SMS

Venesúela: Samfélög frumbyggja sæta árásum og enn í hættu

Samfélög Pemón frumbyggja í Canaima þjóðgarðinum í Vestur-Venesúela voru skotmörk tveggja daga heraðgerða sem voru algjörlega óréttlætanlegar. Almennir borgarar óttast um öryggi sitt vegna þessara árása og svæði þeirra eru nú hernumin.

SMS

Indland: Mannréttindum ógnað!

Aðgerðasinnar verða fyrir áreiti, ráðist hefur verið inn á vinnustaði óháðra fréttamiðla og samtökum eins og Amnesty International og Greenpeace er ógnað af yfirvöldum vegna starfa sinna í þágu mannréttinda. Bregðumst við strax!

SMS

Google: Kjósa hagnað í Kína í stað mannréttinda

Árið 2010 lofaði fyrirtækið Google, sem rekur stærstu leitarvél heims, að styðja ekki við ritskoðun kínverskra yfirvalda á internetinu. Í ágúst 2018 var því hins vegar ljóstrað upp að Google hyggðist ekki standa við loforð sitt.

Tilkynning

Umsögn við drög að vímuefnastefnu Amnesty International

Alþjóðastjórn Amnesty International hefur sent deildum samtakanna drög að fíkniefnastefnu og óskar Íslandsdeildin eftir umsögnum frá félögum sínum um hana. Drög að stefnunni má nálgast á skrifstofu Amnesty eða fá hana senda í gegnum tölvupóst á amnesty@amnesty.is.

SMS

Kína: Verkamenn handteknir fyrir að reyna að koma verkalýðsfélagi á fót

Þrír verksmiðjustarfsmenn og einn starfsmaður óháðra hagsmunasamtaka voru handteknir fyrir að reyna að setja á fót verkalýðsfélag í Kína. Mennirnir fjórir hafa ekki fengið að hitta fjölskyldur sínar og hafa haft takmarkaðan aðgang að lögfræðingum sínum frá því að þeir voru settir í varðhald í júlí á þessu ári. Af þeim sökum eru uppi áhyggjur af heilsu þeirra og ótti um að þeir fái ekki notið réttlátrar málsmeðferðar.

Viðburðir

Bréf til bjargar lífi 2018

Nú styttist óðum í hið árlega Bréf til bjargar lífi árið 2018. Að venju tekur fjöldi sveitafélaga þátt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Dagskráin verður auglýst í Fréttablaði samtakanna og á vef Íslandsdeildarinnar. Bréf til bjargar lífi fer fram á skrifstofu Íslandsdeildarinnar, sunnudaginn 9. desember frá kl. 13-17.

Ákall

Samhugur sem gefur von

Marielle Franco var baráttukona sem var myrt fyrr á þessu ári í Brasilíu. Mál hennar er tekið fyrir í Bréf til bjargar lífi 2018 þar sem skorað er á yfirvöld að rannsaka morðið. Hér er bréf móður hennar, Marinete da Silva, sem lýsir því hversu mikið stuðningur og samhugur skiptir máli.

Viðburðir

Lýstu upp myrkrið

Kíktu við fyrir framan Hallgrímskirkju á gagnvirka ljósainnsetningu. Ljósainnsetningin stendur yfir frá föstudeginum 30. nóv - 2. des milli klukkan 17 - 22. Á föstudaginn kl. 17 setur Eliza Reid, forsetafrú viðburðinn.

Andartak – sæki fleiri fréttir.