Fréttir
Ísrael/hernumda svæðið í Palestínu: Rannsókn á hernaðaraðgerðum ísraelska hersins á Gaza nauðsynleg
Amnesty International kallar eftir rannsókn á eyðileggingu borgaralegra innviða af hálfu ísraelska hersins á Gaza og telur að þessar hernaðaraðgerðir teljist stríðsglæpir. Rannsókn Amnesty sýnir að á tímabilinu frá október 2023 til maí 2024 hafi Ísraelsher með ólögmætum hætti eyðilagt heimili, skóla, moskur á austurhluta Gaza. Þessi eyðilegging, sem átti að stækka „hlutlaust svæði“ af öryggisástæðum, hafði áhrif á þúsundir íbúa og gerði stór svæði óbyggileg.