Fréttir

Opið fyrir umsóknir á Sumarráðstefnu Amnesty 2020

Ráðstefnan fer fram á Laugarvatni dagana 16. – 19. júlí og verður haldin í Héraðsskólanum. Staðsetningin er frábær og náttúran yndisleg; fjalllendi, Laugarvatn og græn svæði. Þátttakendum verður boðið í Fontana heilsulind þar sem er að finna potta og gufur við vatnið.

Fréttir

Alþjóðlegt: Árásir á fjölmiðlafólk í kórónuveirufaraldrinum

Árásir gegn fjölmiðlafólki og gagnrýnendum stjórnvalda vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum hindra að hægt sé að takast á við hann. Amnesty International varar við ritskoðun á mikilvægum upplýsingum um faraldurinn um heim allan og kallar eftir því að stjórnvöld setji lýðheilsu í forgang fram yfir verndun orðspors síns.

SMS

Rússland: Læknir á yfir höfði sér málaferli

Tatyana Revva, læknir frá Volgograd í suðurhluta Rússlands á yfir höfði sér málaferli sem gætu leitt til þess að hún missi lækningaleyfið í kjölfar þess að hún kvartaði yfir skorti á hlífðarbúnaði og öðrum vandamálum tengdum kórónuveirufaraldrinum á spítalanum þar sem hún starfar. 

Fréttir

Íslenskur fulltrúi í alþjóðlegu ungmennaráði

Íslandsdeild Amnesty International kynnir með stolti fyrsta fulltrúa deildarinnar í Global Youth Collective, alþjóðlegu ungmennaráði Amnesty International. Þórhildur Elísabet Þórsdóttir var valin í byrjun maí sem fulltrúi okkar í ráðinu.

SMS

Kólumbía: Baráttukona í hættu í útgöngubanni

Þann 17. apríl heyrði Jani Silva sex byssuskot í um 30 metra fjarlægð frá heimili sínu í Puerto Asís í suðvesturhluta Kólumbíu. Fimm dögum síðar heyrði hún þrjú byssuskot, þá í um 50 metra fjarlægð frá heimili sínu. Þessi tvö atvik áttu sér stað eftir að frjálsu félagasamtökin Inter-Ecclesiastical Commission of Justice and Peace fengu upplýsingar um fyrirhugað morð á Jani í lok mars.

Skýrslur

Afríka: Átök og kúgun leiða til mannréttindabrota

Fram kemur í ársskýrslu Amnesty International fyrir árið 2019 að mótmælendur í Afríku sunnan Sahara hafi barist fyrir réttindum sínum gegn átökum og kúgun þrátt fyrir hættu á skotárásum eða barsmíðum. Í skýrslunni er greint frá mótmælum og harkalegum viðbrögðum stjórnvalda, mannréttindabrotum og átökum víðsvegar á svæðinu. Herjað var á aðgerðasinna og fjölmiðlafólk og þúsundir óbreyttra borgara þjáðust vegna átaka.

Fréttir

Kórónuveiran: Netöryggi

Á meðan margir halda sig heima fyrir í einangrun, sóttkví eða vegna yfir­stand­andi samkomubanns þá reiðir fólk sig mun meira á síma, fartölvur og önnur fjarskiptatæki til að halda sambandi. Núverandi ástand skapar enn meiri hættu vegna samskipta fólks um viðkvæm málefni á netinu og ýtir enn frekar undir hættu á mannréttindabrotum. Þetta þýðir að allir eru berskjaldaðri fyrir netárásum og netsvindlum þar sem netglæpamenn reyna að nýta sér ástandið.

SMS

Hong Kong: 15 lýðræðiskjörnir leiðtogar handteknir

Þann 18. apríl 2020 voru 15 leiðtogar og aðgerðasinnar handteknir fyrir ólöglega samkomu sem átti sér stað sex mánuðum áður. Þetta er nýjasta dæmið um hvernig lögreglan reiðir sig á óskýr lög um allsherjarreglu sem voru mikið notuð árið 2019 til að koma í veg fyrir fjölmenn og friðsæl mótmæli. Þessar handtökur eru þungt högg fyrir tjáningarfrelsið í Hong Kong.

Fréttir

Kórónuveira: Tilmæli Amnesty International til stjórnvalda

Flest ríki Evrópu hafa gripið til harðra aðgerða í tilraun sinni til að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og takast á við aukið álag á heilbrigðiskerfið. Amnesty International hefur nú gefið út tilmæli sem geta þjónað sem leiðbeiningar í ráðstöfunum stjórnvalda í baráttu sinni við þennan heimsfaraldur.

Andartak – sæki fleiri fréttir.