Yfirlýsing

Skortur á samráði við gerð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga

Alþingi hefur nú lokið fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Frumvarpið er nú endurflutt í fjórða sinn en í örlítið breyttri mynd frá því frumvarpi sem birt var til umsagnar í Samráðsgátt í lok janúar sl. Endurtekið hefur komið fram fjöldi umsagna um efni frumvarpsins og því ljóst að það er mjög umdeilt. Eftirtaldir aðilar lýsa því yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 

Fréttir

FIFA: Bótasjóður fyrir farandfólk í Katar til jafns við verðlaunafé HM

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA þarf að merkja a.m.k. 440 milljónum dollara í úrræði fyrir hundruð þúsundir farandverkafólks sem hafa sætt mannréttindabrotum í Katar í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu karlalandsliða árið 2022. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International sem kemur nú út þegar sex mánuðir eru þar til leikarnir hefjast.

Fréttir

Ísland: Álit Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum

Íslandsdeild Amnesty International fagnar nýútkomnu áliti og tilmælum nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum til íslenskra stjórnvalda er varða beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi.

SMS

Hvíta-Rússland: Leysið baráttukonu úr haldi

Marfa Rabkova er baráttukona fyrir mannréttindum í Hvíta-Rússlandi og hefur unnið fyrir Viasna, hreyfingu sjálfboðaliða, sem er einn öflugasti mannréttindahópurinn í Hvíta-Rússlandi. Viasna fylgist með og skráir mannréttindabrot í landinu. Marfa var handtekin að geðþótta þann 17. september 2020 og hefur verið í varðhaldi síðan og bíður réttarhalda. Hún á yfir höfði sér 12 ára fangelsisdóm verði hún dæmd sek fyrir upplognar sakir.

Góðar fréttir

Þakkarmyndband frá Berndardo fyrrum samviskufanga

Það gleður okkur að geta deilt þakkarmyndbandi frá Berndardo Caal Xol, fyrrum samviskufanga í Gvatemala. Nýverið var hann leystur úr haldi eftir rúm fjögur ár í fangelsi í kjölfar árlegu herferðar okkar, Þitt nafn bjargar lífi, fyrir árið 2021. Nú þakkar hann hverjum og einum þátttakanda fyrir framlag sitt. Horfðu á myndbandið eða lestu textann hér fyrir neðan þar sem hann tjáir þakklæti sitt með eigin orðum.

Fréttir

Ársskýrsla: Mannréttindafrömuðir sættu stöðugum árásum í Evrópu og Mið-Asíu

Samkvæmt ársskýrslu Amnesty International fyrir árið 2021 um málefni Evrópu og Mið-Asíu sætti baráttufólk fyrir mannréttindum stöðugum árásum og var spjótum beint sérstaklega að friðsömum mótmælendum, fjölmiðlafólki, dómurum og borgaralegum samtökum með það að markmiði að bæla niður andóf í stað þess að takast á við rótgróinn ójöfnuð til að hægt væri að rísa upp úr kórónuveirufaraldrinum með sanngjörnum hætti. Á svæðinu var rekin aukin valdboðsstefna undir yfirskini verndar gegn kórónuveirufaraldrinum.

Andartak – sæki fleiri fréttir.