SMS

Krefjumst þess að Trump forseti virði mann­rétt­indi

Innan aðeins örfárra klukkustunda eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti Bandaríkjanna skrifaði hann undir fjölda forsetatilskipana sem margar hverjar grafa undan mannréttindum fólks og geta komið til með að hafa skaðleg áhrif á líf, heilsu og velferð milljóna í Bandaríkjunum og víðar.

Góðar fréttir

Sádi-Arabía: Kona, fangelsuð fyrir tjáningu, látin laus eftir fjögurra ára fangelsisvist

Þrautagöngu Salma al-Shehab er loksins lokið. Í meira en fjögur ár hefur hún sætt hverju óréttlætinu á fætur öðru, þar á meðal átti hún um tíma yfir höfði sér 34 ára fangelsisvist fyrir færslur sínar á samfélagsmiðlum. Hún sætti einangrunarvist í næstum 300 daga, var neitað um lögfræðiaðstoð og var síðan ítrekað dæmd á grundvelli laga gegn hryðjuverkum og dæmd til áratugalangrar fangelsisvistar.

SMS

Afghanistan: Fjölmiðlamaður dæmdur fyrir áróður

Mahdi Ansari er 27 ára gamall fjölmiðlamaður sem vann hjá fréttastofu í Afganistan. Hann var handtekinn af talibönum þann 5. október. Réttarhöld yfir honum hófust 1. janúar 2025 þar sem hann var án lögfræðings og fjölskyldu sinnar, Hann var ásakaður um að dreifa áróðri gegn talíbönskum yfirvöldum á Facebooksíðu sinni og í fréttapistlum með því að minnast sjálfsmorðsárása á sjíta-minnihlutahópinn í Kabúl sem áttu sér stað árið 2022. Hann var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi.

Fréttir

Bandaríkin: Forsetatilskipanir Trump skerða mannréttindi

Innan aðeins örfárra klukkustunda eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti Bandaríkjanna skrifaði hann undir fjölda forsetatilskipana sem margar hverjar grafa undan mannréttindum fólks og geta komið til með að hafa skaðleg áhrif á líf, heilsu og velferð milljóna í Bandaríkjunum og víðar. Tilskipanir forsetans sem byggja á skaðlegum hugmyndum um yfirráð hvítra, gera innflytjendur að blórabögglum fyrir pólitíska misbresti kjörinna leiðtoga. Hann beinir athygli fólks í ranga átt því það eru ekki flóttafólk og innflytjendur sem bera ábyrgð á húsnæðisleysi, fátækt, hækkandi matvöruverði, loftslagsvánni, nánast óheftum aðgangi að skotvopnum eða ópíóðafaraldri þar í landi heldur er það stjórnmálafólkið sem ber ábyrgðina.

SMS

Kólumbía: Vernda þarf óbreytta borgara í Catatumbo-héraði

Vopnuð átök í Catatumbo-héraðinu í Norðaustur-Kólumbíu milli tveggja vopnaðra hópa hófust 16. janúar síðastliðinn. Átökin eru á milli uppreisnarhreyfingarinnar ELN og andhófshópsins EMBFsem var stofnaður þegar skæruliðahreyfingin FARC leystist upp. Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi verið drepnir, þúsundir einstaklinga hafi sætt nauðungarflutningum og aukin hætta sé á frekari mannfalli, að fólk verði þvingað með vopnavaldi til halda sig á heimilum sínum og sæti þvinguðu mannshvarfi (leynilegu varðhaldi yfirvalda).

Góðar fréttir

Mannréttindasigrar síðustu mánuði ársins 2024

Mannréttindabaráttan leiðir til jákvæðra breytinga. Sigrarnir eru margs konar. Breytingar eru gerðar á löggjöf sem bæta stöðu mannréttinda, einstaklingar sem eru ranglega fangelsaðir fá frelsi á ný og réttlæti nær fram að ganga. Hér má lesa um fjölmarga sigra frá seinni helmingi ársins 2024 sem ber að fagna.

Andartak – sæki fleiri fréttir.