Góðar fréttir

Mannréttindahlaðvarp Amnesty

Íslandsdeild Amnesty International hefur gefið út nýtt hlaðvarp sem kallast Tjáum okkur. Þættirnir fjalla um tjáningarfrelsið almennt, af hverju það er mikilvægt og hvenær geti talist réttlætanlegt, ef nokkru sinni, að skerða þetta grundvallarfrelsi okkar.

Skýrslur

Alþjóðlegt: Rannsókn á misbeitingu kylfa og svipaðra skaðminni vopna lögreglunnar

Alltof oft er lögreglan of fljót að grípa til valdbeitingar, oft gegn friðsömum mótmælendum sem eru einungis að nýta rétt sinn til að koma saman með friðsömum hætti. Á undanförnum árum og á tímum heimsfaraldursins hafa stjórnvöld víðs vegar um heim takmarkað tjáningarfrelsið og réttinn til friðsamlegrar samkomu, oft með ofbeldisfullum hætti.

Skýrslur

Eþíópía: Nauðganir notaðar sem stríðsvopn

Ný skýrsla Amnesty International, I Don’t Know If They Realized I Was A Person’: Rape and Other Sexual Violence in the Conflict in Tigray, Ethiopia, varpar ljósi á það hvernig ýmsar hersveitir sem styðja eþíópísk stjórnvöld hafa beitt hundruðum kvenna og stúlkna nauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðunum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu. Beiting nauðgana og kynlífsþrældóms sem stríðsvopn jafngildir stríðsglæpum og geta talist til glæpa gegn mannkyninu.

Góðar fréttir

Þitt nafn bjargar lífi: Samtakamáttur til sigurs

Nú er undirbúningur hafinn fyrir árlegu alþjóðlegu herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi sem ýtt verður úr vör síðar á árinu. Okkur hafa borist nokkur gleðitíðindi vegna framfara í málum frá herferðinni í fyrra.

Fréttir

Ísland: Samstöðufundur með afgönskum borgurum

Síðastliðinn laugardag komu aðgerðasinnar saman víða um heim til að sýna afgönskum borgurum samstöðu. Samstöðufundurinn hér á landi hófst með kröfugöngu frá Hlemmi niður að Austurvelli. Opið var fyrir óformleg ræðuhöld sem endaði með afgönskum hópsöng sem snerti hjörtu viðstaddra á Austurvelli. Í dag, 31. ágúst, rann út frestur fyrir brottflutningum fólks frá Afganistan samkvæmt samningi Bandaríkjanna og Talíbana. Amnesty International hefur kallað eftir því að samningurinn verði framlengdur eða að tryggð sé örugg leið úr landi fyrir fólk í hættu, að Sameinuðu þjóðirnar grípi til aðgerða vegna stöðu mála í Afganistan og að hætt verði við allar brottvísanir fólks frá Afganistan til síns heimalands á alþjóðavísu.

SMS

Tæland: Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

SMS

Bandaríkin: Vernda þarf mannréttindi í Afganistan

Þann 15. ágúst 2021 skrifuðu Amnesty International og mannréttindasamtökin Freedom House bréf til Joe Biden, Bandaríkjaforseta, þar sem farið var fram á að Hvíta húsið verndi mannréttindi í Afganistan í kjölfar yfirtöku Talíbana í Kabúl.

Fréttir

Alþjóðlegt: Pegasus verkefnið

Ný rannsókn Amnesty International og Forbidden Stories, samtök til verndar fjölmiðlafólki, hefur afhjúpað að Pegasus-njósnabúnaði frá ísraelska fyrirtækinu NSO Group hefur verið beitt til að brjóta mannréttindi um allan heim.

Andartak – sæki fleiri fréttir.