SMS

Ísrael: Leysa þarf palestínskan skurðlækni frá Gaza úr haldi

Khaled Al Serr er palestínskur skurðlæknir sem var handtekinn þann 24. mars 2024 á Nasser-sjúkrahúsinu í suðurhluta Gaza af ísraelska hernum. Honum hefur verið haldið í leynilegu varðhaldi. Það telst þvingað mannshvarf sem er brot á alþjóðlegum lögum. Í rúma tvo mánuði hafa ísraelsk yfirvöld haldið staðsetningu hans og afdrifum leyndum. Þær brotakenndu upplýsingar sem fjölskylda hans hefur fengið koma frá samstarfsfólki hans og föngum sem hafa verið leystir úr haldi.

Fréttir

Sádi-Arabía: Frumvarp kollvarpar tálsýn um framfarir og umbætur

Frumvarp til fyrstu almennu hegningarlöggjafar Sádi-Arabíu, sem er ekki enn búið að opinbera en var lekið var út, gengur í berhögg við alþjóðlega mannréttindastaðla og afhjúpar hræsnina á bak við loforð krónprinsins Mohammed bin Salman um framfarir og umburðarlyndi í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International um stöðu mála í Sádi-Arabíu: Manifesto for repression. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ekki deilt frumvarpinu með frjálsum félagasamtökum til umsagnar en þarlendir lögfræðingar hafa staðfest að frumvarpið sem var lekið út sé ófalsað.

SMS

Venesúela: Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Undanfarinn áratug hefur Amnesty International skrásett beitingu varðhaldsvistunar að geðþótta í Venesúela. Aðgerðirnar eru hluti kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro. Kennarar, verkalýðsfulltrúar, mannréttindafrömuðir og fjölmiðlafólk, hver sem er, getur átt á hættu að sæta varðhaldsvist af geðþóttaástæðum í pólitískum tilgangi, vera pyndaður, sæta þvinguðu mannshvarfi og verða af lífsáformum sínum.

SMS

Íran: Rappari í hættu á að vera tekinn af lífi

Andófsmaðurinn og rapparinn, Toomaj Salehi, á það á hættu á að vera tekinn af lífi. Dómstóll í Esfahan í Íran dæmdi hann til dauða í apríl síðastliðinn fyrir það eitt að taka þátt í uppreisninni „Konur, Líf, Frelsi “ og birta færslur á samfélagsmiðlum þar sem yfirvöld í Íran voru gagnrýnd.

Skýrslur

Dauðarefsingin: Mesti fjöldi aftaka í næstum áratug

Fjöldi aftaka rauk upp árið 2023 en á árinu var fjöldi aftaka sá mesti í næstum áratug. Ástæðan er veruleg aukning í Miðausturlöndum. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Amnesty International um beitingu dauðarefsingarinnar á heimsvísu árið 2023.

Tilkynning

Opið fyrir umsóknir á norrænan ungliðafund í Svíþjóð

Þann 22.-25. ágúst næstkomandi býður Norræna ungliðaráðið fimm ungliðum frá Íslandi til fundar og vinnusmiðju í Svíþjóð. Yfirskrift fundarins þetta árið er Mannréttindaneyð á Gaza og í Palestínu. Umsóknarfrestur er til 6. júní.

Tilkynning

Götukynningar Amnesty International

Götukynnar Íslandsdeildar Amnesty International hafa nú hafið störf til að kynna starf samtakanna og bjóða áhugasömum vegfarendum að gerast Vonarljós. Vonarljós eru mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna og tákn um von fyrir þolendur mannréttindabrota. Kjarni starfs Amnesty International felst í að berjast gegn mannréttindabrotum um heim allan. 

Fréttir

Þitt nafn bjargar lífi 2023: Mikill fjöldi þátttakenda á heimsvísu

Okkar árlega og alþjóðlega herferð, Þitt nafn bjargar lífi, fór fram í lok árs 2023 líkt og fyrri ár. Á Íslandi söfnuðust yfir 50 þúsund undirskriftir og stuðningskveðjur. Á heimsvísu var gripið til 5.828.323 aðgerða fyrir málin tíu með ýmsum hætti í 63 löndum. Það eru 500 þúsund fleiri aðgerðir en árið áður.   

Andartak – sæki fleiri fréttir.