SMS

Sádi-Arabía: Leysið 10 Egypta úr haldi

Tíu egypskir menn sem tilheyra samfélagi Núbía hafa verið í haldi án ákæru í 16 mánuði frá því í júlí 2020 vegna friðsæls viðburðar sem þeir höfðu skipulagt. Tveir þeirra eru komnir á aldur og þjást af heilsukvillum.

Tilkynning

Málþing um ofbeldi og morð á konum í Mexíkó

Íslandsdeild Amnesty International stendur að málþingi um stöðu kvenna í Mexíkó, þriðjudaginn 30. nóvember í Lögbergi, Háskóla Íslands, stofu 101, frá kl. 12 til 13. Sérstakir gestir málþingsins eru Wendy Andrea Galarza, feministi og baráttukona, og Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó. Heimsóknin er hluti af árlegri, alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi.

Tilkynning

Yfirlýsing Íslandsdeildar Amnesty International vegna endursendinga flóttafólks til Grikklands

Íslandsdeild Amnesty International sendi frá sér yfirlýsingu vegna endursendinga flóttafólks til Grikklands. Nú eru 73 ár síðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Í fjórtándu grein hennar segir: „Rétt skal mönnum vera að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum.“ Réttur flóttamanna er tryggður í alþjóðasamningum og er þeirra mikilvægastur flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1951.

SMS

Túnis: Hinsegin aðgerðasinni sætti hrottalegri árás

Lögreglumenn réðust á Badr Baabou, baráttumann fyrir mannréttindum og hinsegin aðgerðasinna, í Túnis í október 2021. Hann var skotmark öryggissveita vegna vinnu sinnar og baráttu fyrir réttindum hinsegin einstaklinga í Túnis. Þetta er nýlegasta árásin af mörgum sem Badr hefur orðið fyrir undanfarin ár.

SMS

COP26: Íslensk stjórnvöld verða að grípa til aðgerða

Loftslagsváin er aðför að mannréttindum. Brýnt er að ríki á COP26 ráðstefnunni grípi strax til aðgerða til  verndar mannréttindum. Nú þegar má sjá hræðilegar afleiðingar loftlagsváar á mörgum stöðum í heiminum.

Fréttir

G20: Óljós loforð um bóluefni

Leiðtogar G20-ríkjanna hafa í yfirlýsingu sinni í lok leiðtogafundarins í Róm síðustu helgi gefið loforð um að kanna leiðir til að hraða bólusetningum í heiminum og vinna að því að ná markmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að 40% íbúa hvers lands í heiminum séu bólusettir í enda árs.

Fréttir

Þitt nafn bjargar lífi - TAKTU ÞÁTT

Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríðandi mál einstaklinga sem beittir eru alvarlegum órétti. Þannig söfnum við milljónum undirskrifta og mögnum saman þrýsting á stjórnvöld víða um heim sem brjóta mannréttindi. Látum ljós okkar skína á þolendur mannréttindabrota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstaklinga og heiminn allan, hver undirskrift skiptir máli!

Skýrslur

Madagaskar: Þurrkar og hungurdauði afleiðing loftslagsváar

Samkvæmt skýrslu Amnesty International, “It will be too late to help us once we are dead”, sem kom út í dag hefur loftslagsvá í heiminum leitt til einna verstu þurrka í sögu Madagaskar. Hungur eykst og um 1 milljón einstaklinga eru nú á barmi hungursneyðar þar í landi. Ástandið í Madagaskar sýnir að loftslagsvá hefur nú þegar valdið miklum þjáningum og dauðsföllum.

Andartak – sæki fleiri fréttir.