Mann­rétt­indi

Hvað eru mann­rétt­indi?

Mann­rétt­indi eru grund­vall­ar­rétt­indi okkar allra. Þau eru okkar óháð því hver við erum, hvar við búum, á hvað við trúum eða hvernig lífi við veljum okkur að lifa. 

Það er aldrei hægt að taka mann­rétt­indi frá okkur en þó eru sum þeirra takmörkum sett, eins og til dæmis ef lög eru brotin eða í þágu þjóðarör­yggis. Þessi réttindi og frelsi byggjast á gildum eins og mann­legri reisn, sann­girni, jafn­rétti, virð­ingu og sjálf­stæði. Mann­rétt­indi eru ekki einungis hugtaheldur eru þau skil­greind og vernduð samkvæmt lögum. 

Það eru nokkur grund­vall­ar­at­riði sem ber að hafa í huga um mann­rétt­indi og alþjóða­sam­fé­lagið hefur einnig samþykkt. Mann­rétt­indi eru:  

Algild: Þau tilheyra hverri og einni mann­eskju. 

Óafsal­anleg: Það er ekki hægt að taka þau frá nokk­urri manneskju.  

Ódeil­anleg og samtvinnuðStjórn­völd eiga ekki að geta valið hvaða rétt­indi þau virða og hvaða rétt­indi þau virða að vettugiMann­rétt­indi eru samtvinnuð og hafa áhrif hvert á annað. 

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Eftir grimmd­ar­verk seinni heimstyrj­ald­ar­innar kom 51 ríki heims saman og stofnaði Sameinuðu þjóð­irnar með það að mark­miði að koma í veg fyrir að hryll­ingur stríðsins myndi endur­taka sig og stuðla að friði með því að efla alþjóðlegt samstarf og öryggi í heim­inum. Eitt af fyrstu verk­efnum Sameinuðu þjóð­anna var að sameinast grund­vall­ar­rétt­indi hverrar mann­eskju, skil­greina þau og vernda í sameig­in­legu skjali.

Þann 10. desember árið 1948 var Mann­rétt­inda­yf­ir­lýsing Sameinuðu þjóð­anna samþykkt á allsherjar­þingi Sameinuðu þjóð­anna. Þó svo að yfir­lýs­ingin sé ekki laga­lega bind­andi hefur hún gegnt gríð­ar­lega mikil­vægu hlut­verki í þróun alþjóð­legra mann­rétt­inda­kerfa og sem undan­fari annarra mann­rétt­inda­sátt­mála. Mann­rétt­inda­yf­ir­lýsing Sameinuðu þjóð­anna er mest þýdda skjalið í sögu veraldar en hún hefur verið þýdd á yfir 300 tungumál og mállýskur. 

Mann­rétt­inda­yf­ir­lýsing Sameinuðu þjóð­anna

Samkvæmt Mannrétt­inda­yf­ir­lýsingu Sameinuðu þjóð­anna er sérhver mann­eskja borin frjáls og jöfn öðrum að virð­ingu og rétt­indum. Yfir­lýs­ingin kveður á um mann­rétt­indi sem allir eiga jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litar­háttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóð­ernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Hún saman­stendur af 30 grund­vall­ar­rétt­indum, borg­ara­legum og stjórn­mála­legum rétt­indum og efna­hags­legum, félags­legum og menn­ing­ar­legum rétt­indum. Sem dæmi um þau rétt­indi sem skil­greind eru í mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­unni er réttur til hælis sem flóttafólk, réttur til frelsis frá pynd­ingum, réttur til málfrelsis og réttur til mennt­unar. 

Mann­rétt­inda­yf­ir­lýsing Sameinuðu þjóð­anna er horn­steinn alls mann­rétt­ind­a­starfs Amnesty Internati­onal. Hún er höfð til grund­vallar í öllum okkar verk­efnuog hjálpar til við að draga stjórn­völd til ábyrgðar þegar mann­rétt­inda­brot eru framin. 

Af hverju koma mannréttindi mér við?

Image result for rétt handan við hornið

Mann­rétt­indi eru ekki eingöngu þau rétt­indi sem eru skil­greind í alþjóðalögum heldur snerta þau einnig ákvarð­anir sem við tökum og koma við sögu í daglegu lífi okkar allra.  

Þegar við erum til dæmis óánægð með fram­gang stjórn­mála­fólks finnst okkur sjálfsagt að ræða slíkt við vini og kunn­ingja á samfé­lags­miðlum eða kaffi­húsi. Í slíkum aðstæðum nýtum við  réttinn til málfrelsis. 

Það er einmitt það sem er svo merki­legt við mann­rétt­indi. Þegar þau eru virt fer það iðulega framhjá okkur. Fæst börn á Íslandi fagna rétti sínum til mennt­unar á hverjum skóla­degi en þau börn sem þurft hafa að flýja heima­land sitt þar sem þeim var neitað um rétt sinn til mennt­unar kunna að meta skólann eilítið betur. 

Mannréttindi á Íslandi

Mann­rétt­indum er ætlað að tryggja einstak­lingum og hópum vernd fyrir vanrækslu á grund­vall­ar­rétt­indum og mann­virð­ingu eða hvers konar aðgerðum sem hindra að hægt sé að njóta þeirra. Mann­rétt­indi eru til að mynda vernduð í stjórn­ar­skránni, almennum lögum og alþjóð­samn­ingum á Íslandi.  

Í stjórn­ar­skránni eru nokkur grund­vall­ar­mann­rétt­indi vernduð. Má þar fyrst nefna jafn­ræð­is­regluna, en samkvæmt henni skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mann­rétt­inda án tillits til kynferðis, trúar­bragða, skoðana, þjóð­ern­is­upp­runa, kynþáttar, litar­háttar, efna­hags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Þá verndar stjórn­ar­skráin trúfrelsi einstak­linga, en í því felst réttur hverrar mann­eskju til að iðka sína trú að eigin vali. Bann við pynd­ingum er einnig verndað í stjórn­ar­skránni en enga mann­eskju má beita pynd­ingum né annarri ómann­úð­legri eða vanvirð­andi meðferð.   

Íslenska ríkið er einnig aðili að fjölda alþjóð­samn­inga um mann­rétt­indi og hefur lögfest suma þeirra. Dæmi um alþjóð­legan mann­rétt­inda­samning sem lögfestur hefur verið hér á landi er Mann­rétt­inda­sátt­máli Evrópu frá 1950 en ákvæði hans hafa gildi almennra laga.

Aðrir alþjóð­samn­ingar sem Ísland er aðili að eru alþjóð­samn­ingur um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi frá 1966, alþjóða­samn­ingur um efna­hagsleg, félagsleg og menn­ing­arleg rétt­indi frá 1966, samning­urinn um rétt­indi barnsins frá 1989 og Evrópu­samn­ingur um varnir gegn pynd­ingum frá 1987. 

Verjum mannréttindi og berjumst gegn mannréttindabrotum

Oft lítum við á mann­réttindi sem sjálfsagðan hlut þ þau grund­vallast af leið­andi reglum um mann­lega reisn, sann­girni, jafn­rétti, virð­ingu og sjálf­stæði. Oftar en ekki er það aðeins þegar rétt­indi okkar eru brotin að við stöldrum við og veitum þeim athygli. 

Því miður eru mann­rétt­inda­brot algeng. Þúsundum einstak­linga um heim allan er neitað um sann­gjörn rétt­ar­höld. Fólk er pyndað og fang­elsað vegna skoðana sinna eða trúarbragða. Almennir borg­arar eru fórn­ar­lömb á stríðs­tímum. Börn eru neydd til að berjast í stríðs­átökumNauðgunum er kerf­is­bundið beitt sem vopni. 

Þess vegna er mikil­vægt að við lítum ekki á mann­rétt­indi sem sjálf­sögð rétt­indi og enn mikil­vægara er að mann­rétt­indi séu vernduð samkvæmt alþjóða­lögum, svo að hægt sé að draga ríki heims til ábyrgðar þegar þau fremja grimmd­arleg mann­rétt­inda­brot á óbreyttum borg­urum.