Leynilegar fangabúðir í Kína

Slitinn frá fjölskyldu sinni

Yiliyasijiang Reheman og kona hans Mair­in­isha Abuduaini áttu von á öðru barni sínu þegar hans var saknað. Ungu hjónin voru að byggja upp framtíð sína, stunduðu háskólanám í Egyptalandi  og fjöl­skyldan fór stækk­andi.

Líf þeirra var lagt í rúst þegar Kína þrýsti á egypsk stjórn­völd að safna saman hundruðum Úígúra í landinu, en Úígúrar eru múslimskur minni­hluta­hópur sem býr á sjálf­stjórn­ar­svæði í Xinjiang í Kína, og senda suma þeirra aftur til Kína. Yiliyasijiang var í þessum hópi.

Þremur vikum seinna fæddi Mair­in­isha barn þeirra ein. Hún var aðeins 19 ára gömul. Frá árinu 2017 hefur hún leitað að eigin­manni sínum og heldur enn fast í vonina um að fjöl­skylda þeirra sameinist á ný.

Mair­in­isha, sem býr nú í Tyrklandi, hefur frétt í gegnum vini að Yiliyasijiang hafi  verið sendur aftur til Xinjiang. Hana grunar að hann sé í leyni­legum búðum þar sem Úígúrar eru heila­þvegnir af áróðri kínverskra stjórn­valda.

Allt að ein milljón múslima hefur verið slitin frá fjöl­skyldu sinni og haldið í þessum búðum frá árinu 2017. Sterk hreyfing fólks um heim allan hefur risið upp til að bregðast við þessu órétt­læti. Mair­in­isha á sér aðeins eina ósk: að eigin­maður hennar snúi aftur heill á húfi til hennar og barna þeirra. „Það á að leysa eigin­mann minn úr haldi eins fljótt og hægt er,“ segir hún. „Börnin okkar þurfa á föður sínum að halda. Ég gefst ekki upp fyrr en við höfum sameinast á ný.“

Skrifaðu undir bréfið og krefstu þess að kínversk stjórn­völd leysi Yiliyasijiang strax úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi