SMS

Dóminíska lýðveldið: Tækifæri til að afglæpavæða þungunarrof

Þingið í Dóminíska lýðveldinu vinnur nú að umbótum á hegningarlögum í landinu. Þar á meðal er verið að ræða hvort eigi að afglæpavæða þungunarrof við ákveðin skilyrði. Hundruð aðgerðasinna tjalda nú fyrir utan þinghúsið og krefjast þess að þingmenn styðji þessar breytingar.

Fréttir

Íslandsdeild Amnesty International fagnar ályktun um Íran

Íslandsdeild Amnesty International fagnar því að síðastliðinn þriðjudag, þann 23. mars, hafi verið samþykkt ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttinda í Íran, sem ríkjahópur undir forystu Íslands lagði fram.

SMS

Bangladess: Gefum Róhingjum rödd

Næstum ein milljón Róhingja býr í niðurníddum flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess eftir að hafa flúið heimili sín í Mjanmar vegna glæpa hersins gegn mannkyninu. Þessir glæpir eru nú til skoðunar hjá Alþjóðadómstólnum í Haag

Tilkynning

Nýr aðalframkvæmdastjóri Amnesty International

Amnesty International hefur ráðið nýjan aðalframkvæmdastjóra, Agnèsi Callamard sérfræðing í mannréttindum, sem hefur formlega störf í dag, þann 29. mars 2021. Agnès Callamard gengur til liðs við stærstu óháðu mannréttindasamtök heims í kjölfar starfa sinna sem sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga. Í því hlutverki leiddi hún mikilvægar rannsóknir, þeirra á meðal rannsókn á morðinu á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Tilkynning

Aðalfundur: Ný stjórn Íslandsdeildarinnar 2021

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International var haldinn 17. mars síðastliðinn. Eins og venja er var ársskýrsla deildarinnar flutt og ársreikningar kynntir sem voru síðan bæði samþykkt á fundinum. Kosið var til nýrrar stjórnar. Þórhildur Elísabet Þórsdóttir var kosin formaður og er yngsti formaður deildarinnar. Helena Hafsteinsdóttir og Harpa Pétursdóttir gengu til liðs við stjórnina. Í lok fundar var gestafyrirlesari með stutt erindi.

Fréttir

Sex sögur Úígúra: Foreldrar aðskildir frá börnum sínum

Í næstum fjögur ár hefur líf foreldra sem eru Úígúrar og starfa eða stunda nám erlendis verið martröð. Mörg þeirra hafa skilið eftir eitt eða fleiri börn í umsjá fjölskyldu sinnar á heimaslóðum í norðvesturhluta Kína í Xinjiang, sjálfstæðu svæði Úígúra. Á þeim tíma gátu þeir ekki vitað að Kína myndi herja á minnihlutahópa í Xinjiang og að áhrifin yrðu hræðileg fyrir líf þeirra. Áætlað er að þúsundir foreldra standi í þessum sporum. Sex foreldrar að deila sögu sinni opinberlega í von um að það geti orðið til þess að þeir fái að sameinast börnum sínum á ný.

SMS

Bangladess: Teiknari pyndaður og rithöfundur deyr í fangelsi

Teiknarinn Ahmed Kabir Kishore og rithöfundurinn Mushtaq Ahmed voru færðir í varðhald í maí 2020, annars vegar fyrir að birta skopmyndir á Facebook og hins vegar fyrir gagnrýni á viðbrögð stjórnvalda í Bangladess við Covid-19. Mushtaq var neitað um lausn gegn tryggingu sex sinnum og lést í fangelsi 25. febrúar 2021. Ahmed á yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm einungis fyrir að nýta tjáningarfrelsið sitt.

Tilkynning

Ársskýrsla Íslandsdeildarinnar 2020

Ársskýrsla Íslands­deildar Amnesty Internati­onal fyrir árið 2020 er komin út og verður kynnt á aðal­fundi í húsnæði deild­ar­innar, Þing­holts­stræti 27, miðvikudaginn 17. mars 2021 kl. 17:00.

Andartak – sæki fleiri fréttir.