Viðburðir

5. desember 2018

Bréf til bjargar lífi 2018

Nú styttist óðum í hið árlega Bréf til bjargar lífi árið 2018. Að venju tekur fjöldi sveita­fé­laga þátt, bæði á höfuð­borg­ar­svæðinu og á lands­byggð­inni. Dagskráin verður auglýst í Frétta­blaði samtak­anna og á vef Íslands­deild­ar­innar.

Öll málin tíu sem tekin verða fyrir í ár lúta að baráttu­konum fyrir mann­rétt­indum.

Um heim allan eru konur í farar­broddi andófs­fólks. Þær standa í fremstu víglínu, berjast gegn mismunun, þving­uðum brott­flutn­ingi, kúgun. Staða þeirra sem leið­toga í samfé­lögum sínum er enn merki­legri vegna erfið­leika sem varðað hafa vegferð þeirra. Margar kvenn­anna búa í samfé­lögum þar sem konum er ætlað að þola órétt­læti án þess að rödd þeirra heyrist. Jæja, þessar konur eru á öðru máli. Í ár helgar Amnesty Internati­onal árlega herferð sína, Bréf til bjargar lífi, konum frá tíu löndum sem berjast gegn órétt­látum lögum, spill­ingu, lögreglu­of­beldi og mörgu fleira. Þær eru leið­togar og við þurfum á fleiri eins og þeim að halda nú á dögum, þegar heim­urinn færist sífellt í átt til öfga. Með því að slást í hóp þeirra geturðu lagt þitt lóð á vogar­skálar jafn­réttis, frelsis og rétt­lætis. Þessar konur og millj­ónir til viðbótar standa í dag gegn órétt­læti. Stattu með þeim.

Bréf til bjargar lífi fer fram á skrif­stofu Íslands­deild­ar­innar, Þing­holts­stræti 27, þriðju hæð, sunnu­daginn 9. desember frá kl. 13-17.

Sérstök dagskrá verður fyrir fjöl­skylduna á skrif­stof­unni:
  • Lalli töframaður skemmtir börnum og full­orðnum
  • Jóla­sveinn kíkir í heim­sókn með glaðning fyrir börnin
  • Hljóm­sveitin Eva flytur hugljúfa tóna í anda jólanna
  • Barna­horn með litum og blöðum svo börnin geti teiknað kveðjur til þolenda mann­rétt­inda­brota

Boðið verður upp á kaffi, jólaöl, jólag­lögg, smákökur og fleira.

Allir velkomnir!

 

 

Lestu einnig