Fréttir

Um Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og hugtakið „smáríki"

Kevin Whelan starfsmaður Amnesty International í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur því fram í grein sinni að ekkert ríki sé smáríki. Enn fremur geti ekkert ríki í mannréttindaráðinu kallað sig eða verið kallað smáríki. Tilefni greinarinnar er þátttaka og seta Íslands í mannréttindaráðinu en setu Íslands lauk um seinustu áramót. Greinin hefur verið þýdd úr ensku yfir á íslensku.

SMS

Venesúela: Stjórnarandstæðingar í hættu

Fulltrúar og starfsfólk tengt stjórnarandstöðunni í Venesúela hafa orðið fyrir ítrekuðum árásum síðan 20. desember 2019. Aukin hætta er á handtökum að geðþótta og öðrum alvarlegum mannréttindabrotum gegn fulltrúum stjórnarandstöðunnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela og ríkisstjórn hans hafa beitt harðræði til að bæla niður í fulltrúa stjórnarandstöðunnar. Handtökur að geðþótta og þvinguð mannshvörf eru algengar þöggunaraðferðir ríkisstjórnarinnar.

SMS

Egyptaland: Þrír blaðamenn handteknir af geðþótta

Þann 29. nóvember 2019 handtóku óeinkennisklæddir lögreglumenn blaðamennina Solafa Magdy, Hossam el-Sayed og Mohamed Salah á kaffihúsi í Kaíró höfuðborg Egyptalands. Farsímar þeirra, tölvur og bílar voru gerð upptæk. Degi síðar voru blaðamennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á ákærum á hendur þem. Solafa og Mohamed eru ákærð fyrir „að ganga í hryðjuverkahóp“ og „dreifingu á fölskum fréttum“ á meðan Hossam er ákærður fyrir „félagaaðild að hryðjuverkasamtökum“. Leynilögreglumenn hafa beitt Solafa barsmíðum fyrir að neita að veita aðgang að farsíma sínum. Saksóknarinn framlengdi síðan varðhald þeirra um 15 daga á meðan rannsókn stæði yfir.

SMS

Írak: Ljósmyndari hvarf sporlaust fyrir utan heimili sitt

Þann 6. desember 2019 var 22 ára íröskum ljósmyndara Zaid Mohammed Abid al-Khafaji rænt fyrir utan heimili sitt í Bagdad í Írak. Fjórir óeinkennisklæddir menn drógu hann inn í bíl og keyrðu á brott. Fjölskylda hans leitaði aðstoðar hjá yfirvöldum sem sögðust ætla að rannsaka málið.

SMS

Kólumbía: Þúsundir frumbyggja þarfnast brýnnar aðstoðar

Í frumbyggjasamfélagi Bojayá Chocó í Vestur-Kólumbíu er 2.250 manns haldið í herkví af skæruliðahópnum Ejército de Liberación Nacional, ELN og herþjálfaða hópnum Autodefensas Gaitanistas de Colombia. Hóparnir neita frumbyggjunum um aðgang að mat og læknisaðstoð. Við krefjumst þess að kólumbísk yfirvöld setji fram alhliða áætlun til verndar réttindum Bojayá- samfélagsins.

Góðar fréttir

Sigrar ársins 2019

Árangur af starfi Amnesty International og mannréttindabaráttunnar er margs konar. Lög eru sett til verndar mannréttindum, komið er í veg fyrir lagabreytingar sem ógna mannréttindum, réttlæti næst, aftökur eru stöðvaðar, fólk er leyst úr haldi og fyrirtækjum gert að virða mannréttindi. Þátttaka þín í mannréttindabaráttunni skiptir máli. Góðar fréttir frá árinu 2019 sýna samtakamáttinn!

SMS

Slóvakía: Réttindi til meðgöngurofs í hættu

Þingið í Slóvakíu ræðir nú lagafrumvarp er varðar skerðingu á réttindum til meðgöngurofs. Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa konur að uppfylla fjölmörg skilyrði til að gangast undir meðgöngurof.

Viðburðir

Opna húsinu frestað vegna veðurs!

Þar sem aftakaveðri er spáð á morgun, þriðjudaginn 10. desember, hefur Íslandsdeild Amnesty International ákveðið að færa opna húsið fyrir herferðina Þitt nafn bjargar lífi fram á fimmtudaginn 12. desember frá kl. 15 til 18.

Andartak – sæki fleiri fréttir.