SMS

Íran: Íranskur Kúrdi á yfir höfði sér dauðadóm

Arsalan Khodkam hlaut dauðadóm fyrir „njósnir“ eftir óréttlát réttarhöld sem stóðu yfir í 30 mínútur. Dómurinn var byggður á játningu sem náð var fram með pyndingum. Hann hefur ekki fengið að velja sér lögfræðing. Dauðadómur fyrir njósnir brýtur gegn alþjóðalögum.

Góðar fréttir

Suður-Súdan: Dauðadómur yfir barni ógiltur!

Áfrýjunardómstóll í Suður-Súdan felldi úr gildi dauðadóm yfir Magai Matiop Ngong sem var aðeins 15 ára þegar brotið átti sér stað. Mál Magai Matiop Ngong var hluti af alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi, í lok ársins 2019. Fólk um heim allan skrifaði undir ákall til forseta Suður-Súdan, Salav Kjir, um að ógilda dauðadóm Magai.

Fréttir

Hong Kong: Tíu atriði um nýju þjóðaröryggislögin

Ný þjóðaröryggislög fyrir Hong Kong voru samþykkt í Kína þann 30. júní 2020 og tóku gildi sama dag. Kínversk yfirvöld samþykktu lögin án þess að tryggja gagnsæi eða ábyrgðarskyldu, aðeins nokkrum vikum eftir tilkynningu um fyrirætlanir sínar. Farið var fram hjá löggjafarvaldi Hong Kong og orðalagið í lögunum var haldið leyndu fyrir almenningi þar til þau tóku gildi. Amnesty International greinir frá tíu hættulegum áhrifum þessara laga.

SMS

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Fréttir

Ísrael/hernumdu svæði Palestínu: Tíu atriði um innlimun Palestínu

Umræða um áætlun Ísraela um innlimun hluta af svæði Vesturbakkans á hernumdu svæði Palestínu hefur verið í deiglunni eftir stjórnarmyndun í Ísrael í apríl. Amnesty International telur ljóst að þessi áætlun myndi aðeins gera ástand mannréttinda á svæðinu enn verra og festa í sessi rótgróið refsileysi sem hefur ýtt undir stríðsglæpi, glæpi gegn mannúð og önnur alvarleg brot.

SMS

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamutsíðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Góðar fréttir

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International var haldinn 18. júní síðasta á skrifstofu samtakanna. Einnig fór fundurinn fram á vefnum og er þetta í fyrsta sinn sem boðið var upp á fjarfund.

Fréttir

Rakningarforrit og friðhelgi einkalífs

Amnesty International hefur greint smitrakningarforrit á tímum kórónuveirufaraldursins í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, þar á meðal á Íslandi. Niðurstöður sýna að smitrakningarforrit stjórnvalda í Barein, Kúveit og Noregi séu þau alræmdustu er kemur að altæku eftirliti. Þessi forrit stofna öryggi og friðhelgi einkalífs hundruð þúsunda einstaklinga í hættu þar sem þau fylgjast með notendum í líftíma með því að hlaða inn GPS staðsetningu þeirra reglulega inn á miðlægan gagnagrunn.

SMS

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim.

Andartak – sæki fleiri fréttir.