SMS
Íran: Kúrdísk baráttukona fyrir mannréttindum dæmd til dauða
Pakhshan Azizi er baráttukona og Kúrdi, sem er minnihlutahópur í Íran. Pakhshan var handtekin í ágúst 2023. Hún var dæmd til dauða í júlí 2024 eftir óréttlát réttarhöld fyrir það eitt að sinna friðsamlegum mannúðar- og mannréttindastörfum, þar á meðal að hjálpa konum og börnum á flótta í norðausturhluta Sýrlands. Ásakanir hennar um pyndingar og aðra illa meðferð í haldi hafa ekki verið rannsakaðar.