Fréttir
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hvetur Ísland til að taka á mannréttindamálum
Í nýlegri úttekt vakti Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (e. Human Rights Committee) athygli á áhyggjum sínum er varða mannréttindi á Íslandi, þar sem nefndin tók meðal annars undir áhyggjuefni sem sett voru fram í skriflegri skýrslu Amnesty International. Nefndin tók undir þrjú af fjórum lykilatriðum sem Amnesty International vakti sérstaklega athygli á og lagði til breytingar er varða útlendingalög, beitingu einangrunarvistar og lagaákvæði um eftirlit með aðgerðum lögreglu.