Góðar fréttir

Mannréttindasigrar sem ber að fagna

Á tímum þegar mannréttindi eru víða fótum troðin í heiminum er auðvelt að missa sjónar á því jákvæða. Það má ekki gleyma að fagna þeim mannréttindasigrum sem Amnesty International hefur stuðlað að með hjálp stuðningsfólks okkar á fyrstu sex mánuðum ársins. Fólk ranglega í fangelsi hefur verið leyst úr haldi, óréttlátum lögum hefur verið breytt og valdafólk hefur verið dregið til ábyrgðar. Hér eru mannréttindasigrar til að fagna.

SMS

Kólumbía: Rannsakið morðið á Kevin Agudelo í tengslum við mótmæli

Rannsaka þarf morðið á Kevin Agudelo sem átti sér stað í aðgerðum lögreglu. Þúsundir fólks fór út á götur í þjóðarverkfalli í mörgum borgum Kólumbíu árið 2021 til að krefjast réttar síns. Viðbrögð stjórnvalda var að ráðast á og refsa þeim einstaklingum sem létu í sér heyra. Flest mannréttindabrot í tengslum við mótmælin áttu sér stað í borginni Cali. 

SMS

Tansanía: Stöðvið þvingaða brottflutninga Masai-hirðingjasamfélagsins

Hætta er á þvinguðum brottflutningum Masai-hirðingjasamfélagsins til að greiða leið fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Um 70.000 einstaklingar eru í hættu í kjölfar þess að liðsafli lögreglu og hers kom í bæinn Loliondo í norðurhluta Tansaníu þar sem Masai-fólkið býr. Liðsaflinn kom á svæðið þann 7. júní í þeim tilgangi að taka land af Masai-fólkinu samkvæmt áætlun yfirvalda. Mótmæli hófust tveimur dögum síðar. Yfirvöld beittu táragasi og skotvopnum gegn mótmælend

SMS

Egyptaland: Réttað yfir hjónum í neyðarrétti

Aisha el-Shater, 41 árs dóttir leiðtoga Múslímska bræðralagsins (Muslim Brotherhood), og eiginmaður hennar Mohamed Abo Horeira hafa verið í haldi í rúm þrjú og hálft ár vegna fjölskyldutengsla við bræðralagið og fyrir að nýta mannréttindi sín með friðsamlegum hætti. Mál þeirra er nú fyrir neyðarrétti vegna falskra ákæra.

Fréttir

Bandaríkin: Niðurstaða hæstaréttar markar grimmileg þáttaskil

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi Roe v. Wade, dóminn um þungunarrof þann 24. júní 2022. Tarah Demant hjá Bandaríkjadeild Amnesty International hefur þetta um málið að segja: “Þessi dagur markar grimmileg þáttaskil í sögu Bandaríkjanna þar sem hæstiréttur felldi úr gildi dóminn Roe v. Wade og svipti þar með fólkið í Bandaríkjunum réttinn til þungunarrofs.“

SMS

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs.

Fréttir

Alþjóðlegt: 20 reglur gegn misbeitingu lögreglukylfa

Amnesty International gefur út skýrslu með leiðbeinandi reglum um viðeigandi beitingu lögreglukylfa fyrir alþjóðadag til stuðnings þolenda pyndinga sem er þann 26. júní. Reglurnar segja til um hvenær og hvernig megi beita slíkum vopnum í samræmi við alþjóðleg mannréttindalög þar sem lögmæti, nauðsyn, meðalhóf og ábyrgð eru höfð að leiðarljósi. Nýlegt myndband frá Indlandi þar sem lögregla ræðst á mótmælendur og gæslufanga með kylfum sýnir nauðsyn þess að kljást við útbreidda misbeitingu kylfa og annarra barefla.

SMS

Maldíveyjar: Aðgerðasinni dæmdur í fangelsi fyrir guðlast

Mohamed Rusthum Mujuthaba, 39 ára aðgerða- og friðarsinni, á yfir höfði sér fimm mánaða fangelsi fyrir guðlast. Hann var í haldi í meira en sex mánuði áður en hann fór fyrir dóm. Stjórnvöld verða að fella niður ákærur gegn honum.

Andartak – sæki fleiri fréttir.