Viðburðir

27. ágúst 2024

50 ára afmæli Íslands­deildar Amnesty Internati­onal

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar því að 50 ár eru liðin frá stofnun deild­ar­innar í Norræna húsinu þann 15. sept­ember 1974. Haldið verður upp á þennan merka áfanga með þremur mismun­andi viðburðum helgina 13. -15. sept­ember. 

Nánari upplýs­ingar um viðburði á Face­book: 

Föstu­dag­urinn 13. sept­ember: Málþing í Norræna húsinu kl. 12-13. Á ensku.

  • Agnès Callamard – aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onalFrom Gaza to the Climate Crisis: Human Rights Acti­vism in an Era of Unthinkable Pain
  • Katrín Odds­dóttir – mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur og aðgerðasinni. Human rights without a fight?
  • Kári Hólmar Ragn­arsson – dósent og mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur. The Internati­onal Human Rights System’s Cont­inuous Reflection Points

 

Laug­ar­dag­urinn 14. sept­ember: Stuðn­ings­að­gerð og mann­rétt­indajóga á Aust­ur­velli kl. 14. 

Aðgerð til stuðn­ings Manahel al-Otaibi, líkams­rækt­ar­kennara og baráttu­konu fyrir kven­rétt­indum í Sádi-Arabíu. Mælt er með því að mæta í þægi­legum fatnaði og með eigin jóga­dýnu.

Sunnu­dag­urinn 15. sept­ember: Skrúð­ganga og afmæl­is­fögn­uður í Iðnó kl. 14-15. 

  • Gengið frá Hall­gríms­kirkju og endað í Iðnó. Brass­sveit heldur uppi skemmti­legri stemn­ingu með New Orleans-sveiflu.
  • Skemmti­dag­skrá í Iðnó með ávörpum og tónlistar­flutn­ingi Bartóna og Los Bomboneros. Veislu­stjóri er Björk Guðmunds­dóttir leik­kona og grín­isti. Léttar veit­ingar í boði.

Lestu einnig