Yfirlýsing

Yfirlýsing vegna beitingar einangrunarvistar gegn börnum

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir beitingu einangrunarvistar gegn börnum í gæsluvarðhaldi í öllum tilfellum. Beiting einangrunarvistar gegn börnum er skýrt brot gegn alþjóðlegum mannréttindalögum og viðmiðum.

Fréttir

Þitt nafn bjargar lífi 2022

Þitt nafn bjargar lífi er stærsta mannréttindaherferð í heimi. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2001 í þágu þolenda mannréttindabrota. Herferðin hefur vaxið með árunum og fer nú fram í rúmlega 200 löndum. Í ár verður herferðinni á Íslandi formlega hleypt af stokkunum þann 17. nóvember.

Góðar fréttir

Þitt nafn bjargar lífi: Samtakamáttur til sigurs 2022

Þegar allt virðist á niðurleið í heiminum getur verið niðurdrepandi að lesa fréttirnar. Þá er erfitt ímynda sér að hægt sé breyta heiminum til hins betra. Þitt nafn bjargar lífi, hin árlega alþjóðlega herferð Amnesty International, sýnir að þú getur haft mikil áhrif með lítilli fyrirhöfn. Það eina sem þarf að gera er að skrifa nafn sitt undir tíu mál til stuðnings þolendum mannréttindabrota og krefja þannig stjórnvöld um umbætur. Það er meira að segja hægt að skrifa undir öll málin í einu!

Fréttir

COP27: Ráðstefnan haldin í Egyptalandi þar sem mannréttindi eru fótum troðin

Aðalframkvæmdastjóri Amnesty International, Agnès Callamard, er stödd á loftslagsráðstefnunni COP27 sem haldin er í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi dagana 6.-18. nóvember. Amnesty International kallar eftir því að leiðtogar heims sýni opinbera samstöðu með þolendum mannréttindabrota í Egyptalandi og þrýsti á egypsk yfirvöld að láta af áralöngum brotum á mannréttindum.

Yfirlýsing

Yfirlýsing Íslandsdeildar Amnesty International vegna brottvísana umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa fengið stöðu sína viðurkennda í Grikklandi. Deildin harmar hina ómannúðlegu og vanvirðandi meðferð stjórnvalda gagnvart þessum viðkvæma hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd sem sviptur var frelsi sínu og þvingaður úr landi aðfaranótt 3. nóvember sl. 

SMS

Íran: Blóðsúthellingunni verður að linna

Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varðhaldi yfirvalda. Írönsk yfirvöld hafa brugðist grimmilega við mótmælunum. Við krefjumst þess að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða.

Fréttir

ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI - TAKTU ÞÁTT

Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríð­andi mál einstak­linga eða hópa sem beittir eru alvarlegum órétti. Þannig söfnum við millj­ónum undir­skrifta og mögnum saman þrýsting á stjórn­völd víða um heim sem brjóta mann­rétt­indi. Látum ljós okkar skína á þolendur mann­rétt­inda­brota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstak­linga og heiminn allan, hver undir­skrift skiptir máli!

Andartak – sæki fleiri fréttir.