Viðburðir

10. september 2019

Fögnum forystu ungs fólks gegn lofts­lags­breyt­ingum

Mánu­daginn 16. sept­ember næst­kom­andi mun Íslands­deild Amnesty Internati­onal veita viður­kenn­ingu fyrir forystu í barátt­unni gegn loft­lags­breyt­ingum í Bíó Paradís kl. 17:00. Elísabet Jökuls­dóttir flytur unga fólkinu hvatn­ingu og tónlistar­fólkið GDRN og Flóni flytja nokkur lög. Boðið verður upp á léttar veit­ingar.

Þann 16. sept­ember næst­kom­andi hlýtur Greta Thun­berg og hreyfing skóla­barna, Fridays for Future (Skóla­verk­fall fyrir lofts­lagið), æðstu viður­kenn­ingu Amnesty Internati­onal, Samvisku­sendi­herra samtak­anna 2019, fyrir baráttu sína gegn lofts­lag­breyt­ingum.

Af þessu tilefni mun Íslands­deild Amnesty Internati­onal veita viður­kenn­ingu fyrir forystu hérlendis í barátt­unni í Bíó Paradís þann sama dag klukkan 17:00.

Frá því í febrúar á þessu ári hafa íslenskir nemendur á öllum skóla­stigum safnast saman á Aust­ur­velli í hádeginu á föstu­dögum og krafist þess að íslensk stjórn­völd bregðist við neyð­ar­ástandi í lofts­lags­málum. Fjögur samtök hljóta nú viður­kenn­ingu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal fyrir forystu sína í barátt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum:

  • Lands­samtök íslenskra stúd­enta 
  • Stúd­entaráð Háskóla Íslands
  • Samband íslenskra fram­halds­skóla­nema 
  • Ungir Umhverf­issinnar 

Til gamans má nefna að í sömu viku fagnar Íslands­deild Amnesty Internati­onal 45 ára stofnafmæli. Deildin hefur stuðlað að aukinni þekk­ingu á mann­rétt­indum hér á landi og verið vett­vangur fyrir hinn almenna borgara til að hafa jákvæð áhrif á stöðu mann­rétt­inda í heim­inum.

Það er því kjörið tæki­færi að sameina afmæl­is­fögnuð deild­ar­innar og viður­kenn­ing­ar­at­höfn þessa mikil­væga málstað mann­rétt­inda. Þetta er einnig einstakt tæki­færi fyrir ráða­menn og annað áhrifa­fólk til að hitta ungt fólk og ræða þetta mikil­væga málefni.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Lestu einnig