Fréttir

Íran: Banvænt ofbeldi gegn mótmælendum fordæmt

Amnesty International kallar eftir því að alþjóðasamfélagið fordæmi beitingu banvæns ofbeldis af hálfu öryggissveita Írans sem hefur valdið dauða 143 mótmælanda frá því mótmæli hófust 15. nóvember síðastliðinn. Amnesty International telur dauðsföllin jafnvel enn fleiri og fylgist grannt með málum.

SMS

Íran: Baráttukona fyrir mannréttindum dæmd í 24 ára fangelsi

Saba Kordafshari, 21 árs írönsk baráttukona fyrir mannréttindum, var dæmd í 24 ára fangelsi fyrir friðsamlegt mannréttindastarf sitt, þar á meðal mótmæli gegn írönskum lögum um höfuðslæðu. Hún er samviskufangi sem leysa þarf umsvifalaust úr haldi án skilyrða.

Fréttir

Þitt nafn bjargar lífi

Fjöldi fólks lagði leið sína í Hörpu fimmtudaginn 21. nóvember síðastliðinn til að ljá mannréttindabaráttunni nafn sitt og upplifa tilkomumikla gagnvirka ljósainnsetningu sem hönnuð var til að vekja athygli á árlegri, alþjóðlegri herferð Amnesty International. Gagnvirka ljósainnsetningin hefur nú verið flutt úr Hörpu í Kringluna.

Tilkynning

Fréttabréf 2019

Íslandsdeildin tekur það alvarlega að gera starfsemina eins umhverfisvæna og hægt er og er það þess vegna sem fréttabréf deildarinnar er nú í fyrsta skipti aðeins gefið út á rafrænu formi en ekki prentað út og sent í pósti til félaga eins og áður. Við vonum að félagar taki þessum breytingum fagnandi.

SMS

Líbía: Þingkona og baráttukona fyrir mannréttindum tekin haldi

Sihan Sergiwa, þingkona og baráttukona fyrir mannréttindum, hvarf sporlaust þann 17. júlí 2019 í Benghazi eftir að vopnaðir menn réðust inn á heimili hennar. Þetta var rétt eftir að hún hafði opinberlega gagnrýnt sjálfskipaðan þjóðarher Líbíu fyrir að hernema borgina Trípolí. Talið er að mennirnir tengist þessum her.

Góðar fréttir

Þín þátttaka hefur áhrif

Stærsta mannréttindaherferð heims, Þitt nafn bjargar lífi (áður Bréf til bjargar lífi), stækkar enn með hverju árinu. Samtals voru bréfin og undirskriftirnar 5.911.113 talsins í fyrra á þessum stærsta alþjóðlega mannréttindaviðburði heims. Svona hafði þátttaka þín áhrif:

SMS

Tyrkland: Ákærur fyrir þátttöku í Pride-göngu

Átján nemendur og einn fræðimaður Tækniháskóla Mið-Austurlanda (METU) í borginni Ankara í Tyrklandi hafa verið ákærðir að taka þátt í Pride-göngu hinsegin fólks á háskólasvæðinu þann 10. maí síðastliðinn. Réttarhöld hefjast 12. nóvember en sumir innan hópsins halda því fram að þeir hafi aðeins fylgst með göngunni en ekki tekið virkan þátt í henni. Enginn á að vera dæmdur fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar- og fundafrelsis.

SMS

Egyptaland: Mannréttindalögfræðingur í haldi

Þann 22. september 2019 handtóku óeinkennisklæddir lögreglumenn mannréttindalögfræðinginn og aðgerðasinnann Mahienour el-Masry þegar hún var að ganga út úr byggingu saksóknara í borginni Alexandríu. Saksóknari yfirheyrði síðan Mahienour el-Masry út af ákærum á hendur henni sem enginn fótur er fyrir, þar á meðal fyrir „að aðstoða hryðjuverkahóp“, og „dreifingu á fölskum fréttum“ í máli sem tengist mótmælum gegn ríkisstjórn Egyptalands sem fram fóru í mars 2019. Saksóknarinn fyrirskipaði 15 daga varðhald yfir henni í Al Qanater kvennafangelsi á meðan að rannsókn stæði yfir.

Andartak – sæki fleiri fréttir.