Fréttir
8. janúar 2015Árás byssumanna á Parísarskrifstofu blaðsins Charlie Hebdo er skelfileg árás á tjáningarfrelsið að mati Amnesty International.
Vopnaðir menn með hettur á höfði brutu sér leið inn á skrifstofuna og skutu tólf manns til bana, að sögn, og særðu marga til viðbótar. Þeir flúðu síðan af vettvangi eftir að hafa lent í skotbardaga við lögreglu.
„Þetta er dökkur dagur fyrir tjáningarfrelsið og öfluga fjölmiðlamenningu. En fyrst og fremst er þetta hræðilegur mannlegur harmleikur,“ sagði Stephan Oberreit, framkvæmdastjóri Amnesty International í Frakklandi.
„Þetta er grimmdarverk þar sem leitast var við að drepa blaðamenn, þagga í tjáningarfrelsinu og útbreiða ótta. Þetta verk verður að fordæma og frönsk stjórnvöld verða að tryggja að þeir sem ábyrgir eru séu dregnir fyrir dómstóla og fái sanngjörn réttarhöld. Vernda verður blaðamenn sem sæta hótunum. Þeir verða að fá að starfa án þess að eiga slíkt ofbeldi á hættu.“
Charlie Hebdo er vikublað í París sem þekkt er fyrir háðsádeilur sínar. Blaðið hefur áður verið í eldlínunni vegna birtingu skopmynda sem taldar voru móðgandi í garð íslam.
Amnesty International bendir á að tjáningarfrelsið nær til alls kyns hugmynda, meðal annars þeirra sem teljast móðgandi eða vanvirðandi.
Amnesty International mun áfram fylgjast með málinu og viðbrögðum stjórnvalda.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu