Fréttir

Ísrael/hernumdu svæði Palestínu: Tíu atriði um innlimun Palestínu

Umræða um áætlun Ísraela um innlimun hluta af svæði Vesturbakkans á hernumdu svæði Palestínu hefur verið í deiglunni eftir stjórnarmyndun í Ísrael í apríl. Amnesty International telur ljóst að þessi áætlun myndi aðeins gera ástand mannréttinda á svæðinu enn verra og festa í sessi rótgróið refsileysi sem hefur ýtt undir stríðsglæpi, glæpi gegn mannúð og önnur alvarleg brot.

SMS

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamutsíðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Góðar fréttir

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International var haldinn 18. júní síðasta á skrifstofu samtakanna. Einnig fór fundurinn fram á vefnum og er þetta í fyrsta sinn sem boðið var upp á fjarfund.

Fréttir

Rakningarforrit og friðhelgi einkalífs

Amnesty International hefur greint smitrakningarforrit á tímum kórónuveirufaraldursins í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, þar á meðal á Íslandi. Niðurstöður sýna að smitrakningarforrit stjórnvalda í Barein, Kúveit og Noregi séu þau alræmdustu er kemur að altæku eftirliti. Þessi forrit stofna öryggi og friðhelgi einkalífs hundruð þúsunda einstaklinga í hættu þar sem þau fylgjast með notendum í líftíma með því að hlaða inn GPS staðsetningu þeirra reglulega inn á miðlægan gagnagrunn.

SMS

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim.

Skýrslur

Ársskýrsla 2019

Ársskýrsla Íslands­deildar Amnesty Internati­onal fyrir árið 2019 er komin út og verður kynnt á aðal­fundi í húsnæði deild­ar­innar, Þing­holts­stræti 27, fimmtu­daginn 18. júní 2020 kl. 17:00.

Fréttir

Nígería: Börn frá svæðum Boko Haram sæta illri meðferð

Ný skýrsla Amnesty International greinir frá hræðilegum afleiðingum átaka yfirvalda og Boko Haram fyrir börn í norðausturhluta Nígeríu. Börn sem flýja svæði Boko Haram enda oftar en ekki í verri aðstæðum. Í besta falli enda þau á vergangi í harðri lífsbaráttu þar sem þau hafa lítinn eða engan aðgang að menntun. Í versta falli eru þau handtekin að geðþótta af hernum og þeim haldið árum saman við aðstæður sem teljast til pyndinga og annarrar illrar meðferðar

Tilkynning

Ungliðar afhentu 2342 undirskriftir vegna mannréttindaástandsins í Íran

Í dag afhenti Snædís Lilja Káradóttir, fyrir hönd ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International, Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra undirskriftir 2342 einstaklinga sem skrifuðu undir ákall þar sem krafist er þess að að íslensk stjórnvöld veki athygli á stöðu mannréttinda í Íran á alþjóðavettvangi. Einnig er þess krafist að þau beiti sér fyrir því að tryggja ábyrgðarskyldu íranskra stjórnvalda vegna grimmilegra aðgerða þeirra gegn friðsömum mótmælendum.

SMS

Hong Kong: Verndum réttindi íbúa

Íbúar Hong Kong eru beittir ofbeldi af lögreglu í friðsælum mótmælum. Þörf er á óháðri rannsókn á lögregluofbeldi á svæðinu. Síðan í mars 2019 hafa milljónir einstaklinga komið saman til að mótmæla frumvarpi sem var lagt fram varðandi framsal einstaklinga frá Hong Kong til meginlands Kína.

Andartak – sæki fleiri fréttir.