Fréttir

Þitt nafn bjargar lífi 2020 gekk vonum framar

Þitt nafn bjargar lífi 2020 gekk vonum framar en samtals söfnuðust 70.405 undirskriftir til stjórnvalda á vefsíðu Íslandsdeildar Amnesty International sem er rúmlega það markmið sem deildin stefndi að og er met í fjölda rafrænna undirskrifta á vefsíðunni fyrir þessa árlegu herferð.

SMS

Yfirvofandi hætta á aftöku

Íranski/sænski fræðimaðurinn Ahmadreza Djalali hefur verið í einangrunarvist í fangelsi í Tehran síðan 24. nóvember 2020 þegar hann fékk þær fréttir að aftaka hans væri yfirvofandi. Seint í desember bárust þær fréttir að aftökunni hefði verið frestað um mánuð. Enn er hætta á að hann verði tekinn af lífi á næstunni.

Fréttir

Bretland: Góðar og slæmar fréttir í máli Julian Assange

Amnesty International hefur fylgst grannt með málinu um beiðni Bandaríkjanna um framsal Julian Assange frá Bretlandi. Þann 4. janúar 2021 hafnaði dómstóll í London beiðni um framsal en tveimur dögum síðar var Assange neitað um lausn úr haldi gegn tryggingu. Amnesty International fagnar þeirri ákvörðun að hafna framsalsbeiðninni en fordæmir að hann hafi ekki verið leystur úr haldi gegn tryggingu. Julian Assange hefur verið í haldi í rúmt ár vegna framsalsbeiðni til Bandaríkjanna.

Góðar fréttir

Mannréttindasigrar á árinu 2020 til að fagna

Árið 2020 hefur verið erfitt ár en þrátt fyrir það hafa mannréttindasigrar náð fram að ganga sem ber að fagna. Starf Amnesty International ber árangur með ýmsum hætti. Einstaklingar hafa verið leystir úr haldi, ákærur felldar niður, réttlæti náðst, breytingar gerðar á lögum til hins betra og fyrirtæki tekið ábyrgð á starfsemi sinni. Þetta er meðal sigra sem ber að fagna á þessu ári.

SMS

Blaðakona pynduð eftir umfjöllun um kórónuveirufaraldurinn

Blaðakonan Zhang Zhan frá Wuhan sem fjallaði um efni tengt kórónuveirufaraldrinum er í haldi og ákærð fyrir að „ýta undir erjur og vandræði“. Zhang Zhan hvarf í Wuhan þann 15. maí og síðar kom í ljós að hún var í haldi lögreglunnar í Shanghai í meira en 640 km fjarlægð.

SMS

Heilsa mannréttindafrömuðs í haldi er í hættu

Ibrahim Ezz el-Din, rannsakandi á sviði mannréttinda, var handtekinn þann 11. júní 2019 og fyrstu 167 dagana vissi fjölskylda hans ekki um afdrif hans þar sem hann sætti þvinguðu mannshvarfi af hálfu stjórnvalda. Varðhald yfir honum var framlengt um 45 daga þann 31. október 2020.

Tilkynning

Mannréttindaáskorun

Íslandsdeild Amnesty International skorar á ungmenni á aldrinum 16-25 ára að taka þátt í mannréttindaáskorun! Hefur þú áhuga á mannréttindum? Taktu þátt!

Andartak – sæki fleiri fréttir.