Tilkynning

Áskorun til íslenskra stjórnvalda

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir harkalega og ómannúðlega framkomu íslenskra stjórnvalda í garð barna á flótta. Á síðustu árum hafa ítrekað komið upp mál þar sem til hefur staðið að vísa börnum úr landi sem hafa dvalið hér í lengri tíma og náð að skjóta rótum og aðlagast íslensku samfélagi.

SMS

Blaðamaður áreittur af stjórnvöldum

Þann 29. júlí 2020 var blaðamaðurinn Omar Radi handtekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðaröryggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórnvöld hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty International sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur rannsakað spillingu stjórnvalda.

Fréttir

Aftökur án dóms og laga

Í litlu þorpi í borginni Quezon á Filippseyjum varar presturinn Robert Reyes íbúana við ógn sem er sýnu verri en kórónuveirufaraldurinn, ítrekaðar aftökur án dóms og laga. Á aðeins hálfs mánaðar tímabili jarðsetti séra Reyes þrjú fórnarlömb sem voru tekin af lífi án dóms og laga á svæðinu. Eitt þeirra var Gilbert Paala, 49 ára gamall sölumaður, sem hafði nýverið lokið 10 ára fangelsisafplánun fyrir brot á lögum um vímuefni. Stutt var síðan hann hóf að sjá fyrir fjölskyldu sinni að nýju. Hann var tekinn af lífi þann 20. júlí 2020.

Fréttir

Tyrkland: Dómur yfir fjórum mannréttindafrömuðum

Þúsundir einstaklinga hafa sætt fangelsisvist í Tyrklandi fyrir að gagnrýna stjórnvöld. Í kjölfar misheppnaðrar valdaránstilraunar í Tyrklandi árið 2016 hafa stjórnvöld herjað á gagnrýnendur og mannréttindafrömuði. Á meðal þeirra eru framkvæmdastjóri Tyrklandsdeildar Amnesty International og formaður deildarinnar. Réttarhöldin yfir þeim hafa verið táknræn fyrir þá kúgun sem hefur átt sér stað í Tyrklandi á síðustu fjórum árum.

Tilkynning

Amnesty International afhenti bandaríska sendiráðinu undirskriftir hátt í 3600 einstaklinga

Magnús Davíð Norðdahl formaður Íslandsdeildar Amnesty International og Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri deildarinnar afhentu í dag fulltrúum bandaríska sendiráðsins 3581 undirskrift einstaklinga sem krefjast þess að Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange en hann er í haldi í Bretlandi á grundvelli framsalsbeiðni Bandaríkjanna.

Fréttir

Mannréttindafrömuðir í hættu á tímum kórónuveirunnar

Ný skýrsla Amnesty International sem kom út í ágúst 2020 greinir frá þeim hættum sem mannréttindafrömuðir standa frammi fyrir á tímum kórónuveirufaraldursins. Hræsni stjórnvalda í löndum eins og Egyptalandi, Indlandi, Íran og Tyrklandi kemur berlega í ljós þegar samviskufangar þjást í fangaklefum við hörmulegar aðstæður á sama tíma og stjórnvöld kynna til leiks aðgerðir um að leysa fanga úr haldi vegna faraldursins.

SMS

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.

SMS

Hvíta-Rússland: Verndið friðsama mótmælendur

Myndir og skýrslur sem varpa ljósi á ómannúðlegt lögregluofbeldi gegn friðsömum mótmælendum í Hvíta-Rússlandi, bæði á götum úti og í varðhaldi, hafa verið í fréttum um allan heim.

Andartak – sæki fleiri fréttir.