Leynilegar fangabúðir í Kína

Slitinn frá fjölskyldu sinni

Yiliyasijiang Reheman og kona hans Mair­in­isha Abuduaini áttu von á öðru barni sínu þegar hans var saknað. Ungu hjónin voru að byggja upp framtíð sína, stunduðu háskólanám í Egyptalandi  og fjöl­skyldan fór stækk­andi.

Líf þeirra var lagt í rúst þegar Kína þrýsti á egypsk stjórn­völd að safna saman hundruðum Úígúra í landinu, en Úígúrar eru múslimskur minni­hluta­hópur sem býr á sjálf­stjórn­ar­svæði í Xinjiang í Kína, og senda suma þeirra aftur til Kína. Yiliyasijiang var í þessum hópi.

Þremur vikum seinna fæddi Mair­in­isha barn þeirra ein. Hún var aðeins 19 ára gömul. Frá árinu 2017 hefur hún leitað að eigin­manni sínum og heldur enn fast í vonina um að fjöl­skylda þeirra sameinist á ný.

Mair­in­isha, sem býr nú í Tyrklandi, hefur frétt í gegnum vini að Yiliyasijiang hafi  verið sendur aftur til Xinjiang. Hana grunar að hann sé í leyni­legum búðum þar sem Úígúrar eru heila­þvegnir af áróðri kínverskra stjórn­valda.

Allt að ein milljón múslima hefur verið slitin frá fjöl­skyldu sinni og haldið í þessum búðum frá árinu 2017. Sterk hreyfing fólks um heim allan hefur risið upp til að bregðast við þessu órétt­læti. Mair­in­isha á sér aðeins eina ósk: að eigin­maður hennar snúi aftur heill á húfi til hennar og barna þeirra. „Það á að leysa eigin­mann minn úr haldi eins fljótt og hægt er,“ segir hún. „Börnin okkar þurfa á föður sínum að halda. Ég gefst ekki upp fyrr en við höfum sameinast á ný.“

Skrifaðu undir bréfið og krefstu þess að kínversk stjórn­völd leysi Yiliyasijiang strax úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

16 ára fangelsisdómur fyrir að mótmæla löggjöf um höfuðslæðu

Yasaman Aryani storkaði lögum um höfuðslæðu í Íran með ögrandi gjörningi. Yasaman og móðir hennar gengu með hárið óhulið um lestarvagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman var dæmd í 16 ára fangelsi í kjölfarið.

Grikkland

Ákærð fyrir að bjarga mannslífum

Sarah Mardini og Seán Binder eiga yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm fyrir að bjarga flóttafólki við strendur Grikklands. Þau eru sökuð um njósnir, smygl á fólki og að tilheyra glæpasamtökum.

Filippseyjar

Berst fyrir samfélag sitt

Marinel Sumook Ubaldo lifði af fellibylinn Yolanda sem reið yfir Filippseyjar í nóvember árið 2013. Marinel, fjölskylda hennar og þúsundir annarra sem misstu heimili sín í fellibylnum þurfa nægilegt fæði, vatn, húsnæði, rafmagn og salernisaðstöðu.

Suður-Súdan

Dæmdur til dauða 15 ára

Magai Matiop Ngong var 15 ára gagnfræðaskólanemi þegar hann var dæmdur til hengingar. Hann fékk ekki lögfræðing sér til aðstoðar fyrr en eftir réttarhöldin. Hann heldur í vonina um áfrýjun dauðadómsins og að halda skólagöngu sinni áfram.

Mexíkó

Frumbyggjastrákur pyndaður

José Adrián var á heimleið úr skólanum þegar lögreglan réðst á hann og handtók. Hann var aðeins 14 ára. Lögreglan lét José Adrián hanga í handjárnum á lögreglustöðinni og barði hann. Hann var aðeins leystur úr haldi eftir að foreldrar hans höfðu verið þvingaðir til að borga sekt.

Kanada

Kvikasilfurseitrun á uppvaxtarárum

Íbúar Grassy Narrows-samfélagsins urðu illa fyrir barðinu á kvikasilfurseitrun eftir að stjórnvöld á 7. áratugnum leyfðu verksmiðju að losa 10 tonn af úrgangi út í ána á svæðinu. Skaðlegra áhrifa þess á heilsu íbúanna gætir enn í dag.

Egyptaland

Numinn brott á götu og hvarf

Ibrahim Ezz El-Din rannsakar mannréttindabrot í Kaíró í Egyptalandi. Fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn umkringdu hann og handtóku í júní 2019. Fjölskylda Ibrahims hefur engar upplýsingar fengið um það hvað varð um hann.

Nígería

Skotinn fyrir að verja heimili sitt

Nasu Abdulaziz berst fyrir rétti sínum til heimilis í Nígeríu. Vopnaðir menn með jarðýtur mættu fyrirvaralaust inn í hverfið hans í Lagos árið 2017. Hús voru brennd og rifin, byssuskotum hleypt af og lífsviðurværi íbúanna lagt í rúst.

Kína

Slitinn frá fjölskyldu sinni

Yiliyasijiang Reheman og kona hans Mairinisha Abuduaini áttu von á sínu öðru barni þegar hans var saknað. Mairinisha telur að eiginmaður hennar sé á meðal milljón múslima sem er haldið í leynilegum búðum í Kína.

Hvíta-Rússland

Unglingur í fangelsi þráir frelsið

Emil Ostrovko var 17 ára gamall þegar hann var dæmdur í tíu ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi. Hann var handtekinn við sendilsstörf árið 2018 en vinnuveitandi hans hafði falið honum að afhenda pakka sem að hans sögn innihélt aðeins löglega reyktóbaksblöndu.