SMS

Líbía: Þingkona og baráttukona fyrir mannréttindum tekin haldi

Sihan Sergiwa, þingkona og baráttukona fyrir mannréttindum, hvarf sporlaust þann 17. júlí 2019 í Benghazi eftir að vopnaðir menn réðust inn á heimili hennar. Þetta var rétt eftir að hún hafði opinberlega gagnrýnt sjálfskipaðan þjóðarher Líbíu fyrir að hernema borgina Trípolí. Talið er að mennirnir tengist þessum her.

Góðar fréttir

Þín þátttaka hefur áhrif

Stærsta mannréttindaherferð heims, Þitt nafn bjargar lífi (áður Bréf til bjargar lífi), stækkar enn með hverju árinu. Samtals voru bréfin og undirskriftirnar 5.911.113 talsins í fyrra á þessum stærsta alþjóðlega mannréttindaviðburði heims. Svona hafði þátttaka þín áhrif:

SMS

Tyrkland: Ákærur fyrir þátttöku í Pride-göngu

Átján nemendur og einn fræðimaður Tækniháskóla Mið-Austurlanda (METU) í borginni Ankara í Tyrklandi hafa verið ákærðir að taka þátt í Pride-göngu hinsegin fólks á háskólasvæðinu þann 10. maí síðastliðinn. Réttarhöld hefjast 12. nóvember en sumir innan hópsins halda því fram að þeir hafi aðeins fylgst með göngunni en ekki tekið virkan þátt í henni. Enginn á að vera dæmdur fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar- og fundafrelsis.

SMS

Egyptaland: Mannréttindalögfræðingur í haldi

Þann 22. september 2019 handtóku óeinkennisklæddir lögreglumenn mannréttindalögfræðinginn og aðgerðasinnann Mahienour el-Masry þegar hún var að ganga út úr byggingu saksóknara í borginni Alexandríu. Saksóknari yfirheyrði síðan Mahienour el-Masry út af ákærum á hendur henni sem enginn fótur er fyrir, þar á meðal fyrir „að aðstoða hryðjuverkahóp“, og „dreifingu á fölskum fréttum“ í máli sem tengist mótmælum gegn ríkisstjórn Egyptalands sem fram fóru í mars 2019. Saksóknarinn fyrirskipaði 15 daga varðhald yfir henni í Al Qanater kvennafangelsi á meðan að rannsókn stæði yfir.

Fréttir

Aðgerðakortin komin í hús!

Aðgerðakortin fyrir stærstu, árlegu undirskriftaherferð Amnesty International eru komin í hús og erum við mjög ánægð með útkomuna enda eru þau handhægari og umhverfisvænni en fyrri ár.

SMS

Kína: Úígúri í hættu á að vera tekinn af lífi

Tashpolat Tiyip, fyrrum rektor Háskólans í Xinjiang, var dæmdur til dauða eftir leynileg og óréttlát réttarhöld og stendur nú frammi fyrir yfirvofandi aftöku í Kína. Hann hvarf sporlaust árið 2017 og síðan þá hefur hann verið í varðhaldi af geðþótta. Engar upplýsingar hafa verið gefnar upp um sakargiftir, framvindu málsins né staðsetningu hans.

Fréttir

Mannréttindaskóli ársins 2019 – Er þinn skóli skráður?

Nú líður að stærsta árlega viðburði samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi. Sem fyrr er blásið til samkeppni meðal grunn- og framhaldsskóla landsins þar sem nemendum gefst tækifæri til að safna sem flestum undirskriftum fyrir sinn skóla og keppa um titilinn Mannréttindaskóli ársins.

Fréttir

Malasía: Beiting dauðarefsingarinnar er grimmilegt óréttlæti

Á alþjóðadegi gegn dauðarefsingunni, 10. október, gefur Amnesty International út skýrslu um dauðarefsinguna í Malasíu: Fatally flawed: Why Malaysia must abolish the death penalty. Í skýrslunni kemur fram að pyndingum og annarri illri meðferð er beitt í Malasíu til að ná fram játningu, aðgengi að lögfræðingi er ábótavant, ferlið fyrir náðun er torskilið og brotið er á réttinum til sanngjarnra réttarhalda.

Andartak – sæki fleiri fréttir.