Tilkynning

11. mars 2022

Aðal­fundur 2022

Aðal­fundur Íslands­deildar Amnesty Internati­onal verður haldinn miðviku­daginn 23. mars 2022 kl. 17 í húsnæði deild­ar­innar, Þing­holts­stræti 27, 101 Reykjavík, 3. hæð. Einnig verður honum streymt.

 

Dagskrá fund­arins:

  • Skýrsla stjórnar um liðið starfsár kynnt og árangur borinn saman við starfs­áætlun þess árs
  • Starfs­áætlun fyrir komandi starfsár lögð fram
  • Skýrsla stjórnar um fjárhag samtak­anna og fjár­hags­áætlun
  • Ársreikn­ingar lagðir fram til samþykktar
  • Kosning stjórnar og félags­kjör­inna skoð­un­ar­manna
  • Ákvörðun um upphæð árgjalds
  • Laga­breyt­inga­til­lögur
  • Önnur mál

 

Claudia Wilson, mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur og vara­formaður Íslands­deildar Amnesty verður með erindi um endur­send­ingar flótta­fólks til Grikk­lands í ómann­úð­legar aðstæður.

 

Íslands­deild Amnesty hvetur félaga sem hafa áhuga á mann­rétt­indum til að bjóða sig fram í stjórn samtak­anna.

Spurn­ingum varð­andi kosn­ingu og stjórn­ar­setu skal beint til Þórhildar Elísa­betar Þórs­dóttur, formanns Íslands­deildar Amnesty Internati­onal á netfangið thor­hildur@amnesty.is

 

Lagabreytingatillögur

 

Borist hefur tillaga um að breyta 10. grein samþykkta Íslands­deildar Amnesty Internati­onal þannig að:

„Kosn­inga­rétt á aðal­fundi hafa þeir einir, sem lokið hafa greiðslu árgjalds liðins starfsárs eða mánað­ar­legu fram­lagi sem því nemur.

Greiðsla árgjalds þarf að hafa borist 50 dögum fyrir aðal­fund. ”

verði:

„Kosn­inga­rétt á aðal­fundi hafa þeir einir, sem hafa, eigi síðar en 50 dögum fyrir aðal­fund, gerst félagar og lokið greiðslu árgjalds liðins starfsárs.”

 

Laga­breyt­inga­til­laga þessi er lögð fram vegna nýrra ákvæða laga um tekju­skatt sem tóku gildi árið 2021 og reglu­gerðar sem var sett í kjöl­farið varð­andi skattafrá­drátt einstak­linga og rekstr­ar­aðila sem styðja við almanna­heilla­félög.

Framlag eða gjöf þarf að vera án gagn­gjalds til þess að teljast frádrátt­arbær samkvæmt nýju regl­unum. Atkvæð­is­réttur er talinn gagn­gjald félags­gjalda. Mikil­vægt er því að öll framlög einstak­linga til Íslands­deildar Amnesty Internati­onal séu skráð með þeim hætti að þau teljist framlög eða gjafir til þess að þau verði frátt­drátt­arbær en félags­gjöldin verði þess í stað gjald­frjáls. Félagar hafa þá eins og áður atkvæð­is­rétt innan samtak­anna.

Frádráttur einstak­linga getur verið á bilinu 10 – 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúð­ar­fólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækk­unar á útsvars- og tekju­skatts­stofni en er ekki milli­fær­an­legur og ber því að halda fram­lögum hvers einstak­lings aðgreindum.

Frekari upplýs­ingar um skattafrá­drátt má finna á heima­síðu Skattsins.

Lestu einnig