Fréttir

Hungursneyð á Gaza
Ísrael sveltir Palestínubúa á Gaza af ásettu ráði sem spillir heilsu þeirra, velferð og samfélagskerfi með kerfisbundnum hætti. Palestínsk börn veslast upp í þessu ástandi og neyðast fjölskyldur til að velja á milli tveggja óhugsandi valkosta: Hlusta hjálparlaus á grátur horaðra barna sinna sem kalla á mat eða hætta lífi sínu eða heilsu í örvæntingarfullri leit að mataraðstoð.