SMS

Aðgerðasinni í haldi vegna Facebookfærslna

Aðgerðasinni frá Senegal, Guy Marius Sagna, var ákærður fyrir „falskar hryðjuverkaaðvaranir“ þann 5. ágúst síðastliðinn. Hann var handtekinn af geðþótta þann 16. júlí í höfuðborginni Dakar. Guy var yfirheyrður vegna tveggja Facebook-færslna þar sem hann fjallaði um skort á fullnægjandi læknisaðstöðu í Senegal og einnig fyrir innlegg sitt á Facebook-síðu sinni um veru franska hersins í Afríku.

Fréttir

Íslandsheimsókn Kumi Naidoo aðalframkvæmdastjóra Amnesty International

Aðalframkvæmdarstjóri Amnesty International, Kumi Naidoo, var staddur hér á landi síðastliðinn föstudag fram til þriðjudags. Margt dreif á daga hans hér á Íslandi en síðastliðinn laugardag tók hann þátt í Reykjavík Pride með ungliðahreyfingu Íslandsdeildarinnar, var viðstaddur afhjúpunar minnisvarða um jökulinn Ok á sunnudaginn, hitti Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands og stóð að lokum fyrir hádegisumræðum á skrifstofu Íslandsdeildarinnar á mánudaginn.

Góðar fréttir

El Salvador: Sýknun Evelyn Hernández sigur fyrir mannréttindi

Evelyn Hernández var sýknuð fyrir rétti þann 19. ágúst og er það sigur fyrir mannréttindi. Hún var 21 árs þegar neyðartilvik á heimili Evelyn þann 6. apríl 2016 leiddi til fósturmissis hennar. Starfsfólk á vakt tilkynnti Evelyn Hernández til lögreglu þegar hún kom á sjúkrahús til aðhlynningar.

Tilkynning

Hádegisumræður með Kumi Naidoo

Næstkomandi mánudag munu fara fram hádegisumræður með aðalframkvæmdastjóra Amnesty International, Kumi Naidoo, á skrifstofu Íslandsdeildarinnar en hann er staddur hér á landi um þessar mundir. Ræddar verða helstu áskoranir í mannréttindabaráttunni fyrir alla.

Viðburðir

Amnesty International tekur þátt í Reykjavík Pride 2019

Íslandsdeild Amnesty International tekur þátt í Gleðigöngunni Reykjavík Pride laugardaginn 17. ágúst, fyrir fólk sem hefur ekki frelsi til að elska eða vera það sjálft án þess að líf þess sé í hættu.

SMS

Paragvæ: Réttindi frumbyggja í hættu

Frumbyggjasamfélagið Tekoha Sauce í Paragvæ er enn og aftur á hættu að vera rekið af landsvæði forfeðra sinna vegna lögsóknar Itaipú Binational vatnsaflsvirkjunarinnar. Paragvæska stjórnarskráin og alþjóðlegir staðlar um mannréttindi vernda frumbyggjasamfélög frá því að vera rekin af landsvæðum forfeðra sinna án samráðs og fulls samþykkis.

Fréttir

Fordæmi Íslands veitir vonarglætu

„Það sem við urðum vitni að hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði var í senn hvetjandi og gríðarlega mikilvægt. Við sáum Ísland sýna leiðtogafærni sína í verki með því að setja fram og koma í gegn ályktun um að koma mannréttindamálum Filippseyja á dagskrá SÞ.“

Fréttir

Ungir aðgerðasinnar deila hugsjón um betri heim

Dagana 13. - 17. júlí sóttu þær Þórkatla Haraldsdóttir og Arndís Ósk Magnúsdóttir ráðstefnuna European Youth Meeting (EYM) fyrir hönd Íslandsdeildar Amnesty International. Ráðstefnan var haldin í hjarta Evrópu: Brussel og eru þær báðar reynslumiklir aðgerðasinnar úr ungliðahreyfingu Íslandsdeildarinnar. Á ráðstefnunni voru samankomin meira en 40 ungmenni, sem fulltrúar sinna deilda, með hugsjón um betri heim þar sem allir geta notið mannréttinda. Ráðstefnan, sem haldin er árlega, er bæði skipulögð og leidd af ungu fólki og var dagskráin þétt skipuð.

Góðar fréttir

Google hætt við ritskoðaða leitarvél fyrir Kína

Bandaríski tölvurisinn Google sendi nýverið frá sér yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið væri hætt við að hleypa af stokkunum verkefninu Dragonfly, ritskoðaðri leitarvél fyrir Kína. Íslandsdeild Amnesty International tók upp málið í netákalli og SMS-aðgerðaneti í desember 2018 þar sem krafist var að fallið yrði frá verkefninu.

Andartak – sæki fleiri fréttir.