Viðburðir

10. ágúst 2018

Amnesty International tekur þátt í Reykjavík Pride

Íslands­deild Amnesty Internati­onal tekur þátt í gleði­göngu Reykjavík Pride á morgun, laug­ar­daginn 11. ágúst, til að minna á allt það fólk sem hefur ekki frelsi til að elska eða vera það sjálft og á á hættu að gjalda þess dýrum dómi.

Líkt og áður munum við bæði taka þátt í göng­unni sjálfri og standa fyrir undir­skrifta­söfnun í Hljóm­skála­garð­inum. Að þessu sinni söfnum við undir­skriftum fyrir mál Alejöndru, trans konu frá El Salvador, sem flúði heima­land sitt vegna ofsókna og ofbeldis. Alej­andra óskaði eftir alþjóð­legri vernd í Banda­ríkj­unum en hefur verið í haldi í varð­halds­stöð­inni Cibola þar í landi síðan í desember. Alej­andra hefur þjáðst af hræði­legum höfuð­verkjum, uppköstum og blóðnösum í 11 daga í röð en þrátt fyrir að hafa óskað eftir lækn­is­að­stoð þónokkrum sinnum hefur hún ekki fengið viðeig­andi aðhlynn­ingu.

Samtök Amnesty Internati­onal vilja senda banda­rískum yfir­völdum skýr skilaboð þess efnis að Alej­andra verði leyst strax úr haldi og eigi ekki þessi hræði­legu örlög skilið.

Áhuga­samir geta mætt klukkan 14:00 á laug­ardag á Sæbraut, við hlið Hörpu tónlist­ar­húss, þar sem gangan hefst. Þeir sem ekki komast þá geta mætt milli klukkan 15:00 og 16:00 í Hljóm­skála­garðinn og gripið til aðgerða með undir­skrift sinni.

Lestu einnig