Blaðamaður handtekinn fyrir að fjalla um mótmæli

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Blaða­mað­urinn Khaled Drareni deilir þeim draumi með mörgum Alsír­búum að frelsi og jafn­rétti komist á í landinu. Þegar almenn­ingur flykktist út á götur í febrúar árið 2019 til að krefjast þessara umbóta tók Khaled þátt í kröfu­göng­unni.

Hann greindi heim­inum frá því sem átti sér stað í Alsír. Í starfi sínu sem blaða­maður gerði Khaled sér far um að skýra frá Hirak-mótmæla­hreyf­ing­unni sem berst fyrir frelsi og mann­rétt­indum í Alsír. Líkt og gildir um margt ungt fólk í Alsír lítur Khaled á Hirak-mótmæla­hreyf­inguna sem tæki­færi til að koma á sann­gjarnara og betra samfé­lagi.

Þegar Hirak-mótmæla­hreyf­ingin komst á lagg­irnar var Khaled fyrsti óháði blaða­mað­urinn til að greina frá viku­legum mótmælum í landinu og skýrði einnig frá lögreglu­of­beldi gegn mótmæl­endum þegar það átti sér stað. Umfjöllun Khaleds kom honum í ónáð hjá yfir­völdum og var hann margsinnis settur í varð­hald fyrir vikið.

Þann 27. mars 2019 var Khaled hand­tekinn í fram­haldi af umfjöllun um mótmælin. Hann var ákærður fyrir að hvetja til samkomu óvopn­aðra mótmæl­enda  en var í reynd eingöngu að sinna starfi sínu sem blaða­maður. Hann átti yfir höfði sér 10 ára fang­els­isdóm en í sept­ember 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fang­elsi.

„Af hverju ætti fólk að stilla sig um að segja sann­leikann?“ Khaled er blaða­maður og ákveðinn í að halda áfram að fjalla um þann veru­leika sem landið hans stendur frammi fyrir. Hjálpaðu okkur að tryggja að Khaled geti haldið því áfram!

Krefstu þess að stjórn­völd í Alsír leysi Khaled tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi