Tilkynning

Mannréttindaáskorun

Íslandsdeild Amnesty International skorar á ungmenni á aldrinum 16-25 ára að taka þátt í mannréttindaáskorun! Hefur þú áhuga á mannréttindum? Taktu þátt!

SMS

Ábyrgðarskylda FIFA í garð farandverkafólks í Katar

Nú eru tvö ár þar til flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í Katar 2022. Íslandsdeild Amnesty International kallar eftir því að KSÍ taki að sér virkt hlutverk í að tryggja að alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA uppfylli samfélagslega ábyrgð um að virða mannréttindi og að þau svari fyrir þau mannréttindabrot sem tengd eru undirbúningi fyrir mótið.

Fréttir

Síle: Lögreglan refsar okkur fyrir að mótmæla

Gustavo Gatica var 21 árs þegar hann blindaðist í mótmælum í Síle af völdum lögreglu. Mál hans er eitt af málunum okkar í ár í árlegri herferð okkar Þitt nafn bjargar lífi. Í fyrstu vildu yfirvöld ekki taka ábyrgð og gáfu til kynna að mótmælendur hefðu sjálfir slasað Gustavo. Amnesty International rannsakaði harkaleg viðbrögð yfirvalda við fjöldamótmælin sem hófust í október 2019. Í kjölfarið hóf ríkissaksóknari að rannsaka málið. Gustavo skrifar hér um málið sitt. Hann lýsir því hversu mikið stuðningur hefur skipt hann máli og hvernig það er að venjast nýju lífi.   

SMS

Víetnam: Baráttukona fyrir mannréttindum í hættu á að vera pynduð

Baráttukonan Pham Thi Doan Trang var handtekin þann 6. október 2020 fyrir friðsamar aðgerðir og er í einangrun. Hún á yfir höfði sér 20 ára fangelsi og er í hættu á að sæta pyndingum. Doan Trang er höfundur og blaðakona sem hefur verið ötull talsmaður mannréttinda. Undanfarin ár hefur hún orðið fyrir endurtekinni áreitni, hótunum og árásum af hálfu yfirvalda.

Skýrslur

Amnesty International lítur inn á við

Morðið á Georg Floyd í haldi lögreglu beindi sjónum að sögulegum og kerfisbundnum kynþáttafordómum sem enn ríkja, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Amnesty International ákvað í kjölfarið að líta inn á við og kanna hvort uppbygging og starfsemi aðalstöðva samtakanna, sem eiga sér næstum 60 ára sögu, viðhaldi óafvitandi rótgrónum kynþáttafordómum.

SMS

Nígería: Stöðvum refsileysi vegna lögregluofbeldis

Í Nígeríu hefur almennum borgurum verið nauðgað, þeir pyndaðir og kúgaðir og jafnvel myrtir af lögreglumönnum sem tilheyra sérsveit lögreglu gegn ránum, SARS (e. Special Anti-Robbery Squad). Stjórnvöld í Nígeríu neyddust til að leggja niður sérsveitina í kjölfar mótmæla en það er ekki nóg. Fórnarlömb þessara glæpa bíða enn réttlætis. Kallað er eftir því að bundið verði á enda á refsileysi vegna glæpa SARS-sérsveitarinnar.

Tilkynning

Litum fyrir mannréttindi

Íslandsdeild Amnesty International, í samstarfi við hóp íslensks listafólks, hefur gefið út litabókina LITUM FYRIR MANNRÉTTINDI.

Fréttir

Kórónuveiran: Andlegt álag heilbrigðisstarfsfólks

Kveðið er á um rétt til bestu mögulegu geðheilsu í alþjóðalögum en raunin er sú að á heimsvísu eru fáir sem hafa aðgang að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Kórónuveirufaraldurinn hefur gert vandamálið enn stærra. Í nýlegri könnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar kom í ljós að aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er takmarkað eða ekkert. Á sama tíma eykst þörfin.

SMS

Grikkland: verndum flóttafólk í Moria

Eldarnir sem komu upp í flóttamannabúðum í Moria hafa gert aðstæður verri fyrir þúsundir flóttafólks sem nú hafa lélegt aðgengi að vatni, mat og heilbrigðisþjónustu. Margir hafa misst eigur sínar, meðal annars mikilvæg skjöl er varða umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd.

Andartak – sæki fleiri fréttir.