir jafnrétti og tjáningarfrelsi. Í mars 2021 var hún fangelsuð í 60 daga á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Nú stendur hún frammi fyrir fjölda ákæra og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Hvíta-Rússland
Mikita Zalatarou, sem er flogaveikur, var 16 ára þegar hann var handtekinn og ásakaður um að kasta bensínsprengju í átt að óeirðalögreglu. Hann var í kjölfarið fangelsaður, pyndaður og dæmdur í fimm ára fangelsi.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.