Tilkynning

Litum fyrir mannréttindi

Íslandsdeild Amnesty International, í samstarfi við hóp íslensks listafólks, hefur gefið út litabókina LITUM FYRIR MANNRÉTTINDI.

Fréttir

Kórónuveiran: Andlegt álag heilbrigðisstarfsfólks

Kveðið er á um rétt til bestu mögulegu geðheilsu í alþjóðalögum en raunin er sú að á heimsvísu eru fáir sem hafa aðgang að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Kórónuveirufaraldurinn hefur gert vandamálið enn stærra. Í nýlegri könnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar kom í ljós að aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er takmarkað eða ekkert. Á sama tíma eykst þörfin.

SMS

Grikkland: verndum flóttafólk í Moria

Eldarnir sem komu upp í flóttamannabúðum í Moria hafa gert aðstæður verri fyrir þúsundir flóttafólks sem nú hafa lélegt aðgengi að vatni, mat og heilbrigðisþjónustu. Margir hafa misst eigur sínar, meðal annars mikilvæg skjöl er varða umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd.

Góðar fréttir

Ný stjórn Háskólafélags Íslandsdeildar Amnesty International

Nýlega var kosið í stjórn Háskólafélags Íslandsdeildar Amnesty International. Tilgangur Háskólafélagsins sé að stuðla að fræðslu og umræðu um mannréttindi í háskólasamfélaginu á Íslandi, sem og sýna samstöðu með þolendum mannréttindabrota.

SMS

Frakkland: Leyfið friðsamleg mótmæli

Síðan árið 2018 hafa milljónir manna mótmælt á götum Frakklands. Fólk hefur mótmælt stefnu ríkisstjórnarinnar sem er sögð ýta undir félagslegan og hagfræðilegan ójöfnuð, aðgerðaleysi stjórnvalda við loftslagsbreytingum og umbótum á eftirlaunakerfinu.

Ný Netflix heimildarmynd „The Social Dilemma”

Það sem árið 2020 hefur kennt okkur er nauðsyn netheima fyrir félagsleg tengsl og samskipti. Netþjónustur eins og Facebook og Google voru líflína okkar þegar heimsfaraldurinn skall á og gerðu okkur kleift að eiga í samskiptum við fjölskyldu og vini, sinna vinnu og námi að heiman ásamt því að vera okkar helsti staður til að leita að upplýsingum um mál tengd heilsu okkar. Ný heimildarmynd á Netflix „The Social Dilemma“ sýnir fram á að þessar netþjónustur hafa þó kostað okkur ákveðin mannréttindi, þar á meðal geðheilsuna.

SMS

Slóvakía: Aðgengi að öruggu þungunarrofi í hættu

Slóvakíska þingið hefur nú til umfjöllunar frumvarp sem felur í sér hindranir á þungunarrofi og setur heilsu kvenna og annarra sem leita eftir þungunarrofi í hættu ásamt því að brjóta á mannréttindum þeirra. Slóvakíska þingið verður að hafna þessu frumvarpi.

Andartak – sæki fleiri fréttir.