Góðar fréttir

Myanmar: Tveir blaðamenn lausir úr fangelsi

Tveir blaðamenn Reuters í Myanmar, Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru leystir úr haldi án skilyrða þann 7. maí eftir náðun forseta landsins. Þeir höfðu þá afplánað rúmlega 500 daga af sjö ára dómi. Þeir fengu frelsi sitt aðeins tveimur vikum eftir að hæstiréttur hafnaði áfrýjun þeirra. Blaðamennirnir voru að rannsaka fjöldamorð á tíu Róhingjum af hálfu öryggissveita Myanmar þegar þeir voru handteknir í desember 2017. Síðar voru sjö hermenn fundnir sekir í herrétti fyrir morðin.

Fréttir

Palestína: Amnesty krefst rannsóknar á mögulegum stríðsglæpum Ísraels

Í mars síðastliðnum var ár liðið frá því að vikuleg mótmæli hófust á Gaza til að kalla eftir því að ólöglegri herkví á Gaza yrði aflétt og  palestínsku flóttafólki leyft að snúa aftur á landsvæði sem það var hrakið frá fyrir rúmum 70 árum síðan. Enn eru eru þúsundir óbreyttra borgara enn að takast á við afleiðingar grimmilegra aðgerða Ísraelsríkis, sem hefur ekki enn verið dregið til ábyrgðar. Að minnsta kosti 195 Palestínubúar hafa verið drepnir, þar af 41 barn. Þá hafa 28.939 einstaklingar særst af hálfu hersveita Ísraels í tengslum við vikuleg mótmæli á tímabilinu 30. mars 2018 til 22. mars 2019.

Fréttir

Palestína: Ferðamennska á landtökusvæðum Ísraela

Fyrirtæki eins og Airbnb, Booking.com, Expedia og TripAdvisor eru með á skrá fjölda hótela, gististaða, ferðamannastaða og skoðunarferða á landtökusvæðum Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu vitandi það að landtökusvæði Ísraela eru ólögleg og stríðsglæpur samkvæmt alþjóðlegum lögum.  

SMS

Egyptaland: Hinsegin mannréttindasinna haldið í fangelsi

Malak al Kashef er 19 ára trans kona frá Egyptalandi sem haldið er í karlafangelsi eftir að hafa verið ranglega sökuð um glæp. Malak er mannréttindasinni og þekkt fyrir hugrekki í baráttu sinni fyrir réttindum hinsegin fólks í Egyptalandi.

SMS

Norður-Írland: Krefjumst jafnréttis til hjónabands

Fyrir fimm árum síðan var fólki af sama kyni fyrst heimilt að ganga í hjónaband í Bretlandi. Hins vegar er það enn ólöglegt á Norður-Írlandi. Þrýstum á stjórnvöld og forsætisráðherra Bretlands að breyta þessu.

Góðar fréttir

Sádi-Arabía: Þrjár baráttukonur leystar úr haldi

Þrjár baráttukonur fyrir mannréttindum voru nýverið leystar úr haldi í Sádi-Arabíu. Þær leiddu baráttu fyrir réttindum kvenna til að keyra, til að binda enda á mismunun gegn konum og forræði karlmanna yfir konum.

SMS

Hvíta-Rússland: Verndum réttindi ungra fanga

Emil Astrauko og Vasily Sauchanka er haldið í unglingafangelsi í Hvíta-Rússlandi þar sem brotið er á mannréttindum þeirra. Þeir hafa orðið fyrir áreitni og mismunun af hálfu fangelsisyfirvalda. Eftir óréttlát réttarhöld á seinasta ári voru þeir dæmdir í 10 ára fangelsi fyrir minniháttar vímuefnabrot. Emil og Vasily voru 17 ára þegar þeir voru handteknir. Mál þeirra er eitt fjölmargra svipaðra mála.

Andartak – sæki fleiri fréttir.