SMS
Níger: Þekktur mannréttindafrömuður í haldi
Mannréttindafrömuðurinn Moussa Tchangari og framkvæmdastjóri félagasamtakanna Citizens’ Alternative Spaces var handtekinn þann 3. desember síðastliðinn á heimili sínu í Niamey, höfuðborg Níger.
SMS
Mannréttindafrömuðurinn Moussa Tchangari og framkvæmdastjóri félagasamtakanna Citizens’ Alternative Spaces var handtekinn þann 3. desember síðastliðinn á heimili sínu í Niamey, höfuðborg Níger.
Tilkynning
Íslandsdeild Amnesty International hefur gefið út fræðsluefnið Réttindi útskýrð. Réttindi útskýrð eru tvö fræðsluhefti sem fjalla um mannréttindi og vopnuð átök.
SMS
Gao Zhen, þekktur kínverskur listamaður, var handtekinn af yfirvöldum þann 26. ágúst 2024 þegar hann var í ferðalagi með konu sinni og barni í Kína.
Viðburðir
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International var með mannréttindagjörning fyrir utan Alþingishúsið í hádeginu þann 9. desember. Amnesty kallar eftir því að ríki heims grípi til öflugra og langvarandi aðgerða, sama hversu óþægilegt það kann að vera fyrir bandamenn Ísraels og að ríki heims beiti öllum löglegum leiðum til að draga gerendur til ábyrgðar.
Viðburðir
Á alþjóðlega mannréttindadeginum, þriðjudaginn 10. desember, frumsýnir Íslandsdeild Amnesty International heimildarmyndina Vonarljós í Bíó Paradís kl. 19 í sal 1. Aðgangur er ókeypis og öllum boðið að mæta á meðan húsrúm leyfir.
Skýrslur
Nýútkomin skýrsla Amnesty International leiðir í ljós að nægjanlegur grundvöllur er til þess að álykta að Ísrael hafi framið og haldi áfram að fremja hópmorð gegn Palestínubúum á Gaza.
Fréttir
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, yfirmanni al-Qassam hersveita Hamas (þekktur sem Deif), vegna ákæra um stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð sem tengist yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins.
SMS
Frá því í nóvember í ár hafa yfirvöld í Venesúela hert árásir sínar gegn PROVEA, frjálsum félagasamtökum sem verja mannréttindi þar í landi. Lögreglan boðaði Oscar Murillo, framkvæmdastjóra samtakanna, á fund til að gefa vitnisburðí máli er varðar meint brot á umdeildum lögum gegn hatri (e. anti-hatred laws). Nokkrum vikum áður hafði háttsettur embættismaður hótað samtökunum í sjónvarpinu.
Viðburðir
Herferðin Þitt nafn bjargar lífi gengur vel í ár líkt og áður. Undirskriftum er safnað víðs vegar um heim til stuðnings níu einstaklinga og hópa sem þolað hafa mannréttindabrot. Fjölmargar fræðslur um herferðina hafa verið í skólum, bæði framhalds- og grunnskólum. Á döfinni eru fjölbreyttir viðburðir og undirskriftasafnanir í tengslum við herferðina.
Fréttir
Í nýlegri úttekt vakti Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (e. Human Rights Committee) athygli á áhyggjum sínum er varða mannréttindi á Íslandi, þar sem nefndin tók meðal annars undir áhyggjuefni sem sett voru fram í skriflegri skýrslu Amnesty International. Nefndin tók undir þrjú af fjórum lykilatriðum sem Amnesty International vakti sérstaklega athygli á og lagði til breytingar er varða útlendingalög, beitingu einangrunarvistar og lagaákvæði um eftirlit með aðgerðum lögreglu.
Andartak – sæki fleiri fréttir.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu