SMS

Rússland: Hjúkrunarfræðingur og aðgerðasinni í haldi
Irina Danilovich er hjúkrunarfræðingur og aðgerðasinni frá Krímskaga en svæðið hefur verið hernumið af Rússlandi síðan 2014. Hún er í haldi rússneskra yfirvalda. Hún hefur vakið athygli á vanda innan heilbrigðiskerfisins á svæðinu og opinberlega fordæmt pólitískar ofsóknir gegn mannréttindafrömuðum og aðgerðasinnum. Einstaklingar sem hafa andmælt hernámi Rússlands, ólögmætri innlimun Krímskaga og mannréttindabrotum frá árinu 2014 hafar sætt ofsóknum, ógnunum, fölskum ákærum og þvinguðum mannshvörfum.