
Georgía
Réttlæti fyrir mótmælendur í Georgíu
Mótmæli í Georgíu hófust 29. nóvember 2024 og standa enn yfir. Almenningur mótmælir kúgandi lögum og ákvörðun stjórnvalda um að gera hlé á ferli um inngöngu í Evrópusambandið. Yfirvöld hafa bælt niður mótmælin með ofbeldisfullum hætti. Hundruð einstaklinga eru sagðir hafa sætt pyndingum og illri meðferð. Alþjóðasamfélagið þarf að sýna samstöðu með mótmælendum í Georgíu og vernda réttinn til að mótmæla.