SMS

13. ágúst 2020

Íran: Íranskur Kúrdi á yfir höfði sér dauðadóm

Arsalan Khodkam hlaut dauðadóm fyrir njósnir eftir óréttlát rétt­ar­höld sem stóðu yfir í 30 mínútur. Dómurinn var byggður á játn­ingu sem náð var fram með pynd­ingum. Hann hefur ekki fengið að velja sér lögfræðing. Dauða­dómur fyrir njósnir brýtur gegn alþjóðalögum. 

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Fjöl­skylda Arsalan Khodkam hefur frá árinu 2018 reynt að vekja athygli á órétt­látum dómi og hvatt ýmsar ríkisstofn­anir til að grípa inn í án árangurs. 

 

Arsalan Khodkam var hand­tekinn 23. apríl 2018 á herstöð í Urumieh þar sem hann starfaði sem liðs­for­ingi í  Írönsk­u bylt­inga­vörð­unum (IRGC). Hann var sakaður um njósnir fyrir Kúrdíska Lýðræð­is­flokkinn í Íran (KDPI) og átti að hafa aðstoðað flokkinn í vopn­uðum aðgerðum þeirra gegn Revoluti­onary Guards. Arsalan neitar þessum ásök­unum. Samkvæmt upplýs­ingum Amnesty Internati­onal hafði hann samskipti við ættingja sinn sem er meðlimur í Kúrdíska Lýðræð­is­flokknum í eitt skipti til að upplýsa hann um fyrir­hugaða áætlun  Írönsk­u bylt­inga­varð­anna um að brjóta á bak aftur frið­samleg mótmæli í Bane, kúrdísku svæði.

SMS-félagar krefjast þess að íranska ríkið ógildi dóminn gegn Arsalan og tryggi honum réttlát rétt­ar­höld. 

Rann­sóknir Amnesty Internati­onal gefa til kynna að Arsalan hafi verið pynd­aður í marga daga og skrifað undir játn­ingu eftir að kona hans var sett í varðhald. 

Pynd­ingar brjóta gegn alþjóða­lögum og eru ólög­legar undir öllum kring­um­stæðum. Játn­ingar sem nást fram með pynd­ingum má ekki nota í rétt­ar­höldum. 

Amnesty fordæmir dauðarefsinguna og er alfarið á móti henni í öllum tilfellum undir öllum kring­umstæðum 

Lestu einnig