Fréttir

Aðgerðakortin komin í hús!

Aðgerðakortin fyrir stærstu, árlegu undirskriftaherferð Amnesty International eru komin í hús og erum við mjög ánægð með útkomuna enda eru þau handhægari og umhverfisvænni en fyrri ár.

SMS

Kína: Úígúri í hættu á að vera tekinn af lífi

Tashpolat Tiyip, fyrrum rektor Háskólans í Xinjiang, var dæmdur til dauða eftir leynileg og óréttlát réttarhöld og stendur nú frammi fyrir yfirvofandi aftöku í Kína. Hann hvarf sporlaust árið 2017 og síðan þá hefur hann verið í varðhaldi af geðþótta. Engar upplýsingar hafa verið gefnar upp um sakargiftir, framvindu málsins né staðsetningu hans.

Fréttir

Mannréttindaskóli ársins 2019 – Er þinn skóli skráður?

Nú líður að stærsta árlega viðburði samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi. Sem fyrr er blásið til samkeppni meðal grunn- og framhaldsskóla landsins þar sem nemendum gefst tækifæri til að safna sem flestum undirskriftum fyrir sinn skóla og keppa um titilinn Mannréttindaskóli ársins.

Fréttir

Malasía: Beiting dauðarefsingarinnar er grimmilegt óréttlæti

Á alþjóðadegi gegn dauðarefsingunni, 10. október, gefur Amnesty International út skýrslu um dauðarefsinguna í Malasíu: Fatally flawed: Why Malaysia must abolish the death penalty. Í skýrslunni kemur fram að pyndingum og annarri illri meðferð er beitt í Malasíu til að ná fram játningu, aðgengi að lögfræðingi er ábótavant, ferlið fyrir náðun er torskilið og brotið er á réttinum til sanngjarnra réttarhalda.

SMS

Eþíópía: Leysa verður háskólakennara úr haldi

Þann 17. ágúst var háskólakennarinn Firew Bekele handtekinn og ákærður samkvæmt harkalegum hryðjuverkalögum (e. Anti-Terrorism Proclamation) Eþíópíu. Á seinasta áratug hafa lögin verið notuð til að bæla niður andstöðu. Firew Bekele er ákærður fyrir að skrifa bók sem gagnrýnir forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmeden, enhann neitar að hafa skrifað bókina. Firew Bekele er samviskufangi sem þarf að leysa tafarlaust úr haldi án skilyrða.

Fréttir

Skólar leyfi þátttöku nemenda í loftslagsverkföllum

Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International, hefur biðlað til 30 þúsund skóla víðsvegar í heiminum að nemendum verði leyft að taka þátt í loftslagsverkföllum sem eru án fordæmis og verða haldin 20. og 27. september

SMS

Mannréttindasinni í haldi í heilt ár án dóms

Đoàn Thị Hồng var handtekin ólöglega í september 2018 og hefur verið í haldi síðan án þess að mál hennar hafi verið tekið fyrir af dómstólum. Fjölskylda Đoàn Thị Hồng fékk ekki að hitta hana fyrr en 4. september 2019, 11 mánuðum eftir að hún var tekin höndum, og tók þá eftir heilsubrestum hjá henni. Við krefjumst þess að yfirvöld leysi Đoàn Thị Hồng úr haldi þar sem hún er samviskufangi og hefur einungis nýtt rétt sinn til tjáningarfrelsis á friðsamlegan hátt.

Viðburðir

Fögnum forystu ungs fólks gegn loftslagsbreytingum

Mánudaginn 16. september næstkomandi mun Íslandsdeild Amnesty International veita viðurkenningu fyrir forystu í baráttunni gegn loftlagsbreytingum í Bíó Paradís kl. 17:00. Elísabet Jökulsdóttir flytur unga fólkinu hvatningu og tónlistarfólkið GDRN og Flóni flytja nokkur lög. Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Andartak – sæki fleiri fréttir.