Skýrslur

Evrópa: Árásir og takmarkanir grafa undan friðsamlegum mótmælum

Víða í Evrópu á rétturinn til friðsamlegra samkoma undir högg að sækja þar sem ríki eru í auknum mæli að fordæma, glæpavæða og herja á friðsama mótmælendur með því að setja á óréttmætar takmarkanir með refsingum og beita kúgandi aðferðum til að kæfa niður andóf, segir í nýrri skýrslu Amnesty International „ Under-protected and over-restricted: The state of the right to protest in 21 countries in Europe”.

SMS

Sádi-Arabía: Ekkert umburð­ar­lyndi gagn­vart gagn­rýni

Stjórn­völd í Sádi-Arabíu sýna ekkert umburð­ar­lyndi gagn­vart gagn­rýni. Fólk hlýtur nú harðari dóma en Amnesty Internati­onal hefur nokkru sinni áður skrá­sett í Sádi-Arabíu fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar. Frumvarp til fyrstu almennu hegningarlöggjafar Sádi-Arabíu, sem er ekki enn búið að opinbera en var lekið var út, gengur í berhögg við alþjóðlega mannréttindastaðla og afhjúpar hræsnina á bak við loforð krónprinsins Mohammed bin Salman um framfarir og umburðarlyndi í landinu.

Fréttir

Bretland/Bandaríkin: Julian Assange frjáls á ný

Julian Assange var loks látinn laus úr Belmarsh-fangelsinu sem er hámarksöryggisfangelsi í Bretlandi. Hann sat í fangelsi í Bretlandi í fimm ár á grundvelli framsalsbeiðni Bandaríkjanna en hefði Julian Assange verið framseldur hefði hann átt á hættu að sæta mannréttindabrotum. 

SMS

Ísrael: Leysa þarf palestínskan skurðlækni frá Gaza úr haldi

Khaled Al Serr er palestínskur skurðlæknir sem var handtekinn þann 24. mars 2024 á Nasser-sjúkrahúsinu í suðurhluta Gaza af ísraelska hernum. Honum hefur verið haldið í leynilegu varðhaldi. Það telst þvingað mannshvarf sem er brot á alþjóðlegum lögum. Í rúma tvo mánuði hafa ísraelsk yfirvöld haldið staðsetningu hans og afdrifum leyndum. Þær brotakenndu upplýsingar sem fjölskylda hans hefur fengið koma frá samstarfsfólki hans og föngum sem hafa verið leystir úr haldi.

Fréttir

Sádi-Arabía: Frumvarp kollvarpar tálsýn um framfarir og umbætur

Frumvarp til fyrstu almennu hegningarlöggjafar Sádi-Arabíu, sem er ekki enn búið að opinbera en var lekið var út, gengur í berhögg við alþjóðlega mannréttindastaðla og afhjúpar hræsnina á bak við loforð krónprinsins Mohammed bin Salman um framfarir og umburðarlyndi í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International um stöðu mála í Sádi-Arabíu: Manifesto for repression. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ekki deilt frumvarpinu með frjálsum félagasamtökum til umsagnar en þarlendir lögfræðingar hafa staðfest að frumvarpið sem var lekið út sé ófalsað.

SMS

Venesúela: Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Undanfarinn áratug hefur Amnesty International skrásett beitingu varðhaldsvistunar að geðþótta í Venesúela. Aðgerðirnar eru hluti kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro. Kennarar, verkalýðsfulltrúar, mannréttindafrömuðir og fjölmiðlafólk, hver sem er, getur átt á hættu að sæta varðhaldsvist af geðþóttaástæðum í pólitískum tilgangi, vera pyndaður, sæta þvinguðu mannshvarfi og verða af lífsáformum sínum.

SMS

Íran: Rappari í hættu á að vera tekinn af lífi

Andófsmaðurinn og rapparinn, Toomaj Salehi, á það á hættu á að vera tekinn af lífi. Dómstóll í Esfahan í Íran dæmdi hann til dauða í apríl síðastliðinn fyrir það eitt að taka þátt í uppreisninni „Konur, Líf, Frelsi “ og birta færslur á samfélagsmiðlum þar sem yfirvöld í Íran voru gagnrýnd.

Andartak – sæki fleiri fréttir.