Fréttir

Ísrael/hernumda svæðið í Palestínu: Fyrsti áfangi um vopnahlé

Ísrael og Hamas hafa samþykkt fyrsta áfanga um vopnhlé sem að sögn felur í sér að hleypa mannúðaraðstoð inn á Gaza á fimm stöðum, leysa alla lifandi ísraelska og erlenda gísla sem eru í haldi á Gaza í skiptum fyrir palestínska fanga og að Ísraelsher dragi sig að hluta til baka á Gaza. Amnesty International hefur meðal annars þetta um málið að segja.

Viðburðir

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk heimildarmyndagerðarkona, aðgerðasinni og rannsakandi, Lina, verður gestur Íslandsdeildar Amnesty International dagana 27. september til 1. október á RIFF alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hin rómaða heimildarmynd hennar 5 Seasons of Revolution verður sýnd á hátíðinni þriðjudaginn 30. september kl. 19:10 í Háskólabíó, sal 2. Að henni lokinni verða pallborðsumræður og spurningum svarað úr sal.

Skýrslur

Alþjóðlegt: Hagkerfi sem stuðlar að hópmorði Ísraels, hernámi og aðskilnaðarstefnu

Ríki, opinberar stofnanir og fyrirtæki um heim allan gera Ísrael kleift eða hagnast á því að Ísrael hafi til langs tíma brotið alþjóðalög og má þar nefna yfirstandandi hópmorð á Palestínubúum á Gaza, ólögmætt hernám á palestínsku svæði og grimmilega aðskilnaðarstefnu gegn öllum Palestínubúum. Þessir aðilar eru ýmist samsekir Ísrael, veita því stuðning eða telja sig ekki geta gert neitt í stöðunni. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Amnesty International.

SMS

Ísland: Alþingismenn þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð (e. genocide) á Palestínu­búum á Gaza. Við krefj­umst þess að alþing­is­menn á Íslandi geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það. Sátt­máli Sameinuðu þjóð­anna um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð skuld­bindur ríki um allan heim til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að hópmorð séu framin. 

Fréttir

Nöfnum barna haldið á lofti á Þjóð gegn þjóðarmorði

Íslandsdeild Amnesty International tók þátt í fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði á Austurvelli laugardaginn 6. september. Fjölmörg samtök, félög og verkalýðsfélög stóðu að baki fundinum og voru þátttökufélögin vel á annað hundrað.

Fréttir

Sýrland: Aftökur án dóms og laga í Suwayda

Ný rannsókn Amnesty International leiddi að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld og herlið tengd þeim hefðu tekið fjölda Drúsa í Suwayda af lífi án dóms og laga. Þessi hryllilegu mannréttindabrot eru enn ein grimmilega áminningin um hörmulegar afleiðingar sem refsileysi í Sýrlandi hefur haft þar sem núverandi stjórnvöld og herlið tengd þeim drepa án ótta við að verða sótt til saka. Aftökur án dóms og laga eru brot á alþjóðalögum og eiga sér stað þegar stjórnvöld eða fulltrúar stjórnvalda taka fólk af lífi utan réttarkerfisins. Þetta getur bæði átt við fyrirskipun um aftöku eða þegar fulltrúar stjórnvalda taka fólk af lífi án eftirlits.

Fréttir

Alþjóðleg herferð: Let Children live

Börn á Gaza og Vesturbakkanum alast upp við óbærilegar aðstæður. Ofbeldið eykst á meðan heimurinn fylgist með og vonin virðist fara dvínandi. Frá því að hópmorðið hófst á Gaza höfum við reglulega fengið hryllilegar fréttir um þau fjölmörgu börn sem hafa verið drepin. Alþjóðlega herferðin Let Children Live snýr að baráttu fyrir þau börn sem eru enn á lífi. Herferðin er unnin í samstarfi Amnesty International við Barnaheill (Save the Children).

Andartak – sæki fleiri fréttir.