SMS

Íran: Kúrdísk baráttukona fyrir mannréttindum dæmd til dauða

Pakhshan Azizi er baráttukona og Kúrdi, sem er minnihlutahópur í Íran. Pakhshan var handtekin í ágúst 2023. Hún var dæmd til dauða í júlí 2024 eftir óréttlát réttarhöld fyrir það eitt að sinna friðsamlegum mannúðar- og mannréttindastörfum, þar á meðal að hjálpa konum og börnum á flótta í norðausturhluta Sýrlands. Ásakanir hennar um pyndingar og aðra illa meðferð í haldi hafa ekki verið rannsakaðar.

Fréttir

Líbanon/Ísrael: Öryggi óbreyttra borgara í hættu

Vegna harðnandi átaka milli Ísraels og Hezbollah vill Amnesty International koma því á framfæri að gífurlegt mannfall í Líbanon frá því í síðustu viku er áminning um mikilvægi þess að allir stríðsaðilar framfylgi skyldum sínum í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög.

SMS

Alþjóðlegt: Vopn með aukinni sjálfstýringu

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Fréttir

Afmælishátíð Íslandsdeildar Amnesty International

Íslandsdeild Amnesty International fagnaði um helgina að 50 ár eru liðin frá stofnun deildarinnar þann 15. september 1974. Til að fagna þessum áfanga voru haldnir þrír viðburðir helgina 13-15. september. Fyrsti viðburðurinn var í Norræna húsinu föstudaginn 13. september þar sem var haldið málþing  í hádeginu. Á laugardeginum 14. september var stuðningsaðgerð og mannréttindajóga á Austurvelli fyrir baráttukonu fyrir kvenréttindum sem er í fangelsi í Sádi-Arabíu. Sjálf afmælisveislan var á sunnudeginum 15. september þar sem var fagnað með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju sem endaði í menningarhúsinu Iðnó í veisluhöldum.

Fréttir

Mannréttindabarátta í 50 ár

Íslandsdeild Amnesty International fagnar því að 50 ár eru liðin frá stofnun deildarinnar í Norræna húsinu þann 15. september 1974.

Fréttir

Ísrael/hernumda svæðið í Palestínu: Rannsókn á hernaðaraðgerðum ísraelska hersins á Gaza nauðsynleg

Amnesty International kallar eftir rannsókn á eyðileggingu borgaralegra innviða af hálfu ísraelska hersins á Gaza og telur að þessar hernaðaraðgerðir teljist stríðsglæpir. Rannsókn Amnesty sýnir að á tímabilinu frá október 2023 til maí 2024 hafi Ísraelsher með ólögmætum hætti eyðilagt heimili, skóla, moskur á austurhluta Gaza. Þessi eyðilegging, sem átti að stækka „hlutlaust svæði“ af öryggisástæðum, hafði áhrif á þúsundir íbúa og gerði stór svæði óbyggileg.

SMS

Íran: Baráttukona fyrir mannréttindum í hættu á að vera tekin af lífi

Baráttukonan Sharifeh Mohammadi er í hættu á að vera tekin af lífi. Hún var handtekin í desember 2023 og dæmd til dauða fyrir friðsamlega mannréttindabaráttu af dómstóli í Rasht í Íran í júní 2024. Hún studdi kvenréttindi ásamt því að styðja við afnám dauðarefsingarinnar og réttindi verkafólks.  

Viðburðir

50 ára afmæli Íslandsdeildar Amnesty International

Íslandsdeild Amnesty International fagnar því að 50 ár eru liðin frá stofnun deildarinnar í Norræna húsinu þann 15. september 1974. Haldið verður upp á þennan merka áfanga með þremur mismunandi viðburðum helgina 13. -15. september.   

Andartak – sæki fleiri fréttir.