Fréttir

Styrktu baráttu stúlkna í Ekvador
Þann 15. september ýtir Íslandsdeild Amnesty International úr vör fjáröflunarherferð til styrktar verkefnis Amnesty International á Ameríkusvæðinu. Verkefnið styður við níu stúlkur í Amazon-skóginum í Ekvador sem berjast fyrir hreinu, heilnæmu og sjálfbæru umhverfi þar sem þær búa. Stuðningurinn felst m.a. í frekari rannsóknum á áhrifum gasbruna á heilsu fólks og umhverfið. Einnig verður lögð áhersla á vitundarvakningu og herferðir, innan lands sem utan, til að þrýsta á stjórnvöld í Ekvador. Öll framlög renna óskert til þessa verkefnis.