Fréttir

Filippseyjar: Forsetinn fyrirskipar að skjóta til að drepa

Forseti Filippseyja Duterte hefur fyrirskipað lögreglu, hermönnum og opinberum fulltrúum í héruðum landsins að skjóta „vandræðagemlinga“ sem mótmæla á meðan á sóttkví stendur nú þegar kórónufaraldurinn geisar. Frekari fregnir berast af handtökum á fólki sem brýtur gegn samfélagslegri sóttkví en tuttugu og einn íbúi í borginni Quezon var handtekinn eftir að hafa krafist aðstoðar frá sveitastjórninni með tilliti til samfélagslegrar einangrunar.

SMS

Grikkland: Verndum flóttafólk gegn COVID-19

Á meðan heimurinn tekst á við COVID-19 heimsfaraldurinn eykst áhættan fyrir flóttafólk í Grikklandi með hverjum klukkutímanum sem líður. Þúsundir eldra fólks, fólk með undirliggjandi sjúkdóma, óléttar konur og fleiri eru fastir í flóttamannabúðum og búa við hættulegar aðstæður. Nú stendur þeim einnig ógn af faraldrinum en afleiðingarnar geta orðið skelfilegar fyrir þá sem þar dvelja.

Fréttir

Ungverjaland: Óhugnanleg þróun vegna nýrra laga tengdum COVID-19

Ungverska þingið samþykkti ný lög þann 30. mars síðastliðinn sem veita stjórnvöldum umboð til að breyta lögum án þess að fara með þau í gegnum þingið. Í nýju lögunum er ekkert ákvæði um eftirlit, hvenær lögin falla úr gildi eða reglubundna endurskoðun á meðan neyðarástand ríkir.

Fréttir

Kórónuveira: Nýtum tímann vel

Aðstæður í samfélaginu eru óvenjulegar og án fordæmis. Áhrifin vegna útbreiðslu COVID-19 má finna hér á landi og um heim allan. Margt fólk þarf að halda sig heima fyrir í sóttkví og yfirstandandi samkomubann hefur áhrif á alla hópa samfélagsins. Viðkvæmir hópar finna því miður oft verst fyrir áhrifunum.

SMS

Bangladess: Pólitískur leiðtogi í hættu á að vera tekinn af lífi.

ATM Azharul Islam, leiðtogi í stjórnarandstöðunni í Bangladess er í yfirvofandi hættu á að vera tekinn af lífi eftir að stjórnvöld landsins gáfu til þess heimild þann 16. mars 2020. Hann var dæmdur til dauða í desember 2014 af stríðsglæpadómstól og umsókn um áfrýjun í máli hans var hafnað í lok október 2019.

Fréttir

Mannréttindaskólar ársins 2019

Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu eru Mannréttindaframhaldsskólar ársins 2019. Keppnin Mannréttindaskóli ársins er haldin árlega í tengslum við herferðina Þitt nafn bjargar lífi. Þá hlutu Háteigsskóli og Alþjóðaskólinn á Íslandi titilinn Mannréttindagrunnskóli ársins.

Fréttir

Kína: Úígúrar búsettir erlendis ofsóttir

Kína beitir kerfisbundnum ofsóknum gegn Úígúrum og öðrum múslimskum minnihlutahópum ekki bara innanlands heldur einnig í öðrum löndum. Frá þessu er greint í rannsókn Amnesty International. Rannsóknin var birt í febrúar 2020 og er byggð á vitnisburðum þessara minnihlutahópa.

SMS

Níger: Blaðamaður í haldi fyrir færslu á samfélagsmiðlum

Blaðamanninum Mamane Kaka Touda er haldið í fangelsi í Niamey í Níger fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum varðandi grun um COVID-19 smit á gjörgæsludeild spítalans í borginni. Hann var handtekinn heima hjá sér þann 5. mars síðastliðinn og ákærður fyrir að dreifa upplýsingum til að valda usla í samfélaginu.

Skýrslur

Ameríka: Harkalegar aðgerðir gegn mótmælum 2019

Milljónir einstaklinga fóru út á götur til að mótmæla ofbeldi, ójafnrétti, spillingu og refsileysi eða neyddust til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi. Ríki beittu harkalegum aðgerðum gegn mótmælendum og umsækjendum um alþjóðlega vernd án þess að virða skyldur sína samkvæmt landslögum og alþjóðalögum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Amnesty International fyrir Norður- og Suður-Ameríku árið 2019.

SMS

Myanmar: Listafólk í haldi fyrir birtingu listflutnings

Sex meðlimir úr listahópnum Peacock Generation afplána tveggja til þriggja ára dóm vegna listflutnings þar sem herinn er gagnrýndur. Nýverið voru þrír meðlimanna dæmdir til sex mánaða fangelsisvistar til viðbótar fyrir „ærumeiðingar á netinu“ eftir að hafa birt listflutninginn á netinu. Þeir eru samviskufangar sem þarf að leysa umsvifalaust úr haldi án skilyrða.

Andartak – sæki fleiri fréttir.