SMS

Hvíta-Rússland: Blaðamaður numinn á brott og pyndaður eftir að flugvél sem hann var í var gert að lenda

Raman Pratasevich, blaðamaður frá Hvíta-Rússlandi á flótta sem hefur gagnrýnt hvítrússneska ríkisstjórnina, var ólöglega handtekinn þann 23. maí af stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi ásamt maka sínum, Sofiu Sapega. Þau voru í flugi frá Aþenu til Vilníus þegar vélinni var beint í aðra átt og gert að lenda í Minsk vegna sprengjuhótunar. Raman Pratasevich var eftirlýstur í heimalandi sínu vegna „hryðjuverka“ fyrir vinnu sína sem blaðamaður. Verði hann dæmdur sekur á hann yfir höfði sér 20 ára fangelsisvist.

Fréttir

Afmælisviðburður Amnesty International

Í tilefni af 60 ára afmæli Amnesty International, í dag föstudaginn 28. maí, fagnaði Íslandsdeildin stóra deginum í Pósthússtræti við Austurvöll. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, hélt stutta ræðu og opnaði útisýningu um sögu og mannréttindasigra samtakanna síðustu 60 ára í máli og myndum. Þá veitti Claudia Ashanie Wilson viðurkenninguna „Aðgerðasinni Amnesty International“ fyrir hönd stjórnar Íslandsdeildar Amnesty International.

Viðburðir

Mannréttindabaráttan í 60 ár

Í 60 ár hefur alþjóðahreyfingin Amnesty International barist þrotlaust gegn mannréttindabrotum og hefur skilað árangri fyrir hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan. Amnesty International fagnar afmæli sínu, sögu og sigrum með opnun útisýningar í Pósthússtræti í dag, föstudaginn 28. maí, klukkan 17:00 ásamt því að veita viðurkenninguna Aðgerðasinni Amnesty International til að heiðra einstakling sem hefur barist fyrir mannréttindum með aðgerðum sínum af krafti og eljusemi.

Viðburðir

60 ára afmæli Amnesty International

Í tilefni af 60 ára afmæli Amnesty International stöndum við fyrir viðburði í Pósthússtræti við Austurvöll næstkomandi föstudag, 28. maí klukkan 17:00.

SMS

Danmörk: Ekki senda flóttafólk aftur til Sýrlands

Danmörk leggur hundruð flóttafólks í hættu með því að senda það aftur til Sýrlands. Dönsk yfirvöld staðhæfa að höfuðborgin Damaskus og nágrenni hennar séu örugg svæði í Sýrlandi. Þrátt fyrir að loftárásir og átök séu hætt á sumum svæðum, vofir enn hætta yfir þar sem sannanir eru fyrir því að pyndingar, þvinguð mannshvörf og varðhaldsvist eigi sér enn stað í landinu.

Fréttir

Ísrael/hernumdu svæði Palestínu: Óhóflegt vald gegn palestínskum mótmælendum

Ísraelskar öryggissveitir hafa beitt óhóflegri, endurtekinni og óréttmætanlegri valdbeitingu gegn palestínskum mótmælendum á hernumdu svæðum Austur-Jerúsalem síðustu daga. Átök hafa stigmagnast og flugskeyti milli vopnaðra palestínskra hópa á Gaza-svæðinu og Ísraels hafa sært fjölda fólks og tugir hafa látist. Meirihlutinn af þeim eru Palestínubúar.

SMS

Kólumbía: Hervaldi beitt gegn mótmælendum 

Síðan 28. apríl hafa þúsundir tekið þátt í mótmælum víðsvegar um Kólumbíu. Mótmælin byrjuðu vegna fyrirhugaðra skattalagabreytinga en hafa þróast í mótmæli vegna viðbragða stjórnvalda við efnahags- og félagslegum vandamálum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld hafa brugðist við með að beita hervaldi í nokkrum borgum þar sem mótmælendur eru beittir óhóflegu valdi með vopnum sem hefur leitt tugi einstaklinga til dauða og enn fleiri særða. 

Fréttir

Viðburðaríkur maímánuður hjá ungliðahreyfingu Íslandsdeildar Amnesty International

Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty er aftur komin á skrið eftir að hafa legið í dvala yfir veturinn.  Í tilefni af baráttudegi verkalýðsins 1. maí, birti Háskólafélagið myndband til að styðja við starfsfólk Amazon. Myndband Háskólafélagsins er byggt á á netákalli sem Íslandsdeild Amnesty International birti í apríl um netverslunina Amazon. Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty hélt tæplega tveggja tíma netfund með Páli Óskari Hjálmtýssyni síðastliðinn mánudag. Framundan er svo nýliðakvöld og kosningakvöld sem eru opin öllu ungu fólki á aldrinum 14-25 ára.

Andartak – sæki fleiri fréttir.