SMS

Úganda: Mannréttindalögfræðingur handtekinn að geðþótta

Dr. Sarah Bireete, mannréttindalögfræðingur, var handtekin að geðþótta 30. desember síðastliðinn og er í haldi í Luzira-fangelsinu í Úganda. Hún var ákærð 2. janúar fyrir að hafa náð í eða birt persónuupplýsingar með ólögmætum hætti.

Fréttir

Alþjóðlegt: Amnesty International lýsir yfir alvarlegum áhyggjum af stöðu mannréttinda í kjölfar hernaðaraðgerða Bandaríkjanna í Venesúela.

Hernaðaraðgerðir bandarískra stjórnvalda í Venesúela undir forystu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem leiddu til handtöku Nicolás Maduro og Cilia Flores, eru til marks um alvarlega ógn við mannréttindi íbúa landsins. Aðgerðirnar fela að öllum líkindum í sér brot á alþjóðalögum, þar á meðal broti gegn stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, sem og yfirlýstur ásetningur Bandaríkjanna um að taka í stjórnartaumana í Venesúela og stýra olíuauðlindum landsins.

SMS

Víetnam: Aðgerðasinni í einangrun

Bùi Tuấn Lâm, þekktur núðlusali, hefur sætt fangavist frá 2023 í Xuân Lộc fangelsi í Đồng Nai- héraði fyrir myndbönd á samfélagsmiðlum um samfélagsmál og mannréttindi. Frá apríl 2025 hefur hann sætt pyndingum og annarri illri meðferð án aðgangs að hreinu vatni, rafmagni og birtu. Sjón hans fer versnandi þar sem honum hefur verið haldið föngum í dimmum klefa. Án umbóta á aðstæðum í fangelsinu eru miklar líkur á að heilsa hans versni enn frekar.

Góðar fréttir

Mannréttindasigrar síðustu mánuði ársins 2025

Þrátt fyrir miklar áskoranir í heiminum í dag verðum við enn og aftur vitni að mikilvægi mannréttindabaráttunnar. Víða um heim krafðist fólk ábyrgðar frá stjórnvöldum, réttlætis fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og frelsis fyrir mannréttindafrömuði. Hér koma góðar fréttir á síðustu sex mánuðum ársins sem veita von og sýna mikilvægi mannúðar og samtakamáttar.

SMS

Egyptaland: Meðlimir trúarhóps pyndaðir

Á annan tug meðlima trúarhópsins Ahmadi Religion of Peace and Light hafa verið handteknir að geðþótta síðustu 7 mánuði fyrir það eitt að nýta trú- og hugsanafrelsi sitt.

Viðburðir

Byggingar lýstar upp til að minna á Þitt nafn bjargar lífi

Í tilefni af alþjóðlegum mannréttindadegi 10. desember minnir Íslandsdeild Amnesty International á að baráttan fyrir verndun mannréttinda hefur sjaldan verið jafn þörf og nú. Víða er tjáningarfrelsið fótum troðið og grafið undan öðrum sjálfsögðum mannréttindum svo sem réttinum til lífs , frelsis og mannhelgi.

Fréttir

Hópmorð Ísraels heldur áfram þrátt fyrir vopnahlé

Þrátt fyrir að vopnahlé var tilkynnt í byrjun október og öllum ísraelskum gíslum sem voru enn á lífi hefur verið sleppt halda ísraelsk yfirvöld áfram að fremja hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Palestínubúum er áfram þröngvað til að búa við lífskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins, og ísraelsk yfirvöld hafa ekki sýnt nein merki um að ásetningur þeirra hafi breyst.

Andartak – sæki fleiri fréttir.