Góðar fréttir

31. ágúst 2018

Aðgerðasinninn Tep Vanny laus úr haldi í kjöldar konung­legrar náðunar

Þann 15. ágúst 2016 var Tep Vanny hand­tekin og þann 23. febrúar 2017 var hún dæmd í tveggja og hálfs árs fang­elsi. Hún var sakfelld vegna þátt­töku sinnar í frið­sam­legum aðgerðum fyrir utan hús forsæt­is­ráð­herra Kambódíu í mars 2013. Amnesty Internati­onal taldi Tep Vanny vera samviskufanga og var mál hennar hluti af alþjóð­legri herferð samtak­anna þar sem rúmlega 200.000 einstak­lingar um heim allan kölluðu eftir lausn hennar.

„Það er fagn­að­ar­efni að Tep Vanny sé loks laus úr haldi og komin í faðm fjöl­skyldu sinnar eftir rúmlega tveggja ára fang­elsi fyrir frið­sam­legar aðgerðir,“ segir Minar Pimple, sem stýrir alþjóð­legum aðgerðum Amnesty Internati­onal, um lausn Tep Vanny í kjölfar konung­legrar náðunar.

“Lausn hennar var löngu tímabær. Tep Vanny þurfti að þola mikið órétt­læti, allt frá tilhæfu­lausum ákærum sem voru sprottnar af póli­tískum rótum yfir í ósann­gjörn rétt­ar­höld. Fyrir það fyrsta hefði hún aldrei átt að fara í fang­elsi.“

Mál Tep Vanny var í netákalli Íslands­deildar Amnesty Internati­onal í júní 2017 þar sem 1500 einstak­lingar skrifuðu undir ákall um lausn hennar. Við þökkum kærlega fyrir stuðn­inginn!

Lestu einnig