Fréttir

Ísrael/hernumda svæðið í Palestínu: Rannsókn á hernaðaraðgerðum ísraelska hersins á Gaza nauðsynleg

Amnesty International kallar eftir rannsókn á eyðileggingu borgaralegra innviða af hálfu ísraelska hersins á Gaza og telur að þessar hernaðaraðgerðir teljist stríðsglæpir. Rannsókn Amnesty sýnir að á tímabilinu frá október 2023 til maí 2024 hafi Ísraelsher með ólögmætum hætti eyðilagt heimili, skóla, moskur á austurhluta Gaza. Þessi eyðilegging, sem átti að stækka „hlutlaust svæði“ af öryggisástæðum, hafði áhrif á þúsundir íbúa og gerði stór svæði óbyggileg.

SMS

Íran: Baráttukona fyrir mannréttindum í hættu á að vera tekin af lífi

Baráttukonan  Sharifeh Mohammadi er í hættu á að vera tekin af lífi.  Hún var handtekin í desember 2023 og  dæmd til dauða fyrir friðsamlega mannréttindabaráttu af dómstóli í Rasht í Íran í júní 2024. Hún studdi kvenréttindi ásamt því að styðja við afnám dauðarefsingarinnar og réttindi verkafólks.  

Viðburðir

50 ára afmæli Íslandsdeildar Amnesty International

Íslandsdeild Amnesty International fagnar því að 50 ár eru liðin frá stofnun deildarinnar í Norræna húsinu þann 15. september 1974. Haldið verður upp á þennan merka áfanga með þremur mismunandi viðburðum helgina 13. -15. september.   

Fréttir

Alþjóðlegt: Ríkisstjórnir virða að vettugi vopnaviðskiptasamninginn

Stærstu vopnaflutningalönd heims brjóta enn og aftur á reglum vopnaviðskiptasamningsins með ólögmætum vopnaflutningum sem veldur átakanlegu mannfalli á átakasvæðum eins og í Súdan, Myanmar og á hernumdu svæðunum í Palestínu, sérstaklega Gaza, segir Amnesty International þegar liðin eru rúm tíu ár frá samþykkt samningsins.

SMS

Ekvador: Stöðvum notkun gasbruna

Ný skýrsla Amnesty International greinir frá því hvernig Ekvador hefur brugðist skyldu sinni að draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda með því að leyfa gasbruna í Amazon-skógi. Ekvador leyfir olíu­iðn­að­inum að halda áfram að nota gasbruna við olíu­vinnslu þrátt fyrir að dómstóll hafi árið 2021 úrskurðað í hag níu ungra baráttu­stúlkna og ungra kvenna um að stöðva gasbruna.

Fréttir

Ekvador: Gasbrunar í Amazon-skóginum ógna mannréttindum

Lönd sem eru háð olíuvinnslu verða að sjá til þess að gasbrunar í tengslum við olíuvinnslu verði stöðvaðir og setja í forgang að draga úr jarðefnaeldsneyti til að tryggja hröð og réttlát orkuskipti. Gasbrunar eru notaðir í olíuvinnslu til að brenna jarðgas sem er aukaafurð vinnslunnar. Til er tækni sem hægt er að nota í staðinn við olíu­vinnslu sem hefur síður neikvæð áhrif á umhverfið og mann­rétt­indi. Olíu­fyr­ir­tæki hafa þó ekki sýnt áhuga á að nýta þessa tækni, meðal annars vegna aukins kostn­aðar. Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International er ein af mikilvægustu leiðunum til að takast á við loftslagsvána að binda enda á notkun gasbruna sem hafa sögulega bitnað verst á jaðarsett samfélögum á svokölluðum fórnarsvæðum.

Viðburðir

Reykjavíkurmaraþon 2024

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á Menningarnótt, 24. ágúst næstkomandi.

Góðar fréttir

Mannréttindasigrar á fyrstu sex mánuðum ársins

Fjölmargir mannréttindasigrar náðust á fyrstu sex mánuðum ársins þar sem Amnesty International lagði sitt lóð á vogaskálarnar. Fólk sem var ranglega fangelsað var leyst úr haldi, lög voru betrumbætt og réttlæti náði fram að ganga. Allt mikilvægir sigrar sem skipta máli. Stuðningsfólk um allan heim greip til aðgerða og sýndi fram á að samtakamátturinn hefur áhrif.

Andartak – sæki fleiri fréttir.