Viðburðir

Bréf til bjargar lífi 2018

Nú styttist óðum í hið árlega Bréf til bjargar lífi árið 2018. Að venju tekur fjöldi sveitafélaga þátt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Dagskráin verður auglýst í Fréttablaði samtakanna og á vef Íslandsdeildarinnar. Bréf til bjargar lífi fer fram á skrifstofu Íslandsdeildarinnar, sunnudaginn 9. desember frá kl. 13-17.

Ákall

Samhugur sem gefur von

Marielle Franco var baráttukona sem var myrt fyrr á þessu ári í Brasilíu. Mál hennar er tekið fyrir í Bréf til bjargar lífi 2018 þar sem skorað er á yfirvöld að rannsaka morðið. Hér er bréf móður hennar, Marinete da Silva, sem lýsir því hversu mikið stuðningur og samhugur skiptir máli.

Viðburðir

Lýstu upp myrkrið

Kíktu við fyrir framan Hallgrímskirkju á gagnvirka ljósainnsetningu. Ljósainnsetningin stendur yfir frá föstudeginum 30. nóv - 2. des milli klukkan 17 - 22. Á föstudaginn kl. 17 setur Eliza Reid, forsetafrú viðburðinn.

Góðar fréttir

Þakkir til stuðningsfólks Amnesty International

Eskinder Nega, þekktur blaðamaður í Eþíópu, hefur verið fangelsaður níu sinnum fyrir að sinna starfi sínu. Mál hans var tekið upp í alþjóðlegri og árlegri herferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi árið 2012. Hann var leystur úr haldi fyrr á þessu ári. Hann sendi stuðningsfólki Amnesty International bréf þar sem hann fjallar um fangavistina, hvernig hann þraukaði og hvers vegna raddir mannréttinda þurfa að heyrast.

SMS

Pakistan: Kona ásökuð um guðlast í hættu

Aasia Noreen, kölluð Aasia Bibi, er kristinnar trúar og starfaði á sveitabýli. Árið 2010 var hún fundin sek um guðlast og dæmd til dauða. Þrátt fyrir að hafa verið sýknuð af öllum ákæruliðum í hæstarétti létu pakistönsk yfirvöld undan kröfum vígasveita um að senda málið til hæstaréttar að nýju og banna Aasiu Bibi að ferðast úr landi.

SMS

Mósambík: Blaðamönnum og aðgerðasinnum ógnað

Blaðamenn og aðgerðasinnar hafa fengið sendar nafnlausar líflátshótanir og ógnandi símtöl og skilaboð síðan 10. október. Hótanirnar hófust eftir að hópur blaðamanna og aðgerðasinna fylgdust með kjörstöðum og fluttu fréttir af úrslitum sveitastjórnakosninga í borgunum Nacala-Porto og Nampula í Nampula-héraði í norður Mósambík.

Fréttir

Rannsókn á intersex á Íslandi

Í framhaldi af rannsókn Amnesty International í Danmörku og Þýskalandi og málþingsins; Mannréttindi intersex fólks: Ný nálgun til framtíðar sem fram fór hér á landi í febrúar árið 2018 í samstarfi við Samtökin ´78, Intersex Ísland og Mannréttindaskrifstofu Ísland, var afráðið að rannsakandinn Laura Carter ynni rannsókn á högum fólks með ódæmigerð kyneinkenni hér á landi.

Andartak – sæki fleiri fréttir.