Blaðamaður handtekinn fyrir að fjalla um mótmæli

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Blaða­mað­urinn Khaled Drareni deilir þeim draumi með mörgum Alsír­búum að frelsi og jafn­rétti komist á í landinu. Þegar almenn­ingur flykktist út á götur í febrúar árið 2019 til að krefjast þessara umbóta tók Khaled þátt í kröfu­göng­unni.

Hann greindi heim­inum frá því sem átti sér stað í Alsír. Í starfi sínu sem blaða­maður gerði Khaled sér far um að skýra frá Hirak-mótmæla­hreyf­ing­unni sem berst fyrir frelsi og mann­rétt­indum í Alsír. Líkt og gildir um margt ungt fólk í Alsír lítur Khaled á Hirak-mótmæla­hreyf­inguna sem tæki­færi til að koma á sann­gjarnara og betra samfé­lagi.

Þegar Hirak-mótmæla­hreyf­ingin komst á lagg­irnar var Khaled fyrsti óháði blaða­mað­urinn til að greina frá viku­legum mótmælum í landinu og skýrði einnig frá lögreglu­of­beldi gegn mótmæl­endum þegar það átti sér stað. Umfjöllun Khaleds kom honum í ónáð hjá yfir­völdum og var hann margsinnis settur í varð­hald fyrir vikið.

Þann 27. mars 2019 var Khaled hand­tekinn í fram­haldi af umfjöllun um mótmælin. Hann var ákærður fyrir að hvetja til samkomu óvopn­aðra mótmæl­enda  en var í reynd eingöngu að sinna starfi sínu sem blaða­maður. Hann átti yfir höfði sér 10 ára fang­els­isdóm en í sept­ember 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fang­elsi.

„Af hverju ætti fólk að stilla sig um að segja sann­leikann?“ Khaled er blaða­maður og ákveðinn í að halda áfram að fjalla um þann veru­leika sem landið hans stendur frammi fyrir. Hjálpaðu okkur að tryggja að Khaled geti haldið því áfram!

Krefstu þess að stjórn­völd í Alsír leysi Khaled tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti illri meðferð í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazonsvæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni er blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled átti yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm en í september 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi.