Fréttir

Skólar leyfi þátttöku nemenda í loftslagsverkföllum

Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International, hefur biðlað til 30 þúsund skóla víðsvegar í heiminum að nemendum verði leyft að taka þátt í loftslagsverkföllum sem eru án fordæmis og verða haldin 20. og 27. september

SMS

Mannréttindasinni í haldi í heilt ár án dóms

Đoàn Thị Hồng var handtekin ólöglega í september 2018 og hefur verið í haldi síðan án þess að mál hennar hafi verið tekið fyrir af dómstólum. Fjölskylda Đoàn Thị Hồng fékk ekki að hitta hana fyrr en 4. september 2019, 11 mánuðum eftir að hún var tekin höndum, og tók þá eftir heilsubrestum hjá henni. Við krefjumst þess að yfirvöld leysi Đoàn Thị Hồng úr haldi þar sem hún er samviskufangi og hefur einungis nýtt rétt sinn til tjáningarfrelsis á friðsamlegan hátt.

Viðburðir

Fögnum forystu ungs fólks gegn loftslagsbreytingum

Mánudaginn 16. september næstkomandi mun Íslandsdeild Amnesty International veita viðurkenningu fyrir forystu í baráttunni gegn loftlagsbreytingum í Bíó Paradís kl. 17:00. Elísabet Jökulsdóttir flytur unga fólkinu hvatningu og tónlistarfólkið GDRN og Flóni flytja nokkur lög. Boðið verður upp á léttar veitingar. 

SMS

Brasilía: Verndum réttindi frumbyggja og Amazon-skóginn

Ríkisstjórn Bolsonaro forseta Brasilíu hefur heimilað ólöglegar innrásir á landsvæði frumbyggja í Amazon-skógi. Þetta hefur leitt til u.þ.b. 75.000 skógarelda á þessu ári og hótana ólöglegra aðila í garð frumbyggja á svæðinu.

Fréttir

Hvernig ýtir TripAdvisor undir þjáningar Palestínubúa?

Amnesty International þrýstir á TripAdvisor að taka út skráningar á síðu sinni á ferðamannastöðum á landtökusvæðum Ísraels. Landtökusvæði Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu eru ólögleg og valda þjáningum Palestínubúa. Hvað eru hernumdu svæði Palestínu, hvers vegna eru landtökusvæði Ísraela ólögleg og hvaða þjáningum valda þau?

SMS

Tyrkland: Tveir menn horfnir sporlaust

Tveir menn, Gökhan Türkmen og Mustafa Yılmaz, hurfu sporlaust í febrúar á þessu ári. Grunur leikur á að um þvingað mannhvarf sé að ræða en yfirvöld hafa til þessa neitað að þeir séu í haldi þeirra. Þann 29. júlí birtust á ný fjórir menn, sem einnig hafði verið saknað síðan í febrúar, en þeir höfðu verið í haldi hryðjuverkadeildar lögreglunnar í höfuðstöðvum hennar í Ankara. Báðir mennirnir sem enn er saknað eru opinberir starfsmenn sem reknir voru samkvæmt tilskipun ríkisstjórnarinnar í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi árið 2016.

Fréttir

Brasilía: Aðgerðaleysi stjórnvalda ýtir undir skógarelda í Amazon

Eldar hafa geisað víða í Amazon-regnskóginum undanfarnar vikur sem hafa áhrif á líf fjölda fólks. Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International, telur mikilvægt að frumbyggjum á svæðinu sé sýnd samstaða og hann skorar á stjórnvöld að grípa til aðgerða.

SMS

Aðgerðasinni í haldi vegna Facebookfærslna

Aðgerðasinni frá Senegal, Guy Marius Sagna, var ákærður fyrir „falskar hryðjuverkaaðvaranir“ þann 5. ágúst síðastliðinn. Hann var handtekinn af geðþótta þann 16. júlí í höfuðborginni Dakar. Guy var yfirheyrður vegna tveggja Facebook-færslna þar sem hann fjallaði um skort á fullnægjandi læknisaðstöðu í Senegal og einnig fyrir innlegg sitt á Facebook-síðu sinni um veru franska hersins í Afríku.

Fréttir

Íslandsheimsókn Kumi Naidoo aðalframkvæmdastjóra Amnesty International

Aðalframkvæmdarstjóri Amnesty International, Kumi Naidoo, var staddur hér á landi síðastliðinn föstudag fram til þriðjudags. Margt dreif á daga hans hér á Íslandi en síðastliðinn laugardag tók hann þátt í Reykjavík Pride með ungliðahreyfingu Íslandsdeildarinnar, var viðstaddur afhjúpunar minnisvarða um jökulinn Ok á sunnudaginn, hitti Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands og stóð að lokum fyrir hádegisumræðum á skrifstofu Íslandsdeildarinnar á mánudaginn.

Góðar fréttir

El Salvador: Sýknun Evelyn Hernández sigur fyrir mannréttindi

Evelyn Hernández var sýknuð fyrir rétti þann 19. ágúst og er það sigur fyrir mannréttindi. Hún var 21 árs þegar neyðartilvik á heimili Evelyn þann 6. apríl 2016 leiddi til fósturmissis hennar. Starfsfólk á vakt tilkynnti Evelyn Hernández til lögreglu þegar hún kom á sjúkrahús til aðhlynningar.

Andartak – sæki fleiri fréttir.