Tilkynning

23. maí 2024

Götukynn­ingar Amnesty Internati­onal

Götukynnar Íslands­deildar Amnesty Internati­onal hafa nú hafið störf til að kynna starf samtak­anna og bjóða áhuga­sömum vegfar­endum að gerast Vonar­ljós. Vonar­ljós eru mánað­ar­legir styrktarað­ilar samtak­anna og tákn um von fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota. Kjarni starfs Amnesty Internati­onal felst í að berjast gegn mann­rétt­inda­brotum um heim allan. 

Allt starf Íslands­deild­ar­innar byggist á frjálsum fram­lögum einstak­linga. Það gerir okkur kleift að vera óháð póli­tískum, trúar­legum og efna­hags­legum hags­munum sem er mikil­vægt til að geta gætt hlut­leysi í gagn­rýni á stjórn­völd og stór­fyr­ir­tæki hvar sem er í heim­inum. Hvert framlag skiptir því gríð­ar­miklu máli.  

Götu­starf Íslands­deild­ar­innar hefur verið grund­völl­urinn að því að efla starf deild­ar­innar í gegnum árin. Götukynnar okkar verða stað­settir á ýmsum stöðum á höfuð­borg­ar­svæðinu. Má þar nefna við versl­anir, í versl­un­ar­mið­stöðvum, í miðbænum og við sund­laugar. Þeir verða vel merktir Amnesty Internati­onal og uppfullir af fróð­leik um starfið okkar. Við vonum svo sann­ar­lega að fólk taki vel á móti þeim.  

Vakni einhverjar spurn­ingar vegna götu­starfsins þá má endi­lega hafa samband við okkur á netfangið amnesty@amnesty.is. 

Á mynd­inni sjást götukynnar okkar: Ástrós, Telma og Jörundur. 

Lestu einnig