Fréttir

Ísland: Forsætisráðherra tekur á móti metfjölda undirskrifta

Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Þórunn Pálína Jónsdóttir lögfræðingur deildarinnar afhentu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ákall með uppfærðum undirskriftalista um vopnahlé í átökum Ísraels og vopnaðra hópa á Gaza þann 23. nóvember. Í heildina söfnuðust 11.733 undirskriftir. Utanríkisráðherra hafði áður móttekið sama uppfærða listann þann 21. nóvember.

Fréttir

Ísrael/Hernumdu svæðin í Palestínu: Ómannúðleg meðferð palestínskra fanga

Ísraelsk yfirvöld hafa beitt varðhaldi án dómsúrskurðar, sem er ein tegund varðhalds að geðþótta, í auknum mæli gegn palestínsku fólki á hernumda svæðinu á Vesturbakkanum ásamt því að palestínskir fangar hafa sætt ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð frá 7. október síðastliðnum. Tilvik um pyndingar og dauðsföll í varðhaldi síðasta mánuðinn hafa heldur ekki verið rannsökuð af ísraelskum yfirvöldum samkvæmt Amnesty International.

Fréttir

Nýtt vegglistaverk við Kaffi Vest

Listakonan Julia Mai Linnéa Maria málaði nýverið glæsilegt vegglistaverk á útivegg kaffihússins Kaffi Vest í Vesturbæ Reykjavíkur. Verkið er af pólska kvenréttindafrömuðinum Justynu Wydrzyńska sem berst fyrir réttinum til öruggs þungunarrofs í heimalandi sínu. Mál hennar er eitt tíu mála sem tekin eru fyrir í herferðinni Þitt nafn bjargar lífi í ár.

SMS

Mexíkó: Heilt samfélag flutt á brott vegna loftslagsbreytinga

Flytja þurfti 84 einstaklinga á brott úr „El bosque“- samfélaginu í Suður-Mexíkó þann 1. nóvember 2023 vegna hækkandi sjávarmáls og hræðilegra afleiðinga loftlagsbreytinga. Þeir voru fluttir í bæinn Frontera sem eru í 12 km fjarlægð.

Fréttir

Ísrael/hernumdu svæðin í Palestínu: Hamas og aðrir vopnaðir hópar verða að leysa gísla úr haldi

Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. Þúsundir einstaklinga hafa farið út á götur í Ísrael á síðustu dögum til að gagnrýna viðbrögð ísraelskra stjórnvalda og krafist þess að fá ástvini sína aftur heim.

Fréttir

Ísland: Afhending undirskrifta til forsætis- og utanríkisráðherra

Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Þórunn Pálína Jónsdóttir lögfræðingur deildarinnar afhentu Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra ákall með 6944 undirskriftum þann 3. nóvember. Forsætisráðuneytið fékk einnig undirskriftirnar en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gat ekki veitt þeim viðtöku sökum fjarveru erlendis.

Fréttir

Þitt nafn bjargar lífi 2023 að hefjast

Hin árlega og alþjóðlega herferð, Þitt nafn bjargar lífi, hefur svo sannarlega sýnt að hægt er að umbreyta lífi þolenda mannréttindabrota með þeim einfalda hætti að setja nafn sitt á bréf til stjórnvalda og krefjast umbóta í máli þeirra.

Fréttir

Ísrael/hernumdu svæðin í Palestínu: Krafa um tafarlaust vopnahlé

Amnesty International sendir frá sér brýnt ákall um tafarlaust vopnahlé allra aðila á hernumdum svæði Gaza og í Ísrael til að koma í veg fyrir frekara mannfall meðal óbreyttra borgara og til að tryggja aðgang að hjálpargögnum á Gaza þar sem nú ríkir mannúðarneyð af áður óþekktri gráðu.

Andartak – sæki fleiri fréttir.