Fréttir

Súdan: Kynferðisfbeldi algengt í átökunum

Kynferðisofbeldi er algengt í átökunum í Súdan. Hersveitir RFS hafa með kerfisbundnum hætti ráðist á konur og stúlkur um allt landið. Grimmdarverk, þar á meðal nauðganir, hópnauðganir og kynlífsþrælkun, eru stríðsglæpir og geta talist glæpur gegn mannúð sem er einn alvarlegasti glæpurinn og á við þegar um er að ræða víðtækar eða kerfisbundnar ómannúðlegar atlögur framdar af ásetningi gegn óbreyttum borgurum.

SMS

Ísrael: Stöðva þarf þvingaða brottflutninga fjölskyldu í Austur-Jerúsalem

Saleh Diab og stórfjölskylda hans, alls 23 einstaklingar og þar af nokkur börn, eiga á hættu að sæta ólögmætum flutningum frá Austur-Jerúsalem. Þetta eru þvingaðir brottflutningar sem eru leiddir af landtökuhópnum Nachalat Shimon og eru hluti af víðtæku eignarnámi í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem.

Góðar fréttir

Bandaríkin: Mahmoud Khalil laus úr haldi

Dómari í Bandaríkjunum fyrirskipaði að leysa Mahmoud Khalil úr haldi gegn tryggingu en hann var þrjá mánuði í ólögmætu haldi. Hann var handtekinn af innflytjendayfirvöldum fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á mótmælum í háskólanum til stuðnings réttindum Palestínubúa og gegn hópmorði á Gaza.  

Skýrslur

Bandaríkin: Hrikalegar afleiðingar eftir niðurskurð á erlendri aðstoð

Ríkisstjórn Trump skar snögglega niður erlenda aðstoð Bandaríkjanna. Amnesty International rannsakaði áhrif þessa niðurskurðar á verkefnum víðs vegar um heiminn sem miða meðal annars að því að veita nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, tryggja fæðuöryggi, athvarf, heilbrigðisþjónustu og mannúðaraðstoð til fólks í viðkvæmri stöðu. Frá þessu er greint í nýlegri skýrslu Amnesty International, Lives at risk.

SMS

Ungverjaland: Gleðigangan í hættu

Gleði­gangan í Búdapest í Ungverjalandi er í hættu. Ný lög sem banna samkomur til stuðn­ings hinsegin rétt­indum eru beinar árásir á hinsegin fólk, stuðn­ings­fólk og réttinn til að mótmæla. Gleði­gangan er frið­samleg kröfu­ganga um jafn­rétti og rétt­læti. Stefnt er á að hún verði haldin í Búdapest 28. júní.

Fréttir

Árangur Þitt nafn bjargar lífi 2024

Okkar árlega herferð Þitt nafn bjargar lífi gekk vel árið 2024 þrátt fyrir að hún hafi verið minni í umsvifum en undanfarin ár . Á Íslandi söfnuðust 49.038 undirskriftir fyrir öll málin sem var aðeins meira en í fyrra ef miðað er við fjölda mála þar sem málin í ár voru níu en ekki tíu eins og undanfarin ár. Í heildina á heimsvísu var gripið til tæplega 4,7 milljóna aðgerða í 200 löndum og næstum 380 þúsund stuðningskveðjur voru skrifaðar til þolendanna til að sýna þeim stuðning á erfiðum tímum.

Andartak – sæki fleiri fréttir.