Fréttir

Styrktu baráttu stúlkna í Ekvador

Þann 15. september ýtir Íslandsdeild Amnesty International úr vör fjáröflunarherferð til styrktar verkefnis Amnesty International á Ameríkusvæðinu. Verkefnið styður við níu stúlkur í Amazon-skóginum í Ekvador sem berjast fyrir hreinu, heilnæmu og sjálfbæru umhverfi þar sem þær búa. Stuðningurinn felst m.a. í frekari rann­sóknum á áhrifum gasbruna á heilsu fólks og umhverfið. Einnig verður lögð áhersla á vitund­ar­vakn­ingu og herferðir, innan lands sem utan, til að þrýsta á stjórn­völd í Ekvador. Öll framlög renna óskert til þessa verkefnis.

SMS

Egyptaland: Jemeni í hættu á brottvísun úr landi

Abdul- Baqi Saeed Abdo, umsækjandi um alþjóðlega vernd frá Jemen, hefur verið í haldi að geðþótta í rúmlega 20 mánuði í Egyptalandi og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til heimalandsins þar sem líf hans er í hættu.

Fréttir

Ísland: Afhending undirskrifta til utanríkisráðherra

Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Þórunn Pálína Jónsdóttir lögfræðingur deildarinnar afhentu Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra ákall með 1109 undirskriftum þann 4. september.

Viðburðir

Hádegishlé: Opin fundaröð í september um mannréttindi á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International

Hádegishlé er ný fundaröð Íslandsdeildar Amnesty International um fjölbreyttar hliðar mannréttinda. Fundirnir eru haldnir í hádeginu, frá kl. 12:05-13:00, alla miðvikudaga í september. Einstaklingar með reynslu af ólíkum sviðum mannréttinda deila þekkingu sinni með gestum og svara spurningum eftir erindið. Það verða léttar veitingar í boði og heitt á könnunni.

Fréttir

Venesúela: Handtökur að geðþótta kúgunartól stjórnvalda

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Amnesty International krefst tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Fréttir

Íran: Virði rétt fjölskyldna til að varðveita minningu ástvina sinna

Fjölskyldur einstaklinga sem voru myrtir af öryggissveitum í Íran árið 2022 í uppreisninni fyrir frelsi kvenna verða að fá að minnast ástvina sinna nú þegar ár er liðið frá andláti þeirra. Írönsk stjórnvöld hafa ráðist á og ógnað fjölskyldum fórnarlambanna af enn meiri þunga til að þagga niður í þeim.

Fréttir

Ísland: Neyðarfundur félagasamtaka vegna stöðu flóttafólks

Sögulega stór hópur félagasamtaka stóð í síðustu viku saman að neyðarfundi til að ræða þá mannúðarkrísu sem upp er komin með framkvæmd nýrra útlendingalaga sem sviptir hóp fólks allri þjónustu. Samtökin höfðu áður gefið út yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af afdrifum, öryggi og mannlegri reisn þessa hóps og lýst yfir efasemdum um að framkvæmd laganna standist mannréttindaskuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist.

SMS

Rússland: Tvær listakonur í haldi

Leikhússtjórinn Evgenia Berkovich og handritshöfundurinn Svetlana Petriychuk voru handteknar að geðþótta þann 5. maí og eru enn í haldi.

Yfirlýsing

Ísland: Áríðandi yfirlýsing frá félagasamtökum á Íslandi vegna aðstæðna fólks á flótta

Tutt­ugu og þrjú fé­laga­sam­tök á Íslandi, þar á meðal Íslandsdeild Amnesty International, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp í málefnum fólks á flótta sem vís­að hef­ur ver­ið úr allri þjón­ustu op­inberra að­ila á Íslandi. Félagasamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum af afdrifum flóttafólksins, öryggi þeirra og mannlegri reisn og skora á stjórnvöld á Íslandi að tryggja þessa þætti auk þess sem þau kalla eftir samráðsfundi með stjórnvöldum. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan:

Andartak – sæki fleiri fréttir.