Viðburðir

11. ágúst 2023

Amnesty Internati­onal sýnir Gleði­göng­unni í Tyrklandi samstöðu á Hinsegin dögum 2023

Í Tyrklandi hafa gleðigöngur hinsegin fólks verið bann­aðar árum saman og rétt­inda­barátta hinsegin fólks stendur höllum fæti. Fólk á rétt á velja hvern það elskar og vera eins og það er án mismun­unar. Ungliða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal stendur með tyrknesku hinsegin fólki og stuðn­ingsfólki þeirra. 

Réttindabaráttan í Tyrklandi 

Rétt­inda­bar­átta í Tyrklandi mætir tvenns konar mótstöðu:  ráðist er gegn rétt­indum hinsegin fólks og rétt­urinn til að mótmæla hefur verið veru­lega skertur undan­farin ár. Allt frá árinu 2015 hafa gleði­göngur ítrekað verið bann­aðar sem hefur hindrað hinsegin fólk að krefjast rétt­inda sinna. 

Haturs­full orðræða gegn hinsegin fólki jókst í aðdrag­anda forseta­kosn­inga sem voru haldnar nýverið og greina mátti aukið misrétti gegn hinsegin fólki. Í júní síðast­liðnum var Gleði­gangan bönnuð níunda árið í röð. 

Nú, meira en nokkru sinni, verður að taka skýra afstöðu gegn þessum mann­rétt­inda­brotum. 

Stöndum vörð um rétt­indi hinsegin fólks og réttinn til að mótmæla. Sýnum samstöðu með rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks í Tyrklandi. 

Ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal býður öllum gestum Gleði­göng­unnar 2023 í Reykjavík að láta taka mynd af sér með skilti sem lýsir yfir stuðn­ingi með hinsegin fólki í Tyrklandi. Mynd­irnar verða birtar á netinu og sendar til hinsegin samtaka í Tyrklandi til að veita þeim styrk í baráttu sinni.

Samstaða gefur kraft! 

Lestu einnig