SMS

30. janúar 2024

Afgang­istan: Stöðva þarf mann­rétt­inda­brot gegn konum sem mótmæla

Frá því talíbanar tóku við völdum í ágúst 2021 hafa konur sem tmæla grimmilegri stefnu talíbana gegn konum þar í landi ýmist sætt þvinguðum manns­hvörfum (leynilegu varð­haldi yfir­valda), hand­tökum að geðþótta a pynd­ingum.  

Manizha Seddiqi, baráttu­kona fyrir rétt­indum kvenna, sætti þvinguðu manns­hvarfi þann 9. október 2023 en fannst síðar í haldi talíbana. Hún var flutt í fang­elsi þann 5. desember 2023. Manizha fær hvorki aðgang að lögfræð­ingi né reglu­legar fjöl­skyldu­heim­sóknir. Hætta er á að hún sæti pynd­ingum og annarri illri meðferð. Hún hefur ekki verið ákærð fyrir neinn glæp.  

SMS-félagar krefjast þess að Manizha Seddiqi verði tafar­laust leyst úr haldi án skil­yrða. 

Lestu einnig