Fréttir

Skráning hafin fyrir mannréttindasmiðju Íslandsdeildar Amnesty International

Mannréttindasmiðjan er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 14-18 ára. Markmið smiðj­unnar er að gefa ungu fólki sem brennur fyrir mann­rétt­indum vett­vang til að efla eigin rödd og tján­ingu og vinna saman með skipu­lögðum og ánægju­legum hætti í þágu mann­rétt­inda. Þema smiðjunnar í ár er Ritskoðun í Rússlandi og leiðbeinandi verður Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri.

Tilkynning

Tveir skólar hljóta verðlaunin Mannréttindaskóli ársins 2023

Sigurvegarar Mannréttindaskóla ársins í ár voru Kvennaskólinn í Reykjavík með flestar safnaðar undirskriftir og Framhaldsskólinn á Laugum með flestar safnaðar undirskriftir miðað við nemendafjölda. Keppnin er haldin í tengslum við alþjóðlega mannréttindaátakið Þitt nafn bjargar lífi.

Fréttir

Súdan: Sorglega bágborin viðbrögð alþjóðasamfélagsins

Nú þegar ár er liðið frá upphafi stríðsátaka á milli hersveitar Súdans og RSF-hersveita (e. Rapid Support Forces) hafa viðbrögð alþjóðasamfélagsins verið sorglega bágborin á sama tíma og mannfall óbreyttra borgara í landinu eykst.

SMS

Ísrael: Palestínskur lögfræðingur handtekinn fyrir friðsamleg mótmæli

Ahmad Khalefa er ísraelskur ríkisborgari frá Palestínu. Hann er lögfræðingur, baráttumaður fyrir mannréttindum og var nýlega kosinn borgarfulltrúi.   Þann 19. október handtók ísraelska lögreglan hann og 10 aðra mótmælendur með valdi í friðsamlegum mótmælum í heimabæ hans Umm al-Fahm í norðurhluta Ísrael.

Skýrslur

Ársskýrsla 2023

Ársskýrsla Íslandsdeildar Amnesty International 2023 var kynnt á aðalfundi þann 21. mars 2024.

Fréttir

Ályktun öryggisráðs verður að ryðja brautina fyrir varanlegt vopnahlé

Í kjölfar samþykktar ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem hvatt er til tafarlauss vopnahlés á meðan Ramadan [föstumánuður múslima] stendur yfir sem leiðir til varanlegs vopnahlés ásamt tafarlausrar og skilyrðislausrar lausnar gísla og aukins aðgangs mannúðaraðstoðar að Gaza, lét Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International, eftirfarandi orð falla:

SMS

Kína: Hjón í haldi vegna mannréttindastarfa

Mannréttindalögfræðingurinn Yu Wensheng og kona hans Xu Yan voru færð í varðhald þann 13. apríl 2023 þegar þau voru á leið sinni að hitta sendiherra Evrópusambandsins í Peking í Kína. Hjónin eru bæði þekkt í Kína sem aðgerðasinnar og voru handtekin fyrir að „stofna til deilna“ og „að hvetja til kollvörpunar ríkisvaldsins“. Ári síðar liggur enn ekki fyrir dagsetning á réttarhöldum yfir þeim.

Andartak – sæki fleiri fréttir.