SMS

Suður-Súdan: Aðgerðasinna í haldi neitað fjölskylduheimsókn

Suður-súdönskum aðgerðasinna á fertugsaldri, Michael Wetnhialic, er haldið í höfuðstöðvum þjóðaröryggisstofnunar ríkisins og meinaður aðgangur að fjölskyldu sinni eða lögfræðingi. Hann var handtekinn af geðþótta af þjóðaröryggisstofnuninni í Juba þann 18. maí síðastliðinn.

SMS

Íran: Unglingur á hættu á að vera tekinn af lífi

Átján ára unglingur, Daniel Zeinolabedini, sem er í haldi í Mahabad-fangelsi í Vestur-Azerbaijan héraði í Íran, á hættu á að vera tekinn af lífi. Hann var dæmdur til dauða fyrir manndráp í júní 2018 eftir ósanngjörn réttarhöld þegar hann var aðeins 17 ára. Aftaka væri alvarlegt brot á alþjóðalögum.

Góðar fréttir

Botsvana: Afglæpavæðing samkynhneigðar

Amnesty International fagnar úrskurði hæstaréttar í Botsvana í júní síðastliðnum um afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda og er það sigur fyrir jafnrétti og frelsi til að fá að elska hvern sem er. Amnesty International kallar einnig eftir því að önnur lönd í Afríku fylgi fordæmi Botsvana.

Viðburðir

Mannréttindamaraþon Amnesty International

Laugardaginn 13. júlí stendur ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International fyrir Mannréttindamaraþoni. Markmið mannréttindamaraþonsins er að virkja alla þá sem hafa áhuga á hlaupum eða hreyfingu til að fræðast í leiðinni um stöðu mannréttindabrota víðsvegar um heiminn og taka þátt í starfi Amnesty International.

Tilkynning

Yfirlýsing vegna brottvísana barna á flótta

Í dag, þann 4. júlí 2019, sendu ungliðahreyfing Amnesty International ásamt ungmennaráði UNICEF á Íslandi, ungmennaráði Barnaheilla og ráðgjafarhóps Umboðsmanns barna frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna brottvísana barna á flótta aftur til Grikklands. Ungmennaráðin skora á yfirvöld að grípa til aðgerða og vernda börn á flótta eins og þeim ber skylda til, sama hvað það kostar.

Góðar fréttir

Bretland: Vopnasala til Sádi-Arabíu ólögmæt

Áfrýjunardómstóll í Bretlandi kvað upp úrskurð nýverið um að ákvörðun breskra stjórnvalda um að leyfa vopnaútflutning til Sádi-Arabíu væri ólögmæt. Eitt af því sem skipti sköpum og leiddi til umræddrar niðurstöðu voru rannsóknir Amnesty International, annarra frjálsra félagasamtaka og Sameinuðu þjóðanna.

SMS

Verndum réttindi íbúa Hong Kong

Íbúar Hong Kong hafa af hugrekki mótmælt fyrirhuguðu lagafrumvarpi þrátt fyrir ofbeldi lögreglu. Verði frumvarpið samþykkti eiga íbúar Hong Kong á hættu að verða framseldir til meginlands Kína og sæta þar illri meðferð.

Andartak – sæki fleiri fréttir.