SMS

Ráðist á friðsama mótmælendur og einn myrtur

Hundruð verksmiðjustarfsmanna frá Suður-Filippseyjum hafa tjaldað í Manila frá 27. nóvember síðastliðnum til að mótmæla starfskjörum hjá japönsku verksmiðjunni Sumitomo Fruit Corporation (Sumifru). Starfsmennirnir hafa ítrekað lent í árásum síðan verkfall hófst 1. október 2018. Þá var stéttarfélagi myrtur og kveikt í byggingu stéttarfélagsins auk heimili nokkurra félaga.

Góðar fréttir

Sigrar á árinu 2018

Hátt í sjö milljónir einstaklingar studdu starf Amnesty International á síðasta ári og gripu til aðgerða m.a. með mótmælum, skrifum og undirskrift til að verja og styrkja mannréttindi. Áhrifin eru gífurleg. Ranglega fangelsað fólk var leyst úr haldi, lögum var breytt og hugrakkt fólk um heim allan reis upp og greip til aðgerða.

SMS

Kanadískur maður hlýtur dauðadóm eftir eins dags endurupptöku

Robert Schellenberg, kanadískur ríkisborgari, hlaut dauðadóm í Kína eftir að hafa verið handtekinn fyrir smygl á vímuefnum. Hann var fyrst handtekinn árið 2014 og dæmdur í 15 ára fangelsi af millidómstól í Dalian, Kína, þann 20. nóvember 2018. Schellenberg áfrýjaði og þann 14. janúar 2019 við endurupptöku á málinu, var hann fundinn sekur um enn alvarlegri brot á vímuefnalöggjöf landsins og dæmdur til dauða.

SMS

Venesúela: Samfélög frumbyggja sæta árásum og enn í hættu

Samfélög Pemón frumbyggja í Canaima þjóðgarðinum í Vestur-Venesúela voru skotmörk tveggja daga heraðgerða sem voru algjörlega óréttlætanlegar. Almennir borgarar óttast um öryggi sitt vegna þessara árása og svæði þeirra eru nú hernumin.

SMS

Indland: Mannréttindum ógnað!

Aðgerðasinnar verða fyrir áreiti, ráðist hefur verið inn á vinnustaði óháðra fréttamiðla og samtökum eins og Amnesty International og Greenpeace er ógnað af yfirvöldum vegna starfa sinna í þágu mannréttinda. Bregðumst við strax!

SMS

Google: Kjósa hagnað í Kína í stað mannréttinda

Árið 2010 lofaði fyrirtækið Google, sem rekur stærstu leitarvél heims, að styðja ekki við ritskoðun kínverskra yfirvalda á internetinu. Í ágúst 2018 var því hins vegar ljóstrað upp að Google hyggðist ekki standa við loforð sitt.

Tilkynning

Umsögn við drög að vímuefnastefnu Amnesty International

Alþjóðastjórn Amnesty International hefur sent deildum samtakanna drög að fíkniefnastefnu og óskar Íslandsdeildin eftir umsögnum frá félögum sínum um hana. Drög að stefnunni má nálgast á skrifstofu Amnesty eða fá hana senda í gegnum tölvupóst á amnesty@amnesty.is.

SMS

Kína: Verkamenn handteknir fyrir að reyna að koma verkalýðsfélagi á fót

Þrír verksmiðjustarfsmenn og einn starfsmaður óháðra hagsmunasamtaka voru handteknir fyrir að reyna að setja á fót verkalýðsfélag í Kína. Mennirnir fjórir hafa ekki fengið að hitta fjölskyldur sínar og hafa haft takmarkaðan aðgang að lögfræðingum sínum frá því að þeir voru settir í varðhald í júlí á þessu ári. Af þeim sökum eru uppi áhyggjur af heilsu þeirra og ótti um að þeir fái ekki notið réttlátrar málsmeðferðar.

Andartak – sæki fleiri fréttir.