Fréttir

Bandaríkin/Bretland: Julian Assange skal ekki framseldur og fella þarf niður ákærur

Í ljósi áheyrnar í máli Julian Assange um framsal til Bandaríkjanna þann 24. febrúar kallar Amnesty International eftir því að yfirvöld í Bandaríkjunum felli niður allar ákærur á hendur honum sem tengjast njósnum og hann leystur úr haldi í kjölfarið. Ef þessar ákærur verða ekki felldar niður þurfa stjórnvöld í Bretlandi að tryggja að Julian Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna þar sem hætta er á að hann verði fyrir alvarlegum mannréttindabrotum.

Skýrslur

Miðausturlönd: Nýrri bylgju mótmæla mætt með hörku

Samkvæmt ársskýrslu Amnesty International um ástand mannréttinda í Miðausturlöndum (Norður-Afríka þar meðtalin) beittu stjórnvöld á svæðinu sér af hörku gegn mótmælendum sem kölluðu eftir réttlæti og pólitískum umbótum á árinu 2019

Fréttir

Stórkostlegur árangur í Þitt nafn bjargar lífi 2019

Árangur í árlegri herferð Amnesty Þitt nafn bjargar lífi fór fram úr björtustu vonum Íslandsdeildar Amnesty International árið 2019 en þá voru tekin fyrir tíu mál ungmenna víðs vegar um heiminn sem öll sættu svívirðilegum mannréttindabrotum, allt frá lögregluofbeldi til dauðarefsingar.

SMS

Benín: Blaðamaður dæmdur fyrir tíst

Þann 24. desember var rannsóknarblaðamaðurinn Ignace Sossou dæmdur í 18 mánaða fangelsi og til að greiða sekt fyrir „áreitni á netinu“ í Benín fyrir tíst á Twitter með tilvitnun í ummæli ríkissaksóknara. Ríkissaksóknarinn heldur því fram að ummæli hans hafi verið tekin úr samhengi og lagði fram kvörtun vegna ummæla Ignace Sossou til dómstóla í Benín. Ignace Sossou er í haldi að geðþótta. Leysa þarf hann úr haldi umsvifalaust án skilyrða.

Fréttir

Kóróna-veiran og mannréttindi

„Ritskoðun, mismunun, handtökur að geðþóttaástæðum og önnur mannréttindabrot eiga ekki að líðast í baráttunni gegn kóróna-faraldrinum. Mannréttindabrot hindra fremur en greiða fyrir réttum viðbrögðum við hættuástandi á sviði heilbrigðismála og grafa undan skilvirkni þeirra.“

Skýrslur

Asía: Ný kynslóð aðgerðasinna berst gegn kúgun

Bylgja mótmæla víðsvegar í Asíu er leidd af ungu fólki sem berst gegn aukinni kúgun og skerðingu á tjáningar- og fundafrelsi samkvæmt ársskýrslu Amnesty International um ástand mannréttinda í Asíu og Kyrrahafssvæðinu árið 2019.

SMS

Venesúela: Samviskufangi í lífshættu

Rubén González, aðgerðasinni sem barist hefur fyrir réttindum launþega, var handtekinn að geðþótta þann 29. nóvember 2018. Heilsu hans hans hefur hrakað í fangelsi og hann ekki fengið þá læknisaðstoð sem hann þarfnast. Síðan 19. janúar 2020 hefur Rubén verið í lífshættu vegna óeðlilegrar hækkunar á blóðþrýstingi og því bráðnauðsynlegt að hann fái læknisaðstoð. Hann er samviskufangi sem þarf að leysa úr haldi umsvifalaust án skilyrða.

SMS

Grikkland: Börn á flótta fái aðgang að heilbrigðisþjónustu

Síðan í júlí 2019 hefur umsækjendum um alþjóðlega vernd og börnum óskráðs flóttafólks verið meinaður aðgangur að opinberri heilbrigðisþjónustu í Grikklandi. Ný lög um alþjóðlega vernd sem kynnt voru í nóvember síðastliðnum hafa komið einhvers konar reglu á málið en skortur á aðgerðaáætlun veldur því að líf og heilsa þúsunda barna og fullorðinna er í hættu.

Fréttir

Íran: Ólögmætar aðgerðir gegn mótmælendum

Myndbönd, ljósmyndir og frásagnir þolenda og vitna sem Amnesty International hefur undir höndum staðfesta að íranskar öryggissveitir hafa beitt ólögmætum aðgerðum gegn friðsömum mótmælendum víðsvegar um Íran eftir að yfirvöld viðurkenndu að hafa skotið niður farþegaflugvél frá Úkraínu þann 8. janúar síðastliðinn.

Fréttir

Um Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og hugtakið „smáríki"

Kevin Whelan starfsmaður Amnesty International í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur því fram í grein sinni að ekkert ríki sé smáríki. Enn fremur geti ekkert ríki í mannréttindaráðinu kallað sig eða verið kallað smáríki. Tilefni greinarinnar er þátttaka og seta Íslands í mannréttindaráðinu en setu Íslands lauk um seinustu áramót. Greinin hefur verið þýdd úr ensku yfir á íslensku.

Andartak – sæki fleiri fréttir.