Góðar fréttir

Sádi-Arabía: Þrjár baráttukonur leystar úr haldi

Þrjár baráttukonur fyrir mannréttindum voru nýverið leystar úr haldi í Sádi-Arabíu. Þær leiddu baráttu fyrir réttindum kvenna til að keyra, til að binda enda á mismunun gegn konum og forræði karlmanna yfir konum.

SMS

Hvíta-Rússland: Verndum réttindi ungra fanga

Emil Astrauko og Vasily Sauchanka er haldið í unglingafangelsi í Hvíta-Rússlandi þar sem brotið er á mannréttindum þeirra. Þeir hafa orðið fyrir áreitni og mismunun af hálfu fangelsisyfirvalda. Eftir óréttlát réttarhöld á seinasta ári voru þeir dæmdir í 10 ára fangelsi fyrir minniháttar vímuefnabrot. Emil og Vasily voru 17 ára þegar þeir voru handteknir. Mál þeirra er eitt fjölmargra svipaðra mála.

Góðar fréttir

Árangur Bréf til bjargar lífi 2018

Lögreglan í Brasilíu hefur handtekið tvo karlmenn í Ríó De Janeiro fyrir morðið á mannréttindafrömuðinum Marielle Franco og bílstjóra hennar Anderson Gomes þann 14. mars 2018.

Skýrslur

Ársskýrsla 2018

Ársskýrsla Íslandsdeildar Amnesty International fyrir árið 2018 er komin út.

SMS

Íran: Baráttukona fyrir mannréttindum dæmd í 38 ára fangelsi

Nasrin Sotoudeh, virtur mannréttindalögfræðingur, var dæmd í 38 ára fangelsi og til að þola 148 svipuhögg eftir tvö óréttlát réttarhöld. Ákærur á hendur henni má eingöngu rekja til friðsamlegra mannréttindastarfa hennar, þar á meðal baráttu hennar fyrir réttindum kvenna og andstöðu við dauðarefsingunni.

Fréttir

Amnesty International styður loftslagsverkföll

Amnesty International varar við því að ef ekki verður tekist á við loftslagsbreytingar þá geti það ógnað verulega mannréttindum allra. Samtökin fagna alþjóðlegum verkfallsdegi nemenda gegn loftslagsbreytingum föstudaginn 15. mars sem er skipulagður af ungu fólki.

Andartak – sæki fleiri fréttir.