Fréttir

Rússland verður að afnema ritskoðunarlög sem kæfa andóf

Um langa hríð hefur verið lítið svigrúm fyrir friðsamleg mótmæli og tjáningarfrelsi í Rússlandi en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur það í raun horfið með öllu. Viku eftir innrásina, í febrúar 2022, innleiddu rússnesk stjórnvöld ritskoðunarlög í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur mótmæli gegn innrásinni og stríðinu. Tveimur árum síðar afplánar fjöldi fólks áralanga fangelsisdóma fyrir friðsamlegt andóf gegn stríðinu.

Fréttir

Áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna frystingar fjárstuðnings til UNRWA

Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir alvarlegum áhyggjum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að frysta fjármögnun til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hvetur ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur til að snúa þeirri ákvörðun við án tafar og styðja við störf UNRWA.

Fréttir

Ísrael verður að binda enda á hernám Palestínu

Ísrael verður að binda enda á grimmilegt hernám Gaza og Vesturbakkans, þar á meðal Austur-Jerúsalem, sem Ísrael hefur viðhaldið síðan 1967, samkvæmt yfirlýsingu Amnesty International nú þegar opinber málsmeðferð hefst hjá Alþjóðadómstólnum í Haag (ICJ) til að kanna lagalegar afleiðingar langvarandi hernáms Ísraels.

Tilkynning

SMS-aðgerðanet: Hækkun

Frá og með 1. mars 2024 hækkar hvert sms úr 199 kr í 299 kr. Heild­ar­styrkur á mánuði verður því 897 kr.

SMS

Venesúela: Baráttukona fyrir mannréttindum handtekin

Rocío San Miguel, þekkt baráttukona fyrir mannréttindum, var handtekin að geðþótta þann 9. febrúar 2024 á flugvellinum í Caracas í Venesúela. Hún sætir þvinguðu mannshvarfi (leynilegu varðhaldi yfirvalda).Þetta er ein af aðferðunum sem hafa verið skráðar sem stjórnvöld beita til að bæla niður andstöðu.

Fréttir

Ísrael: Aukin harka ísraelskra hersveita á Vesturbakkanum

Ísraelskar hersveitir hafa síðustu fjóra mánuði beitt palestínskt fólk grimmilegu ofbeldi á hernumda Vesturbakkanum á meðan heimsbyggðin fylgist með ástandinu á Gaza. Hersveitir hafa drepið palestínskt fólk með ólögmætum hætti, meðal annars með óhóflegri og ónauðsynlegri valdbeitingu gegn mótmælendum og við handtöku ásamt því að neita særðu fólki um læknisaðstoð. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Amnesty International.

Andartak – sæki fleiri fréttir.