Fréttir

COP30: Fólk í fyrirrúmi en ekki hagnaður og völd

Nú þegar COP30, árleg loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, stendur yfir í Belém í Brasilíu kallar Amnesty International eftir því að leiðtogar á COP30 hafi fólk í fyrirrúmi í öllum samningaviðræðum í stað hagnaðar og valds. Þeir verða að skuldbinda sig til að grípa til nauðsynlegra aðgerða í þágu loftslagsmála með því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis af fullum þunga á réttlátan hátt og tryggja réttlát orkuskipti með sjálfbærri orku fyrir alla á öllum sviðum.

Viðburðir

Þitt nafn bjargar lífi: Viðburðir víða um land

Eins og fyrri ár fer herferðin Þitt nafn bjargar lífi fram á ýmsum stöðum undir öflugri stjórn aðgerðasinna á kaffihúsum, jólamörkuðum, bókasöfnum og í skólum víða um land. Undirskriftum til stjórnvalda er safnað til stuðnings átta einstaklingum og hópum sem sæta mannréttindabrotum víða um heim.

SMS

Indónesía: Aðgerðasinnar handteknir að geðþótta fyrir friðsamleg mótmæli

Átta aðgerðasinnar; Delpedro Marhaen Rismansyah, Muzaffar Salim, Khariq Anhar, Syahdan Husein, Wawan Hermawan, Saiful Amin, Shelfin Bima Prakosa og Muhammad ‘Paul’ Fakhrurrozi voru handteknir að geðþótta og ákærðir fyrir það eitt að mótmæla eða sýna stuðning við mótmæli á samfélagsmiðli. Þeir eru enn í gæsluvarðhaldi. Mál þeirra eru hluti af víðtækum ofbeldisfullum aðgerðum indónesísku lögreglunnar til að bæla niður mótmæli sem hófust 25. ágúst síðastliðinn og hafa átt sér stað víðs vegar um landið. Þeir eru í hópi 959 einstaklinga sem voru handteknir að geðþótta og ákærðir.

Fréttir

Þitt nafn bjargar lífi: Af hverju mannúðin getur sigrað

Við lifum á tímum þar sem frelsi okkar fer þverrandi, valdboðsstefna og einræðistilburðir fara vaxandi, við verðum vitni að hópmorðinu á Gaza, loftslagsváin vomir yfir okkur og borgaraleg réttindi hafa hnignað. Það er auðvelt að láta hugfallast á þessum erfiðu tímum og finnast sem við fáum litlu um breytt en þó að við getum ekki breytt öllu getum við öll breytt einhverju!

Tilkynning

Þitt nafn bjargar lífi 2025 - Taktu þátt

Taktu þátt í árlegri og alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjarrgar lífi. Skrifaðu undir átta áríðandi mál einstaklinga eða hópa sem beittir eru alvarlegum órétti.

Fréttir

Alþjóðlegt: Z-kynslóðin mótmælir þrátt fyrir ógnir

Um heim allan streyma ungmenni, svokölluð Z-kynslóðin, út á götur til að berjast fyrir réttindum sínum. Í Madagaskar mótmæla þau ítrekuðum vatnsskorti og rafmagnsleysi. Í Perú er réttinum til þungunarrofs ógnað. Í Indónesíu hafa ungmenni látið í sér heyra gegn aukinni valdboðsstefnu stjórnvalda.

SMS

Bandaríkin: Hættið að herja á erlenda nemendur vegna mótmæla

Frá því að Mahmoud Khalil var handtekinn að geðþótta þann 8. mars, fyrir þátttöku í mótmælunum við Columbia háskólann, hafa yfirvöld herjað á a.m.k. níu aðra nemendur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið og fundafrelsi friðsamlega. Þúsundir vegabréfsáritana hafa verið afturkallaðar án réttlætingar.

SMS

Ísrael: Palestínskur læknir handtekinn við störf sín

Palestínski lækn­irinn Hussam Abu Safiya er fram­kvæmda­stjóri Kamal Adwan-spít­alans og hefur tjáð sig um hrun heil­brigðis­kerf­isins á Gaza. Hann var hand­tekinn að geðþótta af ísra­elskum yfir­völdum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan.Palestínski lækn­irinn Hussam Abu Safiya er fram­kvæmda­stjóri Kamal Adwan-spít­alans og hefur tjáð sig um hrun heil­brigðis­kerf­isins á Gaza. Hann var hand­tekinn að geðþótta af ísra­elskum yfir­völdum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan.

Fréttir

Ísrael/hernumda svæðið í Palestínu: Fyrsti áfangi um vopnahlé

Ísrael og Hamas hafa samþykkt fyrsta áfanga um vopnhlé sem að sögn felur í sér að hleypa mannúðaraðstoð inn á Gaza á fimm stöðum, leysa alla lifandi ísraelska og erlenda gísla sem eru í haldi á Gaza í skiptum fyrir palestínska fanga og að Ísraelsher dragi sig að hluta til baka á Gaza. Amnesty International hefur meðal annars þetta um málið að segja.

Andartak – sæki fleiri fréttir.