Fréttir

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hvetur Ísland til að taka á mannréttindamálum

Í nýlegri úttekt vakti Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (e. Human Rights Committee) athygli á áhyggjum sínum er varða mannréttindi á Íslandi, þar sem nefndin tók meðal annars undir áhyggjuefni sem sett voru fram í skriflegri skýrslu Amnesty International. Nefndin tók undir þrjú af fjórum lykilatriðum sem Amnesty International vakti sérstaklega athygli á og lagði til breytingar er varða útlendingalög, beitingu einangrunarvistar og lagaákvæði um eftirlit með aðgerðum lögreglu.

Fréttir

Þitt nafn bjargar lífi 2024: Þitt framlag skiptir máli

Ár hvert tekur fjöldi fólks um heim allan þátt í alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Þetta er auðveld leið til þess að hafa mikil áhrif á einfaldan og aðgengilegan hátt. Það eina sem þarf að gera er að skrifa undir málin á vefsíðu Íslandsdeildar Amnesty International. Það er svona auðvelt að breyta heiminum til hins betra!

SMS

Aser­baísjan: Þögg­un­ar­að­gerðir stjórn­valda í aðdraganda COP29

Eftir að ljóst varð, á síðasta ári, að Aser­baísjan yrði gest­gjafi fyrir COP29 hafa þögg­un­ar­að­gerðir stjórn­valda gegn gagn­rýn­is­röddum aukist, með auknum hand­tökum og varð­haldi af geðþótta­ástæðum ásamt málsóknum gegn fjölda aðgerða­sinna og fjöl­miðla­fólks.

Fréttir

Alþjóðlegt: Þörf á umbótum samkvæmt mannréttindaskala fyrir rafmagnsbílaiðnaðinn

Amnesty International kallar eftir því í nýrri skýrslu að bílaframleiðendur greini og dragi úr hættum á neikvæðum áhrifum á mannréttindi í aðfangakeðju sinni vegna aukinnar eftirspurnar á heimsvísu eftir málmum í rafhlöður. Hætta er á þvinguðum brottflutningum, heilsutjóni vegna mengunar og að brotið sé á réttindum frumbyggja í þeim löndum sem grafa eftir þessum málmum eins og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og á Filippseyjum.

SMS

Mexíkó: Baráttukona fyrir mannréttindum hvarf sporlaust

Baráttukonan Sandra Domínguez og eiginmaður hennar Alexander Hernández hurfu sporlaust. Ættingjar Söndru tilkynntu ríkissaksóknara í Oaxaca-héraði að hjónin höfðu síðast sést á heimili sínu í María Lombardo de Caso, í suðurhluta Oaxaca-héraðs í Mexíkó, 4. október 2024.

SMS

Íran: Kúrdísk baráttukona fyrir mannréttindum dæmd til dauða

Pakhshan Azizi er baráttukona og Kúrdi, sem er minnihlutahópur í Íran. Pakhshan var handtekin í ágúst 2023. Hún var dæmd til dauða í júlí 2024 eftir óréttlát réttarhöld fyrir það eitt að sinna friðsamlegum mannúðar- og mannréttindastörfum, þar á meðal að hjálpa konum og börnum á flótta í norðausturhluta Sýrlands. Ásakanir hennar um pyndingar og aðra illa meðferð í haldi hafa ekki verið rannsakaðar.

Fréttir

Líbanon/Ísrael: Öryggi óbreyttra borgara í hættu

Vegna harðnandi átaka milli Ísraels og Hezbollah vill Amnesty International koma því á framfæri að gífurlegt mannfall í Líbanon frá því í síðustu viku er áminning um mikilvægi þess að allir stríðsaðilar framfylgi skyldum sínum í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög.

Andartak – sæki fleiri fréttir.