Fréttir

Nöfnum barna haldið á lofti á Þjóð gegn þjóðarmorði

Íslandsdeild Amnesty International tók þátt í fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði á Austurvelli laugardaginn 6. september. Fjölmörg samtök, félög og verkalýðsfélög stóðu að baki fundinum og voru þátttökufélögin vel á annað hundrað.

Fréttir

Sýrland: Aftökur án dóms og laga í Suwayda

Ný rannsókn Amnesty International leiddi að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld og herlið tengd þeim hefðu tekið fjölda Drúsa í Suwayda af lífi án dóms og laga. Þessi hryllilegu mannréttindabrot eru enn ein grimmilega áminningin um hörmulegar afleiðingar sem refsileysi í Sýrlandi hefur haft þar sem núverandi stjórnvöld og herlið tengd þeim drepa án ótta við að verða sótt til saka. Aftökur án dóms og laga eru brot á alþjóðalögum og eiga sér stað þegar stjórnvöld eða fulltrúar stjórnvalda taka fólk af lífi utan réttarkerfisins. Þetta getur bæði átt við fyrirskipun um aftöku eða þegar fulltrúar stjórnvalda taka fólk af lífi án eftirlits.

Fréttir

Alþjóðleg herferð: Let Children live

Börn á Gaza og Vesturbakkanum alast upp við óbærilegar aðstæður. Ofbeldið eykst á meðan heimurinn fylgist með og vonin virðist fara dvínandi. Frá því að hópmorðið hófst á Gaza höfum við reglulega fengið hryllilegar fréttir um þau fjölmörgu börn sem hafa verið drepin. Alþjóðlega herferðin Let Children Live snýr að baráttu fyrir þau börn sem eru enn á lífi. Herferðin er unnin í samstarfi Amnesty International við Barnaheill (Save the Children).

Skýrslur

Sýrland: Ný ríkisstjórn þarf að tryggja réttinn til sannleikans, réttlætis og skaðabóta

Ríkisstjórn Sýrlands þarf að skuldbinda sig skilyrðislaust til að tryggja réttinn til sannleikans, réttlætis og skaðabóta vegna tuga þúsunda horfinna einstaklinga með því að hefja leit þar í landi að þeim sem enn hafa ekki fundist og sjá til þess að gerendur sæti ábyrgð. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International sem er birt í tilefni af alþjóðadegi fórnarlamba þvingaðra mannshvarfa þann 30. ágúst, og níu mánuðum eftir fall ríkisstjórnar Bashar al-Assads.

SMS

Bretland: Fella þarf niður ákærur á hendur friðsömum mótmælendum 

Þann 9. ágúst síðastliðinn voru 522 mótmælendur handteknir í London. Í aðdraganda þess voru rúmlega 200 til viðbótar handteknir fyrir svipuð brot í London og víðs vegar um Bretland fyrir friðsamleg mótmæli gegn banni við aðgerðum í þágu Palestínu sem tók gildi 5. júlí. 

Fréttir

Líbanon: Eyðilegging af völdum Ísraelshers

Amnesty International rannsakaði áhrif landárása Ísraels á 24 bæjarfélög í Líbanon frá 1. október 2024 til 26. janúar 2025. Greining okkar sýndi að 10.000 borgaraleg mannvirki voru eyðilögð eða urðu fyrir miklum skemmdum á innan við fjórum mánuðum, þar á meðal heimili, moskur, grafreitir, almenningsgarðar og landbúnaðarland. Í sumum þorpum urðu rúmlega 70% allra bygginga fyrir skemmdum eða eyðilögðust.

Fréttir

Hungursneyð á Gaza

Ísrael sveltir Palestínubúa á Gaza af ásettu ráði sem spillir heilsu þeirra, velferð og samfélagskerfi með kerfisbundnum hætti. Palestínsk börn veslast upp í þessu ástandi og neyðast fjölskyldur til að velja á milli tveggja óhugsandi valkosta: Hlusta hjálparlaus á grátur horaðra barna sinna sem kalla á mat eða hætta lífi sínu eða heilsu í örvæntingarfullri leit að mataraðstoð.

SMS

Mósambík: Fjölmiðlakonu byrlað eitur

Fjölmiðlakonan Selma Inocência Marivate tjáði Amnesty International þann 27. júlí að hana grunaði að eitrað hafi verið fyrir sér með þungmálmum í vinnuferð til Maputo, höfuðborg Mósambík, í mars síðastliðnum.

SMS

Úganda: Þvingað mannshvarf leiðtoga stjórnarandstöðunnar

Öryggisfulltrúar í Úganda handtóku Robert Lugya Kayingo lögfræðing og forseta stjórnarandstöðuflokksins Ugandan Federal Alliance á Entebbe flugvellinum þann 17. júlí við komuna frá Suður Afríku. Ekki hefur sést til hans eða heyrst frá honum síðan. Öryggisfulltrúarnir sem handtóku hann kynntu sig ekki og greindu ekki frá ástæðu handtökunnar. Engar opinberar upplýsingar hafa verið gefnar upp um afdrif hans eða staðsetningu.

Andartak – sæki fleiri fréttir.