Viðburðir
11. ágúst 2023Í Tyrklandi hafa gleðigöngur hinsegin fólks verið bannaðar árum saman og réttindabarátta hinsegin fólks stendur höllum fæti. Fólk á rétt á velja hvern það elskar og vera eins og það er án mismununar. Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur með tyrknesku hinsegin fólki og stuðningsfólki þeirra.
Réttindabaráttan í Tyrklandi
Réttindabarátta í Tyrklandi mætir tvenns konar mótstöðu: ráðist er gegn réttindum hinsegin fólks og rétturinn til að mótmæla hefur verið verulega skertur undanfarin ár. Allt frá árinu 2015 hafa gleðigöngur ítrekað verið bannaðar sem hefur hindrað hinsegin fólk að krefjast réttinda sinna.
Hatursfull orðræða gegn hinsegin fólki jókst í aðdraganda forsetakosninga sem voru haldnar nýverið og greina mátti aukið misrétti gegn hinsegin fólki. Í júní síðastliðnum var Gleðigangan bönnuð níunda árið í röð.
Nú, meira en nokkru sinni, verður að taka skýra afstöðu gegn þessum mannréttindabrotum.
Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks og réttinn til að mótmæla. Sýnum samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks í Tyrklandi.
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International býður öllum gestum Gleðigöngunnar 2023 í Reykjavík að láta taka mynd af sér með skilti sem lýsir yfir stuðningi með hinsegin fólki í Tyrklandi. Myndirnar verða birtar á netinu og sendar til hinsegin samtaka í Tyrklandi til að veita þeim styrk í baráttu sinni.
Samstaða gefur kraft!
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu