Fréttir

1. ágúst 2018

Hækkun: SMS-aðgerðarnetið

Á hverjum degi fær Amnesty Internati­onal upplýs­ingar um mann­rétt­inda­brot sem eiga sér stað um allan heim og krefjast þess að við bregð­umst hratt við. Með sms-aðgerðanetinu getum við safnað undir­skriftum hratt og örugg­lega.Sem sms-aðgerðasinni getur þú bjargað lífi með undir­skrift þinni, saman náum við fram jákvæðum breyt­ingum. Ef þú ert SMS-aðgerðasinni færðu send þrjú sms á mánuði. Þú getur skrifað undir málin með því að svara sms-inu og senda AKALL í 1900.Nýtt verð í ágúst 2018Verðið á sms-unum hefur verið óbreytt frá 2010 þegar það var stofnað. Í fyrsta sinn frá upphafi ætlum við að hækka hvert sms úr 99 kr. í 199 kr. Heild­ar­verð á mánuði verður því 597 kr. Með því að vera meðlimur í sms-aðgerð­ar­netinu lætur þú því gott af þér leiða, bæði með því að skrifa undir málin og með því að styrkja fjár­hags­lega við starf Amnesty.

Afskráning

Þú getur að sjálf­sögðu alltaf skráð þig úr sms-aðgerðanetinu með því að senda AMNESTY STOP í 1900.

Lestu einnig