Fréttir

Ísland: Forsætisráðherra tekur á móti metfjölda undirskrifta
Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Þórunn Pálína Jónsdóttir lögfræðingur deildarinnar afhentu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ákall með uppfærðum undirskriftalista um vopnahlé í átökum Ísraels og vopnaðra hópa á Gaza þann 23. nóvember. Í heildina söfnuðust 11.733 undirskriftir. Utanríkisráðherra hafði áður móttekið sama uppfærða listann þann 21. nóvember.