Tilkynning
11. mars 2025Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International var haldinn 6. mars síðastliðinn. Að venju var ársskýrsla deildarinnar flutt, fjárhagur og ársreikningar kynnt og samþykkt á fundinum. Fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir komandi ár lögð fram til samþykktar. Engar lagabreytingar voru að þessu sinni.
Kosið var til stjórnar 2025-2026
Ólöf Salmon Guðmundsdóttir, gjaldkeri, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Tinna Ingvarsdóttir var kosin inn ný, í varastjórn.
STJÓRN 2025 -2026 SKIPA:
Eva Einarsdóttir, formaður
Albert Björn Lúðvígsson, varaformaður
Harpa Pétursdóttir, meðstjórnandi
Helena Hafsteinsdóttir, meðstjórandi
Pétur Matthíasson, meðstjórnandi
Varastjórn:
Donika Kolica
Tinna Ingvarsdóttir
Við þökkum Ólöfu Salmon Guðmundsdóttur, fráfarandi gjaldkera, fyrir vel unnin störf í þágu mannréttinda um leið og við bjóðum nýtt fólk í stjórn velkomið.
Við óskum þeim velfarnaðar í nýjum hlutverkum.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu