Fréttir

Alþjóðlegt: Z-kynslóðin mótmælir þrátt fyrir ógnir

Um heim allan streyma ungmenni, svokölluð Z-kynslóðin, út á götur til að berjast fyrir réttindum sínum. Í Madagaskar mótmæla þau ítrekuðum vatnsskorti og rafmagnsleysi. Í Perú er réttinum til þungunarrofs ógnað. Í Indónesíu hafa ungmenni látið í sér heyra gegn aukinni valdboðsstefnu stjórnvalda.

SMS

Bandaríkin: Hættið að herja á erlenda nemendur vegna mótmæla

Frá því að Mahmoud Khalil var handtekinn að geðþótta þann 8. mars, fyrir þátttöku í mótmælunum við Columbia háskólann, hafa yfirvöld herjað á a.m.k. níu aðra nemendur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið og fundafrelsi friðsamlega. Þúsundir vegabréfsáritana hafa verið afturkallaðar án réttlætingar.

SMS

Ísrael: Palestínskur læknir handtekinn við störf sín

Palestínski lækn­irinn Hussam Abu Safiya er fram­kvæmda­stjóri Kamal Adwan-spít­alans og hefur tjáð sig um hrun heil­brigðis­kerf­isins á Gaza. Hann var hand­tekinn að geðþótta af ísra­elskum yfir­völdum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan.Palestínski lækn­irinn Hussam Abu Safiya er fram­kvæmda­stjóri Kamal Adwan-spít­alans og hefur tjáð sig um hrun heil­brigðis­kerf­isins á Gaza. Hann var hand­tekinn að geðþótta af ísra­elskum yfir­völdum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan.

Fréttir

Ísrael/hernumda svæðið í Palestínu: Fyrsti áfangi um vopnahlé

Ísrael og Hamas hafa samþykkt fyrsta áfanga um vopnhlé sem að sögn felur í sér að hleypa mannúðaraðstoð inn á Gaza á fimm stöðum, leysa alla lifandi ísraelska og erlenda gísla sem eru í haldi á Gaza í skiptum fyrir palestínska fanga og að Ísraelsher dragi sig að hluta til baka á Gaza. Amnesty International hefur meðal annars þetta um málið að segja.

Viðburðir

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk heimildarmyndagerðarkona, aðgerðasinni og rannsakandi, Lina, verður gestur Íslandsdeildar Amnesty International dagana 27. september til 1. október á RIFF alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hin rómaða heimildarmynd hennar 5 Seasons of Revolution verður sýnd á hátíðinni þriðjudaginn 30. september kl. 19:10 í Háskólabíó, sal 2. Að henni lokinni verða pallborðsumræður og spurningum svarað úr sal.

Skýrslur

Alþjóðlegt: Hagkerfi sem stuðlar að hópmorði Ísraels, hernámi og aðskilnaðarstefnu

Ríki, opinberar stofnanir og fyrirtæki um heim allan gera Ísrael kleift eða hagnast á því að Ísrael hafi til langs tíma brotið alþjóðalög og má þar nefna yfirstandandi hópmorð á Palestínubúum á Gaza, ólögmætt hernám á palestínsku svæði og grimmilega aðskilnaðarstefnu gegn öllum Palestínubúum. Þessir aðilar eru ýmist samsekir Ísrael, veita því stuðning eða telja sig ekki geta gert neitt í stöðunni. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Amnesty International.

SMS

Ísland: Alþingismenn þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð (e. genocide) á Palestínu­búum á Gaza. Við krefj­umst þess að alþing­is­menn á Íslandi geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það. Sátt­máli Sameinuðu þjóð­anna um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð skuld­bindur ríki um allan heim til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að hópmorð séu framin. 

Andartak – sæki fleiri fréttir.