Fréttir

30. september 2020

Indland: Starf­semi Amnesty Internati­onal stöðvast vegna aðgerða stjórn­valda

Stjórn­völd á Indlandi frystu nýverið alla banka­reikn­inga Indlands­deildar Amnesty Internati­onal og komu þar með í veg fyrir áfram­hald­andi starf­semi deild­ar­innar. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stjórn­völd herja á deildina á síðustu tveimur árum.

Aðför stjórn­valda gegn Indlands­deild Amnesty Internati­onal hófst í október 2018 þegar yfir­völd réðust inn á skrif­stofu deild­ar­innar og heimili fram­kvæmda­stjóra til að gera þar leit. Strax í kjöl­farið voru banka­reikn­ingar deild­ar­innar frystir með þeim afleið­ingum að segja þurfti upp fjölda starfs­fólks. Stjórn­völd hófu einnig rógs­her­ferð gegn Amnesty Internati­onal með því að leka völdum gögnum til fjöl­miðla hlið­hollum stjórn­völdum.

Nýjasta útspil stjórn­valda átti sér stað þann 10. sept­ember 2020 þegar allir banka­reikn­ingar voru frystir þar sem deildin var sökuð um peninga­þvætti í tengslum við fjár­öflun. Þessar ásak­anir eiga ekki við rök að styðjast enda hefur deildin fylgt bæði indverskum og alþjóð­legum lögum.

Tilburðir til þöggunar

„Aðgerðir indverskra stjórn­valda eru svívirði­legar og skamm­ar­legar. Afleiðing þeirra er að mann­rétt­ind­astarf Indlands­deildar Amnesty Internati­onal stöðvast í bili. Þetta markar þó ekki endalok baráttu okkar og skuld­bind­ingar fyrir mann­rétt­indum á Indlandi. Unnið er að því að ákvarða hvernig Amnesty Internati­onal getur haldið áfram að styðja við mann­rétt­inda­bar­áttuna á Indlandi á komandi árum,“

Julia Veerhar, starf­andi aðal­fram­kvæmd­stjóri Amnesty Internati­onal.

Indlands­deild Amnesty Internati­onal hefur þrýst á indversk stjórn­völd að tryggja gagnsæi og að tekið verði á mann­rétt­inda­brotum af hálfu yfir­valda í tengslum við óeirðir í Delhi og Jammu og Kasmír. Viðbrögð stjórn­valda eru tilburðir til þögg­unar en þau hafa í auknum mæli brugðist við af hörku til að þagga niður í gagn­rýn­endum og skapa ótta.

„Amnesty Internati­onal er stolt af mikil­vægu starfi deild­ar­innar á Indlandi sem hélt starfinu áfram þrátt fyrir hættuna sem samtökin og starfs­fólk stóð frammi fyrir. Starfs­fólk Amnesty Internati­onal á Indlandi hefur starfað af reisn þrátt fyrir að hafa þurft að þola grimmi­lega og skipu­lagða rógs­her­ferð, skyndi­á­hlaup rann­sókn­ar­aðila, hatramma leka í fjöl­miðla og hótanir án nokk­urra sannana um glæp­sam­legt athæfi. Enda hafa engin lög hafa verið brotin.“

Julia Veerhar, starf­andi aðal­fram­kvæmd­stjóri Amnesty Internati­onal.

Amnesty Internati­onal heldur áfram að kalla eftir því að indversk stjórn­völd hætti að beita hörku gegn mann­rétt­inda­fröm­uðum á Indlandi þrátt fyrir að starf Indlands­deildar hafi stöðvast og starfs­fólk misst vinnuna vegna aðgerða stjórn­valda.

Lestu einnig